Upp í vindinn - 01.05.2005, Síða 6

Upp í vindinn - 01.05.2005, Síða 6
...upp í vindinn Nýlegar göngubrýr á íslandi 1 Inngangur Fyrsta göngubrú yfir stofnbraut á höfuð- borgarsvæðinu var göngubrú yfir Kringlu- mýrarbraut í Fossvogi sem myndaði þannig samfelldan stofnstíg úr Elliðaárdal um Fossvogsdal yfir í Nauthólsvík og þaðan út á Ægisíðu í vesturbæ Reykjavíkur. Brúin var tekin í notkun árið 1995. Síðan þá hafa alls átta göngubrýr verið byggðar á stofn- brautakerfi höfuðborgarsvæðisins og þrjár til viðbótar eru I byggingu. Hér verður gerð grein fyrir þremur göngubrúm sem nú eru I byggingu á Hringbraut og Njarðargötu og tveimur ný- legum göngubrúm á Reykjanesbraut. Hönnun þessara brúa hefur verið I sam- starfi Línuhönnunar og Studio Granda arki- tekta. Þessar göngubrýr þjóna fyrst og fremst sem hluti af samgöngukerfi höfuð- borgarsvæðisins. Annað hlutverk göngu- brúa getur verið útivist og hér verður einnig fjallað um nýlega byggðar göngubrýr á há- lendinu sem bæta aðgengi og auka öryggi göngufólks. Göngubrýr yfir stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu Kringlumýrarbraut í Fossvogi 1995 Miklabraut við Rauðagerði 1997 Kringlumýrarbraut við Sóltún 1998 Vesturlandsvegur í Mosfellsbæ 1998 Miklabraut við Grundargerði 2000 Miklabraut við Kringluna 2002 Hafnarfjarðarvegur við Hraunsholt 2002 Reykjanesbraut við Stekkjarbakka 2003 Reykjanesbraut í Hafnarfirði 2003 Hringbraut vestan Njarðargötu er í byggingu 2005 Hringbrautvið Læknagarð er í byggingu 2005 Njarðargata norðan Hringbrautar er í byggingu 2005 Guðmundur Valur Guðmundsson er byg g i n g a r ve r kf ræð- ingur og vinnur á vega- og brúarsviði Línuhönnunar hf. Baldvin Einarsson er byggingarverk- fræðingur og er JL' k sviðsstjóri brúa- og vegasviðs Línuhönn- unar hf. auk þess að vera aðjúnkt við verk- fræðideild Háskóla Islands. 2 Göngubrýr á Hringbraut í maí árið 2003 efndu Umhverfis- og tæknisvið Reykjavíkurborgar og Vegagerðin til samkeppni um hönnun þriggja göngu- brúa í Reykjavík, tveggja yfir Hringbraut og einnar yfir Njarðargötu. Samkeppnistillag- an var unnin í samstarfi Línuhönnunar og Studio Granda. Um var að ræða tveggja þrepa sam- keppni. Á fyrra þrepi samkeppninnar var nafnleynd keppenda og komst Línuhönn- un og Studio Granda áfram ásamt tveimur öðrum hópum. í síðari þrepi voru höfund- ar þekktir og var skilað inn tillögum í ágúst 2003. Niðurstaða dómnefndar lá fyrir 30. ágúst 2003 og var tillaga Línuhönnunar og Studio Granda valin áfram til frekari hönn- unar. Umsögn dómnefndar um tillögu Línuhönn- unar og Studio Granda var eftirfarandi: „Akreinar eru brúaðar með svifléttri lausn sem hvítir á súlum í miðdeilum og til enda. Landtaka brúnna og aðlögun að landi er vel leyst með framlengingu brúa niður í landhæð. Cönguleiðir um brýrnar tengjast vel gönguleiðum svæðisins með svífandi tengingu yfir friðland Vatnsmýr- innar, en þar þarf þó að huga betur að út- færslu. Hefðbundin og sannfærandi lausn. Steypt eftirspennt lausn er hagkvæm með tilliti til viðhalds. Sveigjanleiki lausnar er mikill með tilliti til breytilegra haflengda og byggingaraðstæðna. “ 2.1 Stígakerfi, samgönguleiðir Hluti af samkeppninni var að koma með tillögur að stígakerfinu sem tengdist göngubrúnum. Nálægð brúnna við Land- spítalann, Háskóla íslands og miðbæ Reykjavíkur þýðir að það er töluverð um- ferð gangandi og hjólandi vegfarenda og er hún óvíða meiri annars staðar á höfuð- borgarsvæðinu. Mikil áhersla var lögð á að stofnstígakerfið yrði sem greiðfærast fyrir gangandi og hjólandi vegfarendar þar sem það er hluti af samgöngukerfi borgarinnar. Jafnframt er tekið tillit til fatlaðra á þann hátt að halli stíganna sé ekki of mikill. 2.2 Almennt um útlit Útlit brúnna miðar allt að því að yfirbragð- ið verði létt og bjart og að brúin hverfi sem mest inn í umhverfi sitt. Neðra byrði brúardekksins er mótað sem slétt samfellt yfirborð, sem dregið er yfir „rörið", sem er eins konar kjölur undir gangbrautinni. Þetta dregur úr umfangi brúarinnar neðan frá séð og léttir yfirbragð- ið. Súlur ganga beint upp í brúarkjölinn án nokkurrar sérstakrar útfærslu þar sem hún ECL stjórnstöðvar fyrir hitakerfi Stjórnendur fyrirtækja! Aukið veilíðan starfsfólks og lækkið rekstrarkostnað hitakerfisins með ECL stjórnstöð á hitakerfið Kynnið ykkur kosti og verð 1 ECL stjórnstöðvarinnar frá Danfoss W Danfoss hf Þægindi - Öryggi - Sparnaður Skútuvogi 6 Sími 510 4100 www.danfoss.is 6

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.