Upp í vindinn - 01.05.2005, Síða 4
...upp \ vindinn
EFNISYFIRLIT
NÝLEGAR GÖNGUBRÝR Á ÍSLANDI 6
LÍKINDAFRÆÐILEGT JARÐSKJÁLFTA- ÁHÆTTUKORT AF ÍSLANDI 18
BYLTING í STEINSTEYPU- TÆKNI 26
AÐ MALBIKA EÐA MALBIKA EKKI 28
STRAUMFRÆÐILEGT LÍKAN AF YFIRFALLI VIÐ KÁRAH N J Ú KASTÍ FLU 34
MÆLINGAR Á GANGGÆÐUM REIÐHESTA 40
SETTJARNIR VIÐ SÆVARHÖFÐA 48
ÚTSKRIFTARFERÐ KÍNASAGA 52
Fremsta röð frá vinstri: Kolbeinn Tumi Daðason, Laila Sif Cohagen, Ragnhildur Ingunn
Jónsdóttir, Katrín Jóhannesdóttir, Víkingur Cuðmundsson, Berglind Rósa Halldórsdóttir,
íris Guðnadóttir, Sverrir Bollason.
Mið röð frá vinstri: Unnur Helga Jónsdóttir, Þorbjörg Sævarsdóttir, Olga Perla Nielsen
Egilsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, Halla Hrund Skúladóttir, Guðlaug
Sigurðardóttir, Soffía Hauksdóttir, Gróa Helga Eggertsdóttir, Kenneth Breiðfjörð.
Aftasta röð frá vinstri: Jóhannes Þór Ágústarson, Þórólfur Nielsen, Þorgeir Hólm Ólafsson,
Andrés Heimir Árnason, Gunnar Arnar Gunnarsson, Lárus Helgi Lárusson, Finnur Gíslason,
Kristinn Pétur Skúlason, Guðmundur Ármann Böðvarsson, Sigurður Már Valsson, Guðjón
Magnússon.
Ágæti lesandi
Út er kominn 24. árgangur blaðsins „...upp í vindinn". Blaðið er gefið út af þriðja árs nemum
við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor Háskóla íslands. Um leið og blaðið er vettvangur fag-
legrar umfjöllunar um verkfræðileg málefni er það lykilþáttur í fjármögnun útskriftarferðar okk-
ar til Afríku I maí.
Ferðinni er heitið til Afríku en ekki er vitað til þess að áður hafi útskriftarhópur héðan lagt
leið sína í frumskóginn. Hópurinn dvelur í 12 daga í Egyptalandi þar sem pýramídarnir í Cairo
og bókasafnið í Alexandríu eru meðal þess sem skoðað verður. Farin verður ferð að Súez-
skurðinum og verkfræðideild háskólans I Mansoura heimsótt. Dvölinni í Egyptlandi lýkur svo
með fjögurra daga siglingu á stórfljótinu Níl þar sem Aswan stíflan verður skoðuð.
í Kenýa verður einnig dvalið í 12 daga og er hápunkturinn fjögurra daga safaríferð auk þess
sem dvalið verður á glæsilegu strandhóteli og lífsins notið tii fullnustu. Hópurinn telur 22 stúd-
enta auk nokkurra maka en með í för verður samgöngugúrúinn og aðjúnktinn Þorsteinn Þor-
steinsson.
Við þökkum greinarhöfundum fyrir skrif sín og auglýsendum og styrktaraðilum fyrir fram-
lag sitt. Án þeirra hefði útgáfa þessa blaðs ekki verið möguleg.
Ritstjórn
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Þriðja árs nemar við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor Háskóla fslands
Ritstjórn:
Kolbeinn Tumi Daðason
Þórólfur Nielsen
Umbrot og prentun:
íslandsprent
Blaðinu er dreift til félaga í Verkfræðingafélagi íslands, Arkitektafélagi íslands, Stéttarfé-
lagi verkfræðinga, Tæknifræðingafélagi íslands, auk viðeigandi fagaðila innan Samtaka
iðnaðarins. Blaðinu er einnig dreift til bókasafna og fjölda fyrirtækja.
4