Upp í vindinn - 01.05.2018, Blaðsíða 28

Upp í vindinn - 01.05.2018, Blaðsíða 28
Hrund Ólöf Andradóttir og Bergljót Hjartardóttir Prófessor, og MS nemandi, Umhverfis- og byggingarverkfræðideild, Háskóla íslands Inngangur Nýlegar greiningar á loftgæðamælingum í Reykjavík gefa til kynna tíð hágildi af svifryki. Það vekur athygli að umferðarmælistöðin við gatnamót Grensás og Miklubrautar uppfyllir ekki bandarískar reglugerðir m.t.t. fíns svifryks (minna in 2.5 mm, PM2 5), meðan borgir með milljón(ir) íbúa standast reglugerðirnar (Anderson, 2017). Til þess að leysa svifryksvandann í Reykjavík, þarf að skilja betur uppsprettur ryksins. Sá hluti svifryks sem veldur mestum áhyggjum heilsu manna er sót (enska: black carbon, skammstafað BC), sem getur bæði ferðast djúpt í lungun og er jafnframt eitur sem veldur krabbameini ogfleiri neikvæðum heilsueinkennum (Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin [WHO], 2012). Sót myndast við bruna á eldsneyti og magn þess í umhverfinu er háð umferðarmagni og samsetningu bílaflotans. Rannsóknir á efnasamsetningu svifryks gefa til kynna að sót sé vaxandi í Reykjavík síðastliðin ár, samfara aukinni umferð. Hlutdeild sóts jókst úr 7% (Skúladóttir o.fl. 2003) yfir í 30% (Páll Höskuldsson 2013; Páll Höskuldsson og Arngrímur Thorlacius 2017). Sót er ekki tiltekið í heilsuverndarreglugerðum og er því ekki mælt í reglubundnu loftgæðaeftirliti. Markmið þessarar forrannsóknar var að meta stærðargráðu sóts í Reykjavík. Rannsóknin var framkvæmd af þverfræðilegum hópi nemenda sem hluti af námskeiðinu Umhverfisverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla íslands. Þessi grein tekur stuttlega saman niðurstöður rannsóknarinnar, en heildartexta má nálgast á vefsíðunni https://uni.hi.is/hrund/air- quality/ (sjá Hrund Andradóttur og Bergljót Hjartardóttur, 2018). Aðfsrðir Níu fjögurra manna nemendahópar mældu sót (og svifryk) í 0,5-1 klst. á mismunandi gönguleiðum utandyra miðsvæðis í Reykjavík dagana 16.-18. október 2017, undir leiðsögn Bergljótar Hjartardóttur, MS nema í umhverfisverkfræði. Lofthiti og vindur fór vaxandi frá 6°C og <1,5 m/s yfir í 10°C og >6 m/s. Mælt var í bílakjöllurum í roki og rigningu. Sót og GPS staðsetning var mælt á 10 sekúnda millibili með Microaeth MA350 mæli frá Aethlabs. Mæli var komið fyrir í ...upp í'víndinn 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.