Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 22

Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 22
...upp í vindinn og tjónsvæði jarðskjálftanna er oftast af- langt í norður-suður stefnu, þ.e. þvert á jarðskjálftabeltið. Meiri háttar jarðskjálfta- hrinur hafa gengið yfir svæðið frá austri til vesturs á um það bil 45-112 ára fresti. Mynd 1 sýnir dreifingu upptaka jarðskjálfta á landinu tímabilið 1896-2000, sem höfðu stærð yfir fjórum. Sýnir hún vel hvernig aðaljarðskjálftasvæði landsins eru formuð. Reykjanesskaginn (RSZ) Skjálftasvæðin á Reykjanesskaga tengja Suðurlandssvæðið við Reykjaneshrygginn þvert yfir vesturgrein eldgosabeltisins. Plötuskilin milli Evrópu-Asíu flekans og Norður Ameríku flekans fylgja Miðatlants- hafshryggnum og koma skilin á land við Reykjanesið þar sem þau hliðrast til aust- urs langs eftir skaganum og gegnum Suð- urlandsskjálftasvæðið. Jarðskjálftar á Reykjanesskaga eru sérstakir að því leyti að þarna blandast saman plötuskilahreyfingar og umbrot vegna eldvirkni. Suðurlands- skjálftasvæðið er hins vegar frekar með hreinum plötuskilahreyfingum án eldvirkni. Jarðskjálftaupptök á Reykjanesskaga fylgja nánast línulegu ferli sem er aðeins um 2 km breytt. Jarðskjálftaáhrif á höfuðborgar- svæðinu eru bæði vegna skjálfta á Reykja- nesskaga, einkum í Brennisteinsfjöllum og við Sveifluháls um 25 km frá Reykjavík, svo og vegna skjálfta sem eiga upptök sín vest- ast á Suðurlandssvæðinu. Skjálftarnir á Reykjanesskaga eru minni en á Suður- landssvæðinu og eru tiltölulega grunnir með upptakadýpi um 1-5 km. Er það lík- lega vegna eldvirkninnar en sennilegt er að spennusamþjöppun verði minni í heitu grunnberginu. Þannig eru skjálftar á Reykjanesskaga bæði háðir eldvirkni (vúlkanskir skjálftar) og plötuskilahreyfing- um. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga síðstliðin 100 ár eða svo en skjálftarnir hafa yfirleitt verið litlir. Norðurlandssvæðið (NISZ) Norðurlandssvæðið nær þvert yfir Kol- beinseyjarhrygginn. Töluverð jarðskjálfta- virkni er á um 150 km breiðu svæði frá Melrakkasléttu til Vatnsness vestan Skaga- fjarðar. Jarðskjálftaupptökin eru þó aðal- lega í norðausturhluta svæðisins eins og sést á mynd 1. Jarðskjálftafræðilegir eigin- leikar svæðisins eru flóknir og tengjast ekki plötuskilunum, sem hliðrast til baka til vesturs á svæðinu um Tjörnesmisgengið, né einstakri sprungumyndun. Jarðskjálftar á þessum slóðum eiga oft upptök sín á hafsbotni norður af landinu og valda því ekki eins miklum áhrifum á landi. Önnur svæði Svokallaðir innplötuskjálftar, sem eiga upp- tök sín fjarri plötuskilum flekanna, eru frek- ar sjaldgæfir á íslandi. Þó hafa smáir jarð- skjálftar mælst austur af landinu, og með- alstórir jarðskjálftar hafa átt upptök sín í Borgarfirði. Upptakavél slíkra skjálfta gefur til kynna skúfhreyfingu og lóðrétta hreyf- ingu sem stafar af mikilli láréttri streitu í berginu. Slíkir jarðskjálftar hafa yfirleitt ekki valdið neinu tjóni á mannvirkjum. Skjálftinn í Hvítársíðu 1974 er þó undan- tekning en nokkrar skemmdir urðu á hús- um nálægt upptökum hans. Aðferðafræði Mat á mestu yfirborðshröðun, sem vænta má á tilteknum stað, t.d. á 475 ára fresti, getur farið fram með ýmsum hætti. Þar sem viðamikil gögn hröðunarmælinga eru til staðar má einfaldlega ná hágildunum beint út úr gagnasafninu. Á íslandi eru slík- ar upplýsingar ekki fyrir hendi nema í litl- um mæli. Því var farin sú leið að reikna yf- irborðshröðunina í upptökum jarðskjálft- ans á grundvelli upptakarófs Brune's og nota síðan dvínunarlíkanið til þess að fá yf- irborðshröðunina í hnútpunktum netsins, TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI Eyravegi 51 • Selfossi Sími 482 1840 • www.selós.is [8]. Brune rófið gefur þannig meðalyfir- borðshröðunina, en með rannsóknum á mældum hröðunarferlum er hægt að fá gott mat á svokölluðum toppstuðli p. Þannig verður yfirborðshröðunin á hverjum stað. a„=a(t) *p=p j\A(u>)\2d(u>) Þar sem hágildi yfirborðshröðunarinnar er fengið með því að margfalda meðalgildi hennar með toppstuðlinum p. A(w) er af- myndað róf Brune's, þar sem búið er að taka tillit til dvínunarinnar og dreifingu jarðskjálftabylgnanna, [11]. Þessi aðferða- fræði hefur verið þróuð af Ragnari Sig- björnssyni o.fl. fyrir Suðurlandsskjálfta- svæðið og var einnig notuð af Júlíusi Sól- nes o.fl. við mat á jarðskjálftaáhættu á höf- uðborgarsvæðinu, [6], [7]. Með því að notast við hlutmengi úr jarðskjálftalistunum er hægt að reikna væntanlega hröðun í skjálftum framtíðar og hröðunina í fyrri jarðskjálftum í hverjum hnútpunkti netsins. Þannig fæst röð af hröðunargildum í hverjum hnútpunkti sem hægt er að nota til þess að finna viktölur hröðunar miðað við ákveðin endurkomu- tíma. Líkindadreifingu hröðunargildanna má skilgreina á eftirfarandi hátt. FA(a) = P [ maxtkerA(tk)> a] Þar sem vísitalan k er númer atburðar, tk er tími hans, þ.e. ártal hans, Ap) er hröð- unargildið og a er raunbreyta. Dreifingin er síðan metin út frá hröðunargildunum með því að nota eftirfarandi vísbendingarfall U — | 1 Aj (4) - a J L 0 elsewhere Samtök iðnaðarins 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.