Upp í vindinn - 01.05.2017, Síða 21
Háskóli íslands
Relay computer
Þegar ég segi að ferlið hafl verið tvískipt þá meina ég að á meðan þvottaferli-
nu stóð, þá var engin metanframleiðsla í gangi, enda var engum metanmyndan-
di bakteríum bætt í ferflð. Lífrænt niðurbrot hófst engu að síður en bara íyrsta
og annað stigið af íjórum í loftfirrtu niðurbroti (1. Hydrolysis, 2. Acidogenesis,
3. Acetogenesis og 4. Methanogenesis). Framkvæmdar voru flmm tilraunir við
mismunandi hitastig og mislengi (frá 4 upp í 10 daga). Óflokkaður og ferskur
heimilisúrgangur var sóttur í móttökustöð SORPU í Gufunesi (tvö smekkfull
flskikör), hann keyrður upp á Álfsnes og þar mokað ofan í þvottavélina. Tækin
voru síðan undirbúin og ferlið keyrt sjálfvirkt í ákveðinn tíma. Sýni voru tekin
reglulega og þau greind með tilliti til efnafræðilegrar súrefnisþarfar (e. chemical
oxygen demand) og ammoníaks-köfnunarefns (e. ammonical nitrogen, NH3-N)
en þessi tvö efni gáfu vísbendingar um hvemig niðurbrot lífræns efnis gekk og
hversu langt það var komið á mismrmandi tímum.
í öllum tilraununum vora svo tekin sýni sem voru sett í metangerðarpróf
þar sem þvottalegur var settur í litlar, lofttæmdar 500 ml flöskur með kúamykju
og inní 37”C heitan hitaskáp. Við þær aðstæður myndast metangas sem var mælt
og séð hvemig mismunandi þvottaferli höfðu áhrif á magn metans sem hægt
var að búa til úr þvottaleginum (sem aftur var bara uppleyst h'fræn efni úr hei-
milisúrganginum). Þama kom í ljós að ég hafði ekki sinnt hreinlæti nægilega vel,
mokandi msli og kúamykju daginn út og daginn inn, enda var ég rúmliggjandi í
2 vikur í lok verkefnisins, eftir líklegt smit á rannsóknastofunni. Mæli ekki með
því.
Niðurstöðumar vora svo kynntar leiðbeinendum í Sviss og SORPU og er líklegt
að áframhald verði á þessum tilraunum þegar bygging gas- og jarðgerðarstöð-
var fer í gang og undirbúningur fýrir rekstur hennar kemst á skrið. Áætlað er
að stöðin verði komin í gagnið árið 2018 og mun hún þá að öllum flkindum
framleiða tvöfalt það magn af metani sem hægt er að safna úr urðunarstaðnum
í dag, sem mun duga til að reka 8000 bifreiðar á ári. Aldrei hefur msl verið jafn
áhugavert og núna og er ljóst að þekkingar í úrgangsmálum sem og fleiri grein-
um umhverfisverkfræðinnar er sífeflt meira óskað.
21