Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 28

Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 28
Hrund Ólöf Andradóttir og Bergljót Hjartardóttir Prófessor, og MS nemandi, Umhverfis- og byggingarverkfræðideild, Háskóla íslands Inngangur Nýlegar greiningar á loftgæðamælingum í Reykjavík gefa til kynna tíð hágildi af svifryki. Það vekur athygli að umferðarmælistöðin við gatnamót Grensás og Miklubrautar uppfyllir ekki bandarískar reglugerðir m.t.t. fíns svifryks (minna in 2.5 mm, PM2 5), meðan borgir með milljón(ir) íbúa standast reglugerðirnar (Anderson, 2017). Til þess að leysa svifryksvandann í Reykjavík, þarf að skilja betur uppsprettur ryksins. Sá hluti svifryks sem veldur mestum áhyggjum heilsu manna er sót (enska: black carbon, skammstafað BC), sem getur bæði ferðast djúpt í lungun og er jafnframt eitur sem veldur krabbameini ogfleiri neikvæðum heilsueinkennum (Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin [WHO], 2012). Sót myndast við bruna á eldsneyti og magn þess í umhverfinu er háð umferðarmagni og samsetningu bílaflotans. Rannsóknir á efnasamsetningu svifryks gefa til kynna að sót sé vaxandi í Reykjavík síðastliðin ár, samfara aukinni umferð. Hlutdeild sóts jókst úr 7% (Skúladóttir o.fl. 2003) yfir í 30% (Páll Höskuldsson 2013; Páll Höskuldsson og Arngrímur Thorlacius 2017). Sót er ekki tiltekið í heilsuverndarreglugerðum og er því ekki mælt í reglubundnu loftgæðaeftirliti. Markmið þessarar forrannsóknar var að meta stærðargráðu sóts í Reykjavík. Rannsóknin var framkvæmd af þverfræðilegum hópi nemenda sem hluti af námskeiðinu Umhverfisverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla íslands. Þessi grein tekur stuttlega saman niðurstöður rannsóknarinnar, en heildartexta má nálgast á vefsíðunni https://uni.hi.is/hrund/air- quality/ (sjá Hrund Andradóttur og Bergljót Hjartardóttur, 2018). Aðfsrðir Níu fjögurra manna nemendahópar mældu sót (og svifryk) í 0,5-1 klst. á mismunandi gönguleiðum utandyra miðsvæðis í Reykjavík dagana 16.-18. október 2017, undir leiðsögn Bergljótar Hjartardóttur, MS nema í umhverfisverkfræði. Lofthiti og vindur fór vaxandi frá 6°C og <1,5 m/s yfir í 10°C og >6 m/s. Mælt var í bílakjöllurum í roki og rigningu. Sót og GPS staðsetning var mælt á 10 sekúnda millibili með Microaeth MA350 mæli frá Aethlabs. Mæli var komið fyrir í ...upp í'víndinn 28

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.