Upp í vindinn - 01.05.2005, Page 21

Upp í vindinn - 01.05.2005, Page 21
...upp í vindinn Mynd 1: Jarðskjálftar á íslandi 1896-2000 af stærð M>4, [5] Mynd 2: Líkindafræðilegt jarðskjálftaáhættukort, sem sýnir 475 ára hröðunargildi jarðskjálftum svo og komandi jarðskjálft- um, langt fram í tímann, eftir mismunandi hermunum. Áhættusvæðin, sem fást með slíkum listum ættu því ekki að vera höll undir tiltekna atburði hvorki í fortíð eða framtíð. Byggt á dvínunarlíkani Símonar Ólafs- sonar og Ragnars Sigbjörnssonar fyrir jarð- skjálftabylgjur, [8], hafa hágildi yfirborðs- hröðunar í tilteknum jarðskjálftum, völdum úr jarðskjálftalistunum, verið reiknuð fyrir allt landið. Er það unnið þannig að þéttrið- ið net með um 10 km möskva er lagt yfir þau svæði landsins þar sem búast má við einhverjum áhrifum og áhrif frá öllum jarð- skjálftum reiknuð í hverjum netpunkti. Því næst er hágildið fyrir hvern netpunkt reikn- að miðað við að 10% líkindi séu til þess að fá hærri hröðun á 50 ára tímabili. Svarar það til þess að endurkomutími hágildisins sé 475 ár í samræmi við kröfur Eurocode 8. Með öðrum orðum, að jafnaði má búast við því að slík hröðun eða meiri verði á við- komandi stað einu sinni á 475 ára fresti. Með því að hafa tekið tillit til mismunandi jarðskjálftalista iangt inn í framtíðina verða jarðskjálftaáhættusvæðin tiltölulega stöðug og ekki lengur viðkvæm fyrir ein- stökum jarðskjálftaatburðum sem annars gætu skekkt myndina. í Eurocode 8, [9], er gert ráð fyrir að hægt sé að nota hröðunarferla fyrir hermda jarðskjálfta í staðinn fyrir mælda hröðunarferla í raunverulegum jarðskjálft- um. Til þess að slíkir hermdir hröðunarferl- ar á tilteknum byggingarstað séu eitthvað nálægt þeim raunveruleika, sem áhættu- greiningin byggir á, þurfa sem nákvæmast- ar upplýsingar um líklega fjarlægð til upp- taka væntanlegra jarðskjálfta, svo og styrk þeirra, að liggja fyrir. í Eurocode 8 eru eng- ar leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að hermun slíkra gervijarðskjálfta, aðrar en þær, að reynt skuli að fara eftir jarðeðlis- fræðilegum eiginleikum á viðkomandi stað. Þá er einnig sett fram sú krafa að meðaltal þeirra jarðskjálftarófa, sem gervi- jarðskjálftarnir framleiða, skuli ekki víkja meira en 10% frá hinu staðlaða jarð- skjálftarófi (hröðunarrófinu) EC8, [9]. í grein um jarðskjálftaáhættusvæðaskipt- ingu íslands, sem birtist í ráðstefnuriti Al- þjóðasambands jarðskjálftaverkfræðinga 2004 eftir sömu höfunda, [10], er lýst hvernig hægt er að rekja sig til baka frá hverjum hnútpunkti í netinu og þannig framleiða kort, sem sýnir líklegustu jarð- skjálftaupptök, þ.e. fjarlægð til þess staðar þar sem á að herma gervijarðskjálfta. Einnig er hægt að framleiða kort, sem sýn- ir svæði, þar sem jarðskjálftar af tiltekinni stærð hafa mest áhrif á 475 ára hröðunina. Með þessum tveimur kortum er því tiltölu- lega auðvelt að meta bæði upptök og stærð þeirra gervijarðskjálfta sem nota skal fyrir hermun hröðunarferla á tilteknum byggingarstað. í greininni hér á eftir er lýst helstu atriðum þessara greininga en ná- kvæmari lýsingu er að finna í fyrrnefndri ráðstefnugrein, [10]. HELSTU JARÐSKJÁLFTASVÆÐI LANDSINS Suðurlandssvæðið (SISZ) Suðurlandsjarðskjálftasvæðið nær yfir um 70 km langt svæði í austur-vestur frá Rang- árvöllum að Hengli. Upptakasvæði jarð- skjálftanna fylgir að mestu 5-10 km breiðu belti þvert yfir svæðið og er dýpi þeirra um 15 km austast í svæðinu, en minni eftir því, sem vestar dregur. Engar meiri háttar aust- ur-vestur sprungur er að finna á svæðinu, 21

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.