Upp í vindinn - 01.05.2005, Page 41
...upp í vindinn
(Tómas Ö. Snorrason á Skörungi, Ijósm: Sólveig Gísladóttir - http:\\www.hestar.is (birt með leyfi))
Mynd 2 - Reiðhestur á tölti.
Mynd 3 - Hröðunarnemi spenntur á bak
knapa.
hreinu tölti. Vafi er rúmur klárhestur, svo-
kallaður eðlistöltari. Vafi þykir mjúkur á
töltinu, þá sér í lagi þegar riðin er yfirferð.
Tveir knapar riðu hestunum, þ.e. knapi A
sem er um 65 kg að þyngd og knapi B sem
er um 95 kg að þyngd. Báðir knaparnir
flokkast undir áhugamenn í hestaíþróttinni.
Framkvæmd mælinga
Allar mælingarnar voru gerðar í Reiðhöll-
inni í Víðidal. Mælingarnar fóru þannig
fram að tölva með viðtökubúnaði var stað-
sett fyrir miðju vallarins og var einn sem
stjórnaði henni. Reiðhesti með knapa var
síðan riðið af stað frá enda vallar og settur
á þann gang sem mæla átti. Þegar hestur-
inn var kominn á eðlilegan hraða var mæl-
ing ræst af stjórnanda og mælt í u.þ.b. 5 til
10 sekúndur. Þegar sá tími var liðinn var
knapi kallaður að mælitölvu sem hlóð nið-
ur gögnunum úr nemanum þegar hann var
kominn í nógu stutta fjarlægð (~10 m).
Reynt var að ná þremur til fjórum nothæf-
um mælingum á hverri gangtegund fyrir
hvern hest. Þær gangtegundir sem mældar
voru í þessum prufumælingum voru fet,
tölt og brokk hjá öllum hestunum. Einnig
var prófað að hafa mismunandi knapa á
sama hestinum á sömu gangtegund. Alls
voru framkvæmdar 45 mælingar á u.þ.b. 5
klukkustundum.
Gagnaúrvinnsla
Cagnaúrvinnsla fór fram nokkrum dögum
eftir að mælingum lauk. Sumar tímaraðirn-
ar voru gallaðar, annaðhvort af völdum
mælibúnaðar eða vegna þess að hestur
skipti um gang í miðri mælingu. Brugðið
var á það ráð að skoða allar mældu
tímaraðirnar á skjá og síðan afmarka það
tímabil í hverri tímaröð sem notað var í
gagnaúrvinnsluna. Fyrir hverja mælingu,
þ.e. tímabil, var síðan fundið stærsta út-
gildi; meðalgildi kvaðratsummu (root
mean square) eða RMS-gildi hröðunar;
einkennandi tíðni sem er reiknuð út frá
svokölluðu aflrófi; og loks RMS-gildi hraða
sem byggist á því að tegra hröðunarröðina.
Einkennandi tíðni er reiknuð með líking-
unni:
\s,U')df
0
41