Upp í vindinn - 01.05.2005, Side 9
...upp í vlndinn
Mynd 2 - Útfærsla af göngubrúm á Hring-
braut úr forsteyptum einingum þar sem
rauði kubburinn á myndinni er steyptur á
staðnum og steypir saman einingarnar.
mætir dekki. Ekki er þörf á ákeyrsluvörn fyr-
ir súlur. Yfirborð á brúardekki er glattað og
kústað beint upp úr steypunni á steyptri
brú.
Handriðið er gert úr grönnum teinum,
sem soðnir eru á samfellda plötu neðst.
Harðviðarhandlisti gengur eftir brúnni
endilangri að innanverðu, svo yfirborðið er
hlýtt og mjúkt þar sem fólk snertir það.
Brúin er lýst með götulýsingunni.
2.3 Staðsetning og umhverfi
Göngubrú á Hringbraut við Njarðargötu
tengist bæði aðalgöngustíg sem liggur suð-
ur með Njarðargötu og göngustíg sem ligg-
ur vestur með Hringbraut í átt að Háskól-
anum. Staðsetning brúarinnar og lögun
gerir þessum leiðum jafnhátt undir höfði
og vegfarandinn skynjar ekki að hann sé að
taka krók á leið sinni. Brúin liggur í sveig
með um 60 m radíus að norðanverðu en
kreppist þegar hún svífur yfir friðlandið í
Vatnsmýri í 30 m radíus og endar í 15 m
radíus. Að auki er gert ráð fyrir að gangandi
vegfarendur hafi þann möguleika að ganga
niður stiga um leið og komið er yfir Hring-
braut að sunnan.
Heildarlengd brúarinnar er 169,3 m í
átta höfum þar sem lengsta hafið er 27,1
m langt og það stysta 15,4 m endahaf að
sunnan. Yfirbyggingin nær rúmlega fjóra
metra aftur fyrir frambrún endastöpla
hvoru megin. Staðsetning millisúlna og
hafskiptingar gera ráð fyrir að á gatnamót-
um Hringbrautar og Njarðargötu verði fjög-
urra fasa Ijós með tilheyrandi fjölgun
akreina.
Göngubrú á Njarðargötu er á aðal-
göngustíg sem liggur meðfram Hringbraut
og greinist í sundur við enda brúarinnar í
aðalstíg inn í Hljómskálagarð og í stíga sem
liggja að Háskólanum og suður með Njarð-
argötu. Brúin er sveigð í plani með 300 m
radíus og í háboga yfir Njarðargötuna sem
endar í 5% halla niður af hvorum enda.
Heildarlengd brúarinnar er 76,3 m í fjórum
höfum með lengsta haf 20,6 m langt.
Gólfhæð í hæsta punkti er um 12,0 m
en hindranaflötur Reykjavíkurflugvallar er
þar í 15,5 m hæð og brúin því vel þar inn-
an við.
Göngubrýrnar tvær við Njarðargötu
mynda eina heild og hafa sama form og út-
lit. Öll landmótun norðan Hringbrautar
miðar að því að hafa aflíðandi fláa og hafa
lengdir brúnna nægilegar til að gefa
skemmtilegt og létt útlit. Jafnframt því þá
er ekki hætta á að sjónlínur ökumanna
skerðist þegar þeir aka um þetta gatna-
mótasvæði.
Göngubrú á Hringbraut við Landspítala
er á aðalgöngustíg sem liggur meðfram
Hringbraut að norðan og áfram meðfram
Hringbraut að sunnan að íþróttasvæði Vals.
Þaðan liggur hann síðan áfram inn að
Öskjuhlíð og í Nauthólsvík.
Lóðamörk liggja nokkuð þétt upp við
Hringbraut að sunnan og því lítið rými til
að lenda brúnni. Landspítalamegin ganga
rampar með 5% halla í báðar áttir frá brú-
arendanum ásamt því að göngustígur fer
einnig undir brúna.
Brúin liggur í boga yfir Hringbraut með
radíus 60 m en sveigist í 30 m boga að
sunnanverðu og mætir landinu inn á hljóð-
mön samhliða Hringbrautinni. Við enda
brúarinnar eru tröppur niður á samsíða
stíg. Þær eru hugsaðar til að stytta göngu-
vegalengdir fyrir þá sem eru að fara inn á
biðstöð strætisvagna eða inn í fyrirhugað
hverfi sunnan Hringbrautar. Heildarlengd
brúarinnar er því 85,8 m í fimm höfum og
er lengsta hafið 23,5 m langt yfir syðri ak-
braut Hringbrautar.
Mynd 3 - Þversvið í göngubrýr á Hringbraut
og Njarðargötu