Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 40

Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 40
Utskriftarferð \/or 201 / Bergrós Arna Sævarsdóttir Við deiidina starfarprófessorinn Rajesh Rupakhety og erum við svo lánsöm að hafa fengið hann með okkur til heimalands síns Nepal. Við viljum þakka fyrir mikla gestrisni, það varómetanleg upplifun að fá að kynnastþessu frábæra landi. Þa var halclið af Nepal varð fyrir valinu sem áfangastaður námsferðarinnar okkar Stað... sem er partur af hinni árlegu útskrifaferð Nagla, og vorum við 11 talsins í hópnum sem fór saman. Nepal er staðsett í suðurhluta Asíu við hin frægu Himalajafpll, mittámilli IndlandsogTíbet. Við lentum í höfuðborginni Katmandú 13. Maí 2017 og dvöldum þar fyrstu 3 daga ferðarinnar. Daginn eftir að við lentum upplifðum við sögulegan dag í lífi Nepala, en þá voru þingkosningar og göturnar fullar af fólki í sínu fínasta pússi á leiðinni á kosningastað. Kosningar hafa ekki verið haldnar í mörg ár í Nepal vegna þeirrar ringulreiðar sem myndaðist eftir að konungsfjölskyldan var myrt árið 2002. Stór jarðskálfti skók einnig Nepal árið 2015 sem kostaði mörg þúsund manns lífið og hafa því áföllin verið mikil á þessari öld í landinu. Visindaferð að haatti NepaLs Síðasta daginn okkar í Katmandú vöknuðum við eldsnemma þar sem ferðinni var haldið í námsferð í Orkuveitu Nepals. Þar tóku á móti okkur nokkrir verkfræðingar sem vinna að því að sjá Katmandú fyrir rafmagni og héldu áhugaverðan fyrirlestur um þeirra starf. Þeir búa við heldur ólíkar aðstæður en við hór á íslandi en hafa unnið mikið þrekvirki. í dag er Nepal einungis að nýta um 10% af mögulegum orkuvalkostum sínum og eru stöðugt að reyna að bæta orkumálin. Það er ekki langt síðan íbúar Nepals þurftu að fylgjast nákvæmlega með rafmagnsáætlun orkuveitunnar til þess að vita hvaða hluti sólarhringsins var rafmagnslaus, sem gat verið allt að 16 klukkustundir á dag á veturna. En aðeins 8 mánuðum áður en við komum til landsins hafði verkfræðingur að nafni Kulman Ghising verið ráðinn til starfa til þess að fara yfir allt orkukerfið þeirra og finna hvar vandamálin lágu. Eftir þessa vinnu náði hann að sjá stærstu borgum og bæjum Nepals fyrir stöðugu rafmagni yfir sólarhringinn án þess að bæta við virkjun eða öðru slíku. Þegar ferðinni í orkuveituna var lokið fór Rajesh með ...upp Ívindínn '40

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.