Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 43

Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 43
...upp í vindinn þar sem /stendur fyrir tíðni og SJf) er afl- róf hröðunar. í þessari frumathugun var RMS-gildi hröðunar notað til að meta þýð- gengi reiðhestanna. Hægt er að hugsa sér aðrar þróaðri aðferðir þar sem mældur titr- ingur er flokkaður upp í tíðnibönd með Fo- urier-greiningu og síðan er hvert tíðniband vigtað saman með sérstakri vogkúrfu sem tengist því hvernig fólk skynjar titring, sjá t.d. heimildir [1]. Niðurstöður mælinga í heimild [2] er gerð grein fyrir niðurstöð- um allra mælinganna. í þessari grein eru aðeins valdar niðurstöður sýndar. Munur mismunandi gangtegunda hjá sama hesti. Á mynd 4 er sýndur mældur titringur á feti, tölti og brokki fyrir merina Gná. Lárétti ás- inn sýnir tíma og lóðrétti ásinn mælt útslag hröðunar. Jafnframt er sýnt RMS-gildi hröð- unar fyrir hverja gangtegund. Knapi B sat merina í þessum mælingum. Eins og vænta mátti er mikill munur á milli gang- tegunda. Sérstaklega sker brokkið sig úr en minni munur er á milli tölts og fets. Mynd- in sýnir glögglega hve mikið vantar í reið- hest þegar töltið er ekki til staðar. Þessi hestur telst þó þýður á brokki. Munur á töltí hjá mismunandi hestum. í töflu 1 er stillt upp samanburði á RMS- gildum hröðunar fyrir tölt á milli hesta. Knapi A situr þá tvo hesta sem hann þekk- ir og hefur reynslu af og sama gildir um knapa B. í töflu 2 er stillt upp tilsvarandi samanburði fyrir einkennandi tíðni,fchar Lítill munur er á milli meðaltalsgilda fyr- ir RMS-gildi hröðunar fyrir Snör og Vafa sem knapi A reið. Þó er vert að skoða mun á mæligildum fyrir sama hest. Til dæmis mældust hærri RMS-gildi fyrir Vafa á hröðu tölti en hægu tölti. Ennfremur mældist lægsta gildið fyrir Snör (0,27g) í reið þar sem knapi gat þess sérstaklega að töltið hefði verið gott. Á mynd 5 er sýndur sam- anburður á tölti í Snör og Vafa. Ekki er auð- velt að sjá marktækan mun á útslögum þar og má þá kannski álykta að þau séu álíka þýð á hægu tölti. Á mynd 6 er sýnt aflróf fyrir sömu tímaraðirnar og sýndar eru á mynd 5. Tveir megintoppar eru í báðum rófunum en topparnir fyrir Snör eru líkir á meðan lágtíðni toppurinn fyrir Vafa er kröftugri en hátíðnitoppurinn. Þetta skýrir muninn á einkennandi tíðni milli þessara hesta sem fram kemur í töflu 2. í þessu sambandi má hafa í huga að Snör er al- hliða hryssa á meðan Vafi er klárgengur hestur. Marktækur munur er á RMS-gildum fyr- ir Gná og Svörð. Á meðalgildunum er munurinn 40%. Þessi munur kemur líka fram á mynd 7 sem sýnir mældan titring á tölti fyrir þessa tvo hesta. Þar sést greini- lega að Svörður er að gefa hærri útslög. Munurinn er í góðu samræmi við huglægt mat á ganggæðum þessara tveggja hesta, þ.e. að Gná hafi betra og mýkra tölt en Svörður. Marktækur munur er á einkenn- andi tíðni á milli Gná og Svarðar. Þessi munur kemur glögglega fram á mynd 8 sem sýnir aflróf fyrir sömu tímaraðirnar og sýndar eru á mynd 6. Munurinn gæti helg- ast af því að Gná hefur betri fjórtakt en Svörður. Einnig má hafa hér í huga það sama og varðandi muninn á Snör og Vafa, þ.e. Gná er alhliða hryssa á meðan Svörð- ur er klárgengur hestur. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.05.2005)
https://timarit.is/issue/436382

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.05.2005)

Aðgerðir: