Upp í vindinn - 01.05.2005, Síða 14

Upp í vindinn - 01.05.2005, Síða 14
...upp í víndinn Mynd 9 - Göngubrú á Reykjanesbraut við Stekkjarbakka metra löngu hafi. Kaplar eru úr togvírum með þvermál 32 mm. Lang- og þverbitar í brúardekkinu eru úr stáli en gólfið úr timbri og er heildarbreidd brúardekksins 2,0 m. Kapalakkeri og endastöplar eru steyptir. Brúardekkið er hengt upp í kapalinn með hengistöngum sem eru úr 16 mm rúnnstáli og er fjarlægð á milli hengistanga 3,8 m. Tveir langbitar eru af gerðinni HE200A og liggja ofan á þverbitunum. Brúargólfið er úr 3"x8" timbri sem skrúfast ofan í 3"x8" timburbita sem eru boltaðir ofan á stálbit- ana. Brúin er jafnframt stöguð til hliðar með Mynd 10 - Þversnið í göngubrú á Reykja- nesbraut við Stekkjarbakka tveimur stögum hvoru megin eins og sést á myndum 12 og 13 ef vel er að gáð. Hlið- arstögin eru samfelld milli enda en hvert stag tengist langbitunum á tveimur stöð- um. Tilgangurinn með þeim er að dempa vindsveiflur í brúnni. 5.3 Álagsforsendur Markmið með hönnun brúarinnar gagnvart vindálagi er að hún standi af sér aftakaveð- ur og að hún sé fær göngufólki stærstan hluta sumarsins. Vindálag er ákvarðað samkvæmt evrópskum vindálagsstaðli. í íslenska þjóðarskjalinu segir að meta þurfi vindálag sérstaklega við sérstakar að- stæður, s.s. inni á hálendi, í nágrenni brattra fjalla, í dalaskörðum og í löngum mjóum dölum. Þessi ákvæði eiga við í Lónsöræfum enda er göngubrúin staðsett í fjalllendinu og má gera ráð fyrir að það sé ríkjandi vindstrengur niður með ánni úr ár- gljúfrunum fyrir ofan. Til að fá nákvæmari gildi á hönnunar- vindhraða við göngubrúna hefði verið nauðsynlegt að gera veðurmælingar á staðnum. Stuðst var við hönnunargildið 60 m/s sem vindhviðu með 50-ára endur- komutíma. Það jafngildir grunngildi vind- þrýstings 2,25 kN/m2. Hönnunarforsendur Vegagerðarinnar fyrir göngubrýr í þéttbýli gera ráð fyrir jafn- dreifðu notálagi 4,0 kN/m2. Það þýðir að yfir 800 manns gætu verið á brúnni í einu. Með hliðsjón af staðsetningu brúarinnar inni á Lónsöræfum þótti þetta álag veru- lega umfram það sem búast mætti við og því var ákveðið að færa þetta álag niður í u.þ.b. 2 menn á lengdarmetra eða 190 manns á brúnni í einu. Það jafngildir um 1,1 kN/m2. Ekki er fært fyrir almenna bílaumferð inn á Lónsöræfi og ekki stendur til að það verði samkvæmt stefnumörkun landeig- anda. Þetta getur skapað vandræði þegar slys verða inni á Lónsöræfum enda er það vinsælt ferðamannasvæði fyrir göngufólk. Oft eru árnar ófærar af vatnavöxtum og því ekki hægt að treysta á að komast yfir þær á bílum. Það þótti því nokkur kostur ef sá möguleiki væri fyrir hendi að komast á bíl yfir göngubrúna, t.d. jeppa. Hönnunarfarar- tækið var fjögurra tonna jeppi með öxul- þunga 20 kN. Mynd 11 - Yfirlitsmynd af lökulsá í Lóni þar sem hún fellur niður á áreyrar. Fellið í for- grunni nefnist Eskifell og Skyndidalsá sést efst til hægri á myndinni. (Ljósmynd : Vega- gerðin) 14

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.