Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 90

Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 90
Maglar 2017—2018 Brynja Benediktsdóttir Meðlimir Naglanna, nemendafélags umhverfis- og byggingarverkfræðinema við Háskóla íslands, voru einungis 45 þetta skólaárið. Þrátt fyrirþessa lægð hélt nemendafélagið sínu striki og skemmti sér konungiega íallan vetur. Skólaárið byrjaði á nýnemadeginum, þar sem stjórnin tók á móti nýnemum. Þeir voru látnir leysa ýmsar þrautir, fóru í nokkra leiki og gerðu sér glaðan dag saman. Síðan var einnig farið í nýnemaferð með vinum okkar í VIR, nemendafélagi rafmagns- ogtölvuverkfræði. Þetta árið var farið í skíðaskála upp í Bláfjöll. Þar kepptu nýnemar Naglanna við nýnema VIR, í ýmsum leikjum og auðvitað báru Naglarnir sigur úr býtum. Hefðbundnar vísindaferðir voru að sjálfsögðu á sínum stað hvern föstudag þar sem alls kyns fyrirtæki voru heimsótt. Vísindaferðir eru helsta lífæð nemendafélagsins, þar fá Naglarnir að kynnast hinum ýmsum atvinnumöguleikum að námi loknu, sjá fjölbreytileg verkefni sem verið er að vinna í og kynnast fólki innan verkfræði- geirans ásamt því að kynnast betur innbyrðis. En eftir stranga og langa viku, þegar erfitt er að sjá endamarkið, er ekkert betra en að hitta fólk sem hefur verið í sömu stöðu, þiggja léttar veigar og njóta lífsins í augnablik. Aðrir atburðir voru haustferð, skíðaferð og árshátíð. í haustferðinni þetta árið var byrjað á því að finna sitt innra barn og hoppað í trampólíngarðinum. Þaðan var haldið í sund að skola af sér svitann, vísindaferð í Mannvit og að lokum var bjórsmökkun á Microbar. Skíðaferðin til Akureyrar stóð fyrir sínu að vanda. Veðrið lék við mannskapinn alla helgina og færðin í fjallinu hefði ekki getað verið betri. Árshátíðin var haldin með pomp og prakt á Hótel Örk, í nafla alheimsins (Hveragerði). Þar komu saman grískir guðir og gyðjur og áttu góða kvöldstund með vinum okkar í Félagi Verkfræðinema. í lok annarinnar verður haldinn aðalfundur. Þar verður ný stjórn kosin fyrir komandi skólaár. Þá verður einnig hinn árlegi kennarafögnuður, þar sem kennarar og nemendur koma saman, borða góðan mat og eiga gleðilegt kvöld saman eftir starf ársins. Árið gekk vonum framar og ég hefði ekki getað gert þetta án dásamlegu (kvenna) stjórnarinnar minnar. Við göngum sáttar úr stjórn og óskum nýrri stjórn alls hins besta í sínu starfi. Stjórnin vill þakka þeim fyrirtækjum sem buðu okkur í heimsókn og styrktu okkur á ýmsan hátt síðastliðið ár, án ykkar stuðnings hefði skólaárið ...upp 'vindinn 90

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.