Upp í vindinn - 01.05.2018, Blaðsíða 58

Upp í vindinn - 01.05.2018, Blaðsíða 58
Brennanleiki ystu klæðninga er ekki það eina sem hefur áhrif á brunaöryggi, heldur þarf að huga að heildaruppbyggingu útveggja og efnisvali. Til að mynda ef um er að ræða útveggi með loftræstar klæðningar, þá er ekki nægilegt að veðurhlífin sjálf sé úr óbrennanlegu efni, t.d. málmklæðning. Einnig þarf að taka tillit til efnanna í loftbilinu, einangrunar, lista, plötuklæðningar og vindvarnarlags ef við á. Almennt er notast við óbrennanlega einangrun og grind undir loftræstar klæðningar, enda eru kröfur reglugerðar mjög skýrar gagnvart einangruninni eins og nánar verður fjallað um. Vindvarnardúkar eru oftast úr brennanlegum efnum en hægt að fá dúka sem stuðla takmarkað að eldútbreiðslu, þrátt fyrir að vera brennanlegir. Þá er hægt að gera mismunandi kröfur til dúkanna eftir aðstæðum, t.d. með tilliti til hæðar byggingar eða frágangs á hæðarskilum. Samkvæmt íslenskri byggingarreglugerð má eingöngu nota hefðbundna frauðplasteinangrun (polystyrene) á steypta veggi og ofan á steinsteypt þök. Á veggi þarf að klæða yfir einangrunina með klæðningu í yfirborðsflokki B-s1,d0 skv. ÍST EN13501-1 [2] (flokkur 1), og ekki má vera holrúm að einangruninni. Almennt hefur verið miðað við múrkerfi á frauðplast, en ekki léttari plötur eins og gifs, sem ekki veita eins mikið öryggi. Á þök með plasteinangun þarf að setja þakpappa í flokki B oof(t2) skv. ÍST EN 13501-5 [9] (flokkur T), en gera þarf auknar kröfur þar sem hætta er á eldsútbreiðslu í þaki milli brunahólfa. Brennanleg plasteinangrun er oft notuð í svokallaðar samloku- einingar sem sjá má á mynd 4, sem leyfilegt er að nota í ákveðnar gerðir húsa. Algengastar á íslandi eru stálklæddar einingar með einangrunarkjarna úr steinull eða PIR/PUR plasteinangrun. Ekki er leyfilegt að nota samlokueiningar með hefðbundinni frauðplast- einangrun á íslandi þar sem að einangrunin getur lekið niður við bruna og valdið þannig aukinni hættu. Samlokueiningar með plasteinangrun er hægt að fá með mismunandi brunaflokkun, bæði gagnvart yfirborðs- eiginleikum (eldsútbreiðsla á yfirborði) og brunahólfun (í gegnum eininguna). samiokueiningar. Yfirborðsflokkun er allt frá því að vera óflokkaðar einingar, upp í yfirborðsflokk B-s1,d0 skv. ÍST EN 13501-1 [2] (flokkur 1) og brunahólfun getur verið allt að EI90 skv. ÍST EN13501-2 [10]. Margar Mynd 4 Dæmi um uppbyggingu ...upp iyvindlnn 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.