Þroskaþjálfinn - 2024, Side 3
4 5
Þroskaþjálfafélag Íslands á aðild að Nordisk
Forum for socialpedagoger (NFFS), samtökum
norrænna þroskaþjálfa. Í þessu samstarfi eru,
auk okkar, félög frá Noregi, Danmörku, Færeyj-
um og Grænlandi. Ísland ásamt Færeyjum hefur
haft formennsku síðustu tvö árin og á síðasta ári
voru tveir funda NFFS haldnir á Íslandi.
Félagið er einnig með aðild að AIEJI (Inter-
national Association of Social Educators). Stjórn
samtakanna hittist að jafnaði tvisvar á ári og
eru fundir haldnir á mismunandi stöð um til að
„Börn hafa svo gaman af þessu“
Rifjuð upp árin í Þroskaþjálfaskólanum
Friðrik Sigurðsson
styðja við starfsemi aðildarfélags í við kom andi
landi.
AIEJI heldur heimsráðstefnu 19.-22. maí 2025
í Kaupmannahöfn og hvet ég alla þroskaþjálfa
og annað fagfólk til að mæta á ráðstefnuna.
Mínar bestu sumarkveðjur sendi ég öllum les-
endum blaðsins.
Laufey Elísabet Gissurardóttir,
formaður ÞÍ.
hafði lítið batnað, en nú var talið að
það kæmi ekki svo að sök.
Okkar maður reynir að vera boru-
brattur, hrist ir hárlokkana, blæs í
skeggið og rennir upp Heklu úlp-
unni sem bæði er hlý og þótti
kúl á þessum tíma. Hann telur
sig nokkuð for fram aðan, með
tveggja ára starfsreynslu, en samt
býr innra með honum efi og kvíði.
Skóla systkini hans eru 16, þar af
einn annar karlkyns. Sá hættir eft-
ir fyrsta mánuðinn svo það verður
hans hlutskipti að fara í gegnum
nám ið sem eini karlmaðurinn í
15 kvenna hópi og verða þriðji
karlmaðurinn sem útskrifast sem
þroskaþjálfi.
Tvær þessara kvenna þekkir hann, annars
veg ar frá Sólborg á Akureyri og hins vegar frá
Skála túni, en sú síðarnefnda varð síðar meir lífs-
förunautur þótt ekkert slíkt hafi verið í undir-
búningi á þessum tíma.
Viðhorf, skoðanir og tilfinningar ungs fólks
mót ast mikið af félagsskap og umhverfi. Okkar
maður er þakklátur skólasystrum sínum fyrir
þeirra þátt í uppeldinu.
Skólinn
Það má segja að námstíminn hafi verið tví skipt ur.
Annars vegar var fyrsta árið þar sem Kópa vogs-
hæli rak skólann skv. lögum um fávitastofnanir
og hann var mjög nátengdur þeirri starfsemi,
m.a. var forstöðumaður hælisins jafnframt
skóla stjóri og kennarar komu sumir hverjir úr
hópi starfsmanna hælisins. Í raun og veru var
námið að mestu leyti miðað við að mennta fólk
til starfa á Kópavogshælinu. Seinni tvö námsárin
var skólinn sjálfstæð stofnun samkvæmt sérlög-
um, með sérráðnum skólastjóra og kennurum.
Í síðasta Þroskaþjálfablaði birtust
hugleiðingar mínar um hvað varð
þess valdandi fyrir 50 árum að ég
hóf störf við að aðstoða fatlað fólk.
Þau skrif mín voru ekki hugsuð
til birtingar heldur var tilgangur
þeirra sá að rifja upp og halda til
haga fyrir sjálfan mig, og ef til vill
afkomendur, hvað á daga mína
hafði drifið og tengdist störfum
mínum. Þegar þessi iðja mín
spurðist út varð það til þess að
ritnefnd hafði samband við mig
og falaðist eftir því að ég gæfi
starfssystkinum mínum færi á að
líta yfir öxl mína á þessi skrif.
Við því var orðið, en tekið fram
að í engu yrði text inn lagaður fyrir opinbera
birtingu. Hér væri ekki um fræðilegan texta að
ræða. Þetta væri einfaldlega mín saga eins og ég
myndi best eftir henni.
Nú hefur ritnefnd farið þess á leit að undir-
ritaður haldi áfram að rifja upp starfssögu sína.
Við því er hér með orðið með sömu formerkjum
og áður, þ.e. að sagan er sögð eins og hún er í
minnum höfð án þess að haft sé fyrir því að afla
heimilda eða staðfestingar á einu eða neinu. Ekk-
ert er þó vísvitandi skáldað en sumt er ef til vill
fært í formið til að það það þjóni betur sög unni.
Góða skemmtun.
Mættur til leiks
Árið er 1975. 21 árs gamalt ung mennið, norð-
an úr landi, er mætt í stjórnsýslubyggingu Fá-
vita hælis ríkisins í Kópavogi eins og stofnunin
hét þá. Tilgangurinn er að hefja nám í Þroska-
þjálfaskóla Íslands. Ungmennið að norðan hafði
sótt þar um námsvist árið áður en verið hafn-
að vegna ónógrar dönsku kunnáttu. Sú kunnátta
Friðrik Sigurðsson
Hér er formaðurinn Laufey
Elísabet Gissurardóttir ásamt
þeim Hrefnu Haraldsdóttur
og Helgu Birnu Gunnars
dóttur. Myndin var tekin
á Málþingi ÞÍ í febrúar s.l.
Fjallað er um málþingið á
bls. 52.