Upp í vindinn - 01.05.2005, Page 52

Upp í vindinn - 01.05.2005, Page 52
...upp í vindinn Kínasaga Inngangur Það var spenntur hópur verkfræðinema sem mætti í Leifsstöð snemma morguns hinn 19. maí 2004. Eftir ómældan tíma í lestri, prófum, verkefnavinnu og fjáröflun var loksins komið að útskriftarferðinni. Flugið sem við biðum eftir var til Amsterdam en þaðan var ferðinni svo heitið áfram til Kína. Peking Eftir um 20 tíma ferðalag var tekið á móti okkur á flugvellinum í Peking af manni með skilti sem á stóð HI-DAM og rauðan fána. Hann hélt svo af stað í áttfna að rútunni með fánann á lofti og við eltum í einni halarófu. Þá grunaði engan að þessi rauði fáni myndi fylgja okkur alla ferðina og að við myndum elta hann langar leiðir. Hótelið var ekki tilbú- ið að taka á móti okkur svona snemma morg- uns þannig að við keyrðum beint af flugvell- inum í okkar fyrstu kynnisferð sem var á Torg hins himneska friðar. Eins og gefur að skilja voru margir þreyttir og svangir og við vorum öll kappklædd fyrir þetta veðurfar enda hafði seinasta tækifæri til að skipta um föt verið á íslandi. En þau óþægindi gleymdust um leið og komið var inn á þetta risastóra torg þar sem mynd af Mao gnæfir yfir allt og Kín- verjarnir flykktust að okkur í stórum hópum, sumir til að reyna að selja okkur hinn ýmsasta varning á einn dollara, aðrir til að taka mynd- ir af okkur og enn aðrir bara til að stara á okk- aSunna Vibars- dóttir er nemi við Háskóla íslands og vinnur hjá Hönnun hf. ur eins og þeir hefðu aldrei séð hvítt fólk áður. Jack, leiðsögumaðurinn okkar, upplýsti okkur um að það væri tilfellið hjá mörgum þeirra þar sem fólk úr sveitahéruðunum kem- ur eins konar pílagrímsferð á Torg hins himneska friðar og það væri ekki mikið um hvíta ferðamenn í afskekktum sveitahéruð- um. Við eyddum þremur dögum í Peking og vorum í skoðunarferðum frá morgni til kvölds því þar er af nógu að taka. Við skoðuðum For- boðnu borgina í hjarta Peking þar sem keis- arinn bjó áður ásamt konum sínum og þjón- um. Þjónustulið hans var samansett úr hund- ruðum geldinga því keisarinn átti of margar konur til að geta sinnt þeim öllum sem skyldi og því þótti áhættuminna að hinir mennirnir sem lifðu í nálægð við þær væru ófærir um það. Himnahofið var einn af fjölmörgum áhugaverðum stöðum í Peking en það er eins konar stór garður með ótal byggingum, rétt- hyrndum og hringlaga á víxl, sem tákna him- in og jörð. Á einum steini átti að vera hægt að tala við guðina og það prófuðum við flest en ekki fer sögum af því hvort við vorum frekar bænheyrð þar en annars staðar. Sumarhöllin var ennþá stærri garður með fallegum bygg- ingum og manngerðu stöðuvatni og hæðum sem áttu að skapa betra Feng Shui. Garðurinn á sér yfir 800 ára sögu en hann var seinast endurbyggður árið 1903 eftir að hafa verið lagður í rúst árið 1900. Hof hins sofandi Buddha, heilagi vegurinn og Dingling grafhýs- in voru sömuleiðis mikilfenglegir staðir og all- ir áttu þeir sameiginlegt að á bak við hvern áfangastað voru óteljandi margar sögur, bæði þjóðsögur og þær sem byggðu á sögulegum staðreyndum. Fararstjórinn okkar, Jack, fræddi okkur um sögu og hefðir Kínverja eins og við átti á hverjum stað. Hápunktur þessa fyrsta hluta ferðarinnar var dagsferð á Kínam- úrinn. Maður fær örlítið í magann við að klifra upp þennan 5660 kílómetra langa múr og maður fyllist lotningu við að hugsa til þess að fyrir meira en 2000 árum síðan klöngruðust menn með þessa steinhnullunga upp á hvern fjallstoppinn á fætur öðrum og byggðu þetta rosalega mannvirki. Sömuleiðis vekur það mann til umhugsunar að vera að klifra upp þessar tröppur, móður og að niðurlotum kominn, þegar kínversk kona á sjötugsaldri hleypur fram hjá manni eins og ekkert sé. í hverri dagsferð var stoppað í að minnsta kosti einni búð með nafninu „Governmentfri- endly store" en það eru ríkisreknar verslanir sem selja „túristavæna hluti" á uppsprengdu verði. Þessar verslanir voru sérstök lífsreynsla út af fyrir sig því söluaðferðirnar voru mjög ólíkar því sem maður á að venjast. Það er um það bil einn afgreiðslumaður fyrir hvern við- skiptavin og ef ákveðinn sölumaður nær tali af manni, verður maður að teljast heppinn ef maður kemst út úr búðinni án þess að eyða aleigunni. Þannig tókst að selja einstaklingum úr hópnum líflengjandi armbönd úr jaða- steini, ógrynni af perlum sem sumar hverjar áttu að veita eigendum sínum ómælda ham- ingju og í silkiverksmiðjunni tókst að selja ólofaðri stúlku í hópnum efni I brúðarkjól. Siglingin Næsti áfangi ferðarinnar hófst á flugi til borg- arinnar Chongqing og svo rútuferð niður að bökkum Yangtze þar sem við fórum um borð í the Sunshine China Cruise. Næstu þrjá sól- arhringa sigldum við niður ána í átt að Þriggja Gljúfra stíflunni. í bland við góða afslöppun á skipinu þar sem margir fóru í nudd og aðrir 52

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.