Upp í vindinn - 01.05.2018, Síða 59

Upp í vindinn - 01.05.2018, Síða 59
PIR einingar uppfylla strangar kröfur um yfirborðsflokk, sumar uppfylla flokk 1 (B-s1,d0, skv. ÍST EN 13501-1 [2]) en aðrar eru með meiri reykmyndun (B-s2,d0). Prófanir til að kanna slíkan yfirborðsflokk eru þó gerðar í smáum skala eins og hefur verið fjallað um hér, og gefa því ekki fullkomna mynd af því hvernig efnin hegða sér í raunverulegum bruna, á stærri skala. Brunatæknilega má skipta áhrifum samlokueininga með brennan- legri einangrun á brunaöryggi upp í tvö mismunandi tímaskeið. Annars vegar tendrun bruna og brunaþróun í upphafi þegar rýming þarf að eiga sér stað, og hins vegar síðari stig bruna þegar þættir eins og slökkvistörf, eignavernd og sambrunahætta milli brunahólfa og bygginga skipta mestu máli. Við prófanir og raunbruna í byggingum með brennanlegum samlokueiningum hefur komið í Ijós að á upphafsstigum bruna hefur einangrunin ekki mikil áhrif vegna stályfirborðsins sem ver hana fyrir beinni snertingu við utanaðkomandi hita/loga. En á síðari stigum bruna losnar límingin milli stálplötunnar og einangrunar og eldur kemst að einangruninni, sem fer þá að brenna, valda aukinni reykmyndun og stytta tímann þar til yfirtendrun á sér stað. [5] Áhrifin eru mismunandi eftir tegundum einangrunar. Ef um er að ræða PIR einangrunarkjarna þá kolast einangrunin og takmarkar þannig að einhverju leyti eldútbreiðslu, samanborið við aðrar tegundir plasteinangrunar. Samlokueiningar með steinullareinangrun hafa langbestu bruna- eiginleikana, en hafa ekki eins gott einangrunargildi og eru þyngri. Því er oft fýsilegt að nota einingar með plasteinangrun, en þá þarf að taka sérstakt tillit til brunavarna. Ef einingar eru brennanlegar eykst óvissan varðandi hegðun þeirra við bruna og afleiðingar geta orðið aðrar en smáskala prófanir hafa gefið til kynna. Hægt er að beita brunavörnum sem takmarka hitastig og takmarka þá um leið áhrif brennanlegra eininga á brunaþróun í byggingu, s.s. reykræsingu eða vatnsúðakerfi. Taka þarf tillit til starfsemi og brunaálags í hönnuninni, með brunaálagi er átt við það magn af brennanlegum efnum sem er til staðar. Mikilvægt er að frágangur á samskeytum og úrtökum fyrir lagnir o.þ.h. sé með fullnægjandi hætti þannig að einangrun sé ekki sýnileg eða óvarin fyrir eldi. Einnig eru til þynnri einingar sem byggðar eru upp með sama hætti nema með álkápu og þynnri einangrunarkjarna. Þær eru ætlaðar sem regnhlíf eða veðurkápa utan á byggingar. Slíkar klæðningar má 50 Brennanlegar utanhussklæðningar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.