Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 13

Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 13
Síðustu áratugi hefur hinn hefðbundni steypti útveggur verið einangraður að innan og múraður.Tæknilega er aðferðin röng því veggurinn er alsettur kuldabrúm þar sem engin einangrun hylur plötu- og veggjaskil. Sé einangrun staðsett innan á útvegg streymir orkan út um kuldabrýrnar og nemur orkutap vegna kuldabrúa við samskeyti í burðarvirki tugum prósenta af heildarorkutapi húss. Einfaldasta og fljótvirkasta aðferðin til að losna við þessar kuldabrýr er að einangra húsið að utanverðu. Ókostir kuldabrúa felast ekki eingöngu í orkutapi því einnig fylgir mikil hætta á steypuskemmdum og tæringu járnbendingar auk þess sem hætta er á myndun myglusvepps þar sem yfirborðshiti veggja og lofta getur farið niður fyrir viðunandi mörk. Sé útveggur einangraður að utanverðu er veggurinn jafnheitur allt árið og nær ekkert álag verður á burðarvirki vegna veðurfarslegrar áraunar í formi síendurtekinna hitabreytinga og slagregns. Rétt staðsett og rétt valin einangrun sparar orku og rekstrarkostnað til lengri tíma litið auk þess sem hægt er að uppfylla kröfur um orkunýtingu með mun þynnri einangrun. KULDABRÚ GETUR VERIÐ GREINILEG VIÐ VISSAR AÐSTÆÐUR Samkvæmt byggingarreglugerð skulu fylgja hönnunargögnum útreikningar sem sýna að heildarleiðnitap byggingar að teknu tilliti til kuldabrúa og allra U-gilda uppfylli kröfur reglugerðarinnar DÆMI UM MYGLUSVEPP VEGNA RAKAMYNDUNAR DÆMIGERÐ SKIPTING LEIÐNITAPS EF EINANGRAÐ ER AÐ INNAN | KULDABRÚ ÞAK BgÓLF 0GUHURÐIR VEGGIR EINANGRAÐ _> TVÖFALT ÞYKKARI AÐINNAN ~ EINANGRUN STEINULL HF \2015 ó UMHVERFISVERÐLAUN ATVINNUÚFSINS UMHVERFISFYRIRTÆKI ÁRSINS Sauðárkróki • Sími 455 3000 • steinull@steinull.is • www.steinull.is

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.