Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 86

Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 86
Síerkari saman Verkfræðifélag Islands, stofnað 1912 Verkfræðingafélag íslands - félag verkfræðinga og tæknifræðinga er stærsta og öflugasta félag tæknimenntaðra á íslandi. í félaginu eru yfir 70% þeirra sem lokið hafa námi í þessum greinum. Félagsmenn VFÍ eru á fimmta þúsund talsins. Verkfræðingafélag íslands er sérstakt að því leyti að innan félagsins er öflugt faglegt starf samhliða kjaratengdum verkefnum. Félagið er því mikilvægur samstarfsvettvangur til þess að efla verkfræðilega og vísindalegu þekkingu. Kröfugt faglegt starf er aðalsmerki VFÍ. Félagið er sveigjanlegt og leitast við að verða við þörfum og óskum félagsmanna sinna og vera sífellt opið fyrir gagnlegum ábendingum. Ráðstefnur, fræðslufundir, Dagur verkfræðinnar, Fjölskyldudagur verkfræðinnar, Samloku- fundir, morgunfundir, málþing, vettvangsferðir og golfmót eru dæmi um viðburði á vegum félagsins. Lögvernduð starfsheiti VFÍ stendur vörð um lögvernduð starfsheiti tæknifræðinga og verkfræðinga og vinnur að hagsmunum félagsmanna sinna á breiðum grundvelli til framtíðar. Nám í verkfræði og tæknifræði er krefjandi undirbúningur fyrir ævistarf. VFÍ samþykkir menntun og réttindi verkfræðinga og tæknifræðinga og stendur vörð um þau. Samkvæmt lögum hafa þeir einir rétt til að kalla sig verkfræðing eða tæknifræðing sem fengið hafa til þess leyfi ráðherra, enda hafi þeir lokið námi frá fullgildum háskóla. Menntamálanefnd VFÍ er umsagnaraðili um starfsheitisumsóknir. í samvinnu við ráðuneytið hefur VFÍ sett fram þær menntunarkröfur sem þarf til að öðlast starfsheitið verkfræðingur eða tæknifræðingur. Flægt er að sækja umstarfsheitiðum leiðogsótteruminngöngu íVerkfræðingafélagið. Verkræðingahus— Engjateigur 9 Verkfræðingafélag íslands á húseignina að Engjateigi 9. Þar er miðstöð félagsstarfs og þjónustu og félagsmenn ávallt velkomnir. Félagsmönnum stendur til boða að leigja sali í Verkfræðingahúsi. Um er að ræða minni sal á efstu hæð og fullbúinn veislusal á neðstu hæð. Felagsskírteini VFÍ Félagsskírteini VFÍ — íslandskortið veitir afslátt af margvíslegum vörum og þjónustu.

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.