Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 12
...upp í vindinn
Yfirbyggingin situr á legum á báðum
endum og er haldið gagnvart láréttum
kröftum við endastöpla með stálfestingum.
Hreyfingar brúarinnar vegna hitabreytinga
verða þannig að hún leggst inn í bogann
þegar hún kólnar en út þegar hún hitnar.
Hegðun brúarinnar gagnvart láréttum
kröftum virðist vera góð og virðast ekki
vera vandræði með eiginsveiflur í spíraln-
um. Bæði er hafdeilingin hentug og einnig
er þversniðið mjög vindustíft og þolir því
vel ósamhverft álag.
2.5 Grundun
Jarðtæknilegar aðstæður í brúarstæðinu
eru þannig að um 4-5 m djúp mýri er ofan
fUmhverfis- og skipulagssvið
Reykjanesbæjar
á jökulurð sem myndar þunnt lag ofan á
berggrunninum. Undirstöður brúar á Hring-
braut vestan Njarðargötu eru grundaðar að
hluta til á um 6 m löngum staurum sem
reknir eru niður í mýrina. Fjórir staurar eru
undir hverri millisúlu, sex staurar undir
endastöplinum, jafnframt eru undirstöður
stigans grundaðar á staurum. Staurarnir
eru steyptir með bergskó úr stáli á endan-
um. Það er gert til að lágmarka rask í
friðlandi í Vatnsmýri. Aðrar undirstöður
sem eru við vegstæði Hringbrautar eru
grundaðar á þjappaðri fyllingu.
Undirstöður fyrir hinar tvær brýrnar eru
grundaðar á þjappaðri fyllingu.
3 Göngubrú á Reykjanesbraut í
Hafnarfirði
Cöngubrú á Reykjanesbraut við Ásland í
Hafnarfirði var byggð árið 2003 og er hluti
af göngustíg sem tengir Áslandshverfi í
Hafnarfirði við byggðina neðan við Reykja-
nesbraut. Brúin var byggð sem hluti af
færslu Reykjanesbrautar suður fyrir kirkju-
garðinn í Hafnarfirði.
Brúin er eftirspennt plötubrú með mjög
sérstöku og ósamhverfu þversniði eins og
sést á myndum 7 og 8. Yfirbygging brúar-
innar er bein í plani og með jöfnum lang-
halla. Öðrum megin myndar steypta yfir-
byggingin handrið brúarinnar en hinu meg-
in eru það lóðréttir teinar úr ryðfríu stáli.
Brúin er 76,6 m í fjórum höfum með
miðjuhöfin 18,5 m löng en endahöfin 14,6
m. Jafnframt teygir yfirbyggingin sig rúm-
lega 5 m inn fyrir endastöplana. Endastöpl-
ar brúarinnar eru steyptir og ganga inn í
jarðvegsmanir, lögun endastöplanna fylgir
lögun yfirbyggingarinnar. Hver millistöpull
er úr tveimur steyptum súlum þar sem
önnur er hallandi. Þær eru tengdar saman
með steyptum vegg þar sem þær ná landi
til að styrkja þær gagnvart árekstrarálagi.
4 Göngubrú á Reykjanesbraut við
Stekkjarbakka
Göngubrú á Reykjanesbraut við Stekkjar-
bakka var byggð árið 2003 og er hluti af
göngustíg sem tengir útivistarsvæði í Foss-
vogsdal og Elliðaárdal saman. Brúin var
byggð sem hluti af mislægum gatnamót-
um Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka og
hefur nokkuð sterka samsvörun við tvær
vegbrýr sem eru hluti þeirra gatnamóta og
eru um 200 m frá göngubrúnni.
Brúin er eftirspennt plötubrú með 450
mm þykku þversniði. Yfirbygging brúarinn-
ar er bein í plani með háboga sem setur
• | • ®
umdrain
Nýr standard t cjðljnidurjöllum
Nú þurfa niðurföll
ekki lengur að vera
úti á miðju gólfi!
Með Unidrain gólfniðurföllum getur þú staðsett
niðurfallið út við vegg eða útvið horn.
Auðveldar mjög flísalögn og vatnshalla vandamálið er úr
sögunni. Glæsileg hönnun á niðurföllunum gerir Unidrain að
draumalausn fyrir arkitekta og húsbyggjendur.
ÆmflwA
T€nGI
ij 1 \
Smiðjuvegi 11-200 Kópavogur
Sími: 564 1088 ■ Fax: 564 1089 • tengi.is
12