Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 14

Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 14
...upp í víndinn Mynd 9 - Göngubrú á Reykjanesbraut við Stekkjarbakka metra löngu hafi. Kaplar eru úr togvírum með þvermál 32 mm. Lang- og þverbitar í brúardekkinu eru úr stáli en gólfið úr timbri og er heildarbreidd brúardekksins 2,0 m. Kapalakkeri og endastöplar eru steyptir. Brúardekkið er hengt upp í kapalinn með hengistöngum sem eru úr 16 mm rúnnstáli og er fjarlægð á milli hengistanga 3,8 m. Tveir langbitar eru af gerðinni HE200A og liggja ofan á þverbitunum. Brúargólfið er úr 3"x8" timbri sem skrúfast ofan í 3"x8" timburbita sem eru boltaðir ofan á stálbit- ana. Brúin er jafnframt stöguð til hliðar með Mynd 10 - Þversnið í göngubrú á Reykja- nesbraut við Stekkjarbakka tveimur stögum hvoru megin eins og sést á myndum 12 og 13 ef vel er að gáð. Hlið- arstögin eru samfelld milli enda en hvert stag tengist langbitunum á tveimur stöð- um. Tilgangurinn með þeim er að dempa vindsveiflur í brúnni. 5.3 Álagsforsendur Markmið með hönnun brúarinnar gagnvart vindálagi er að hún standi af sér aftakaveð- ur og að hún sé fær göngufólki stærstan hluta sumarsins. Vindálag er ákvarðað samkvæmt evrópskum vindálagsstaðli. í íslenska þjóðarskjalinu segir að meta þurfi vindálag sérstaklega við sérstakar að- stæður, s.s. inni á hálendi, í nágrenni brattra fjalla, í dalaskörðum og í löngum mjóum dölum. Þessi ákvæði eiga við í Lónsöræfum enda er göngubrúin staðsett í fjalllendinu og má gera ráð fyrir að það sé ríkjandi vindstrengur niður með ánni úr ár- gljúfrunum fyrir ofan. Til að fá nákvæmari gildi á hönnunar- vindhraða við göngubrúna hefði verið nauðsynlegt að gera veðurmælingar á staðnum. Stuðst var við hönnunargildið 60 m/s sem vindhviðu með 50-ára endur- komutíma. Það jafngildir grunngildi vind- þrýstings 2,25 kN/m2. Hönnunarforsendur Vegagerðarinnar fyrir göngubrýr í þéttbýli gera ráð fyrir jafn- dreifðu notálagi 4,0 kN/m2. Það þýðir að yfir 800 manns gætu verið á brúnni í einu. Með hliðsjón af staðsetningu brúarinnar inni á Lónsöræfum þótti þetta álag veru- lega umfram það sem búast mætti við og því var ákveðið að færa þetta álag niður í u.þ.b. 2 menn á lengdarmetra eða 190 manns á brúnni í einu. Það jafngildir um 1,1 kN/m2. Ekki er fært fyrir almenna bílaumferð inn á Lónsöræfi og ekki stendur til að það verði samkvæmt stefnumörkun landeig- anda. Þetta getur skapað vandræði þegar slys verða inni á Lónsöræfum enda er það vinsælt ferðamannasvæði fyrir göngufólk. Oft eru árnar ófærar af vatnavöxtum og því ekki hægt að treysta á að komast yfir þær á bílum. Það þótti því nokkur kostur ef sá möguleiki væri fyrir hendi að komast á bíl yfir göngubrúna, t.d. jeppa. Hönnunarfarar- tækið var fjögurra tonna jeppi með öxul- þunga 20 kN. Mynd 11 - Yfirlitsmynd af lökulsá í Lóni þar sem hún fellur niður á áreyrar. Fellið í for- grunni nefnist Eskifell og Skyndidalsá sést efst til hægri á myndinni. (Ljósmynd : Vega- gerðin) 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.