Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 21

Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 21
...upp í vindinn Mynd 1: Jarðskjálftar á íslandi 1896-2000 af stærð M>4, [5] Mynd 2: Líkindafræðilegt jarðskjálftaáhættukort, sem sýnir 475 ára hröðunargildi jarðskjálftum svo og komandi jarðskjálft- um, langt fram í tímann, eftir mismunandi hermunum. Áhættusvæðin, sem fást með slíkum listum ættu því ekki að vera höll undir tiltekna atburði hvorki í fortíð eða framtíð. Byggt á dvínunarlíkani Símonar Ólafs- sonar og Ragnars Sigbjörnssonar fyrir jarð- skjálftabylgjur, [8], hafa hágildi yfirborðs- hröðunar í tilteknum jarðskjálftum, völdum úr jarðskjálftalistunum, verið reiknuð fyrir allt landið. Er það unnið þannig að þéttrið- ið net með um 10 km möskva er lagt yfir þau svæði landsins þar sem búast má við einhverjum áhrifum og áhrif frá öllum jarð- skjálftum reiknuð í hverjum netpunkti. Því næst er hágildið fyrir hvern netpunkt reikn- að miðað við að 10% líkindi séu til þess að fá hærri hröðun á 50 ára tímabili. Svarar það til þess að endurkomutími hágildisins sé 475 ár í samræmi við kröfur Eurocode 8. Með öðrum orðum, að jafnaði má búast við því að slík hröðun eða meiri verði á við- komandi stað einu sinni á 475 ára fresti. Með því að hafa tekið tillit til mismunandi jarðskjálftalista iangt inn í framtíðina verða jarðskjálftaáhættusvæðin tiltölulega stöðug og ekki lengur viðkvæm fyrir ein- stökum jarðskjálftaatburðum sem annars gætu skekkt myndina. í Eurocode 8, [9], er gert ráð fyrir að hægt sé að nota hröðunarferla fyrir hermda jarðskjálfta í staðinn fyrir mælda hröðunarferla í raunverulegum jarðskjálft- um. Til þess að slíkir hermdir hröðunarferl- ar á tilteknum byggingarstað séu eitthvað nálægt þeim raunveruleika, sem áhættu- greiningin byggir á, þurfa sem nákvæmast- ar upplýsingar um líklega fjarlægð til upp- taka væntanlegra jarðskjálfta, svo og styrk þeirra, að liggja fyrir. í Eurocode 8 eru eng- ar leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að hermun slíkra gervijarðskjálfta, aðrar en þær, að reynt skuli að fara eftir jarðeðlis- fræðilegum eiginleikum á viðkomandi stað. Þá er einnig sett fram sú krafa að meðaltal þeirra jarðskjálftarófa, sem gervi- jarðskjálftarnir framleiða, skuli ekki víkja meira en 10% frá hinu staðlaða jarð- skjálftarófi (hröðunarrófinu) EC8, [9]. í grein um jarðskjálftaáhættusvæðaskipt- ingu íslands, sem birtist í ráðstefnuriti Al- þjóðasambands jarðskjálftaverkfræðinga 2004 eftir sömu höfunda, [10], er lýst hvernig hægt er að rekja sig til baka frá hverjum hnútpunkti í netinu og þannig framleiða kort, sem sýnir líklegustu jarð- skjálftaupptök, þ.e. fjarlægð til þess staðar þar sem á að herma gervijarðskjálfta. Einnig er hægt að framleiða kort, sem sýn- ir svæði, þar sem jarðskjálftar af tiltekinni stærð hafa mest áhrif á 475 ára hröðunina. Með þessum tveimur kortum er því tiltölu- lega auðvelt að meta bæði upptök og stærð þeirra gervijarðskjálfta sem nota skal fyrir hermun hröðunarferla á tilteknum byggingarstað. í greininni hér á eftir er lýst helstu atriðum þessara greininga en ná- kvæmari lýsingu er að finna í fyrrnefndri ráðstefnugrein, [10]. HELSTU JARÐSKJÁLFTASVÆÐI LANDSINS Suðurlandssvæðið (SISZ) Suðurlandsjarðskjálftasvæðið nær yfir um 70 km langt svæði í austur-vestur frá Rang- árvöllum að Hengli. Upptakasvæði jarð- skjálftanna fylgir að mestu 5-10 km breiðu belti þvert yfir svæðið og er dýpi þeirra um 15 km austast í svæðinu, en minni eftir því, sem vestar dregur. Engar meiri háttar aust- ur-vestur sprungur er að finna á svæðinu, 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.