Upp í vindinn - 01.05.2017, Blaðsíða 63
Háskóli íslands
Þann 11. maí hittust 17 spenntir nemendur á Keflavíkurflugvelli á leið í þriggja
vikna ferðalag. Förinni var heitið til Suður-Kóreu í námsferð og síðan til Víetnam
og Tælands í útskriftarferð.
Ferðin hófst á flugvellinum í Seoui þar senr Guðmundur Freyr Úlfarsson
tók á móti hópnum og fór með okkur á morgunverðarstað sem kom nokkrum á
óvart. Til að mynda töldu greinarhöfundar sig panta nautakjöt en fengu tofusúpu
og heilan grillaðan fisk.
í Suður-Kóreu var þéttskipuð dagskrá en á þeirri viku sem dvalið var þar fórum
við í sex vísindaferðir auk nokkurra hefðbundinna túristaferða sem Guðmundur
Freyr skipulagði. Ferðast var milli staða í lestum og í pínulítilli rútu með innbyg-
gðu karókí.
Fyrsta daginn var farið í Expressway Transportation Center, Umferðarmiðstöð
Suður-Kóreu sem hefur yfirumsjón með allri umferð landsins. Vegakerfið í
Suður-Kóreu er engan veginn sambærilegt við vegakerfið heima á íslandi, en þar
er m.a. unnið að því að byggja upp net hraðbrauta sem á að tengja alla ibúa land-
sins við hraðbraut. Einnig eru fluttar umferðarfréttir nokkur hundruð sinnum á
dag, bæði í útvarpi og sjónvarpi til að koma í veg fyrir umferðarteppur.
Einnig heimsóttum við stærstu sjávarfallavirkjun heims, Ansan Sihwaho
Tidal Power Plant. Kynningin þar var líklega hugsuð fyrir börn en var engu að
síður afar fræðandi og skemmtileg.
Næstu heimsóknir voru í Korean Research Institute for Human Settlements
og ITS Center for Anyang City. í KRIHS fræddumst við um uppbyggingu vegak-
erfisins í Suður-Kóreu allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar til dagsins í dag. Þá
hélt Guðmundur Freyr fyrirlestur um vegakerfið á íslandi þar sem hann upplýs-
ti meðal annars um að á íslandi er enginn vegur sem flokkast sem „freeway“,
Kóreumönnum til mikillar undrunar. í ITS Center í Anyang er verið að þróa
neyðarapp sem á að auka öryggi íbúa borgarinnar, koma í veg fyrir glæpi og auka
líkurnar á að gerandinn náist.
63