Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 29

Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 29
barnavagn og loftinntakið fest á utanáliggjandi stöng í innöndunarhæð (ca. 160 cm frá jörðu) m.v. meðalhæð íslendinga. Umhverfisaðstæður á gönguleið voru skráðar niður, s.s. magn og samsetning umferðar, lyktarmengun, nálægð göngustígs við umferð, undirgöng, þröngar götur (götugljúfur). Vindhraði og stefna voru mæld nokkrum sinnum yfir hvert mælitímabil með Testo 440 handmæli. Mynd I Mæliuppsetning og þverfræðilegur hópur nema íumhverfis- og byggingarverkfræði, efnaverkfræði, véla- og iðnaðarverkfræði. Niðurstöður Meðalgildi sóts á pari við stórborgir Sót mældist að meðaltali um 1 mg/m3 í mildu haustveðri með breytilegum vindi. Þetta gildi er tvöfalt hærra en hermt vegið meðaltal í 120 þúsund manna borginni Umeá í norður Svíþjóð, sem hefur helmingi færri bíla en Reykjavík (Segersson ofl. 2017). Hæsta meðaltal sóts (4,2 mg/m3) mælt meðfram göngubraut umferðar- megin við Miklubraut frá brúnni við Skeiðarvog að Framvellinum í morgunumferð í logni. Þetta gildi er um þriðjungi hærra en mældist meðal gangandi vegfarenda í London borg með 8,8 millj. íbúa (3,1 mg/m3; Rivas o.fl. 2017). Borgaraðstæður Sót hækkaði að jafnaði í nálægð við gatnamót þar sem umferð hægir á sér (6,3 mg/m3, Mynd 2). Mest sótmengun mældist á 130 m Sot í'Reykjaví'k 29

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.