Upp í vindinn - 01.05.2005, Síða 46

Upp í vindinn - 01.05.2005, Síða 46
...upp í vindinn mælinganna voru að hröðunarneminn var fyrirferðarmikill og takmarkaði það stað- setningu nemans. Næsta kynslóð nema frá Kine ehf er mun minni og býður upp á fleiri staðsetningar en gamli neminn gerði. Vel kemur til greina að vera með sérstakan mælihnakk þar sem nemanum er komið fyrir í sjálfum hnakknum og þá helst undir miðju sæti knapa. Fjarskiptasamband var heldur ekki alltaf gott og því þurfti oft að endurtaka mælingu til að skráningin gengi upp. Loks væri æskilegt að þróa búnað þannig að knapi gæti sjálfur sett mælingu af stað þegar hann finnur að hestur geng- ur eðlilega. Það er mat skýrsluhöfunda að ýmsar vísbendingar úr þessu forverkefni gefi til kynna að hægt sé með mælingum af þessu tagi að fá mat á þýðgengi hesta. Þetta er þó ekki fullreynt. í framhaldsverkefni þyrfti að leggja áherslu á að mæla viðurkennda og dæmda gæðinga þar sem fyrirfram væri búið að raða þeim niður eftir ganggæðum. Ef þetta gengi eftir væri síðan hægt að búa til verklýsingu á gangprófi sem endaði með gangeinkunn. Fyrir utan það að bera sam- an mismunandi íslenska hesta væri einnig hægt með mælingunum að bera saman þýðgengi íslenska hestsins við erlendar hestategundir. Líklegt er að íslenski hestur- inn kæmi vel út úr slíkum samanburði og það mætti svo nota í markaðskynningu á honum. Loks mætti hugsa sér að gang- mæling væri hluti af gæðaskýrslu fyrir hesta sem verið er að flytja úr landi. Ljóst er að það eru ýmsir möguleikar í þessu verkefni, en stóra spurningin er hvort áhugi sé fyrir hendi meðal hestamanna að halda þessu áfram. Heimildir [1] ISO-2631 International Standard - Evalu- ation of human exposure to whole-body vibration - Part 2: Continuous and shock-induced vibration in buildings (1- 80 Hz). First edition 1989-02-15. [2] Bjarni Bessason, Inga Rut Hjaltadóttir og Baldur Þorgilsson, Mælingar á þýðgengi reiðhesta, Skýrsla númer VHI-01-2004, Verkfræðistofnun Háskóla íslands, Reykavík 2004. Sslgstisgerðbt Goa-Liitda ehf. Bsjarhraunl 24. Simi: 555-3464, £>x : 565-2660 Tími - (s) Mynd 7 - Samanburður á tölti í Gná og Sverði. Knapi B (95 kg). 0 4 8 12 16 20 Tíðni - (Hz) Mynd 8 - Samanburður á aflrófum frá tölti í Gná og Sverði. Knapi B (95 kg). Rófin eru reiknuð út frá tímaröðunum á mynd 7. Tími - (s) Mynd 9 - Samanburður á knöpum A og B á Gná. Gangtegundin er tölt. 46

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.