Þroskaþjálfinn - 2024, Side 5

Þroskaþjálfinn - 2024, Side 5
8 9 þetta væri alls kostar rétt og hvatti nemendur til að gera á þessu könnun. Nemendur sendu í fram- haldinu foreldrum íbúa á Kópavogshæli spurn- ingalista þar sem spurt var um þekkingu þeirra á réttindum barna sinna og hvernig þau vildu haga samskiptum við börn sín og stofnunina. Kópavogshæli sem hluti af Ríkisspítölum hafði formlega þá reglu á þessum árum að börn skyldu aðeins fá heimsóknir á sunnudögum á milli klukkan 14 og 16 þótt blessunarlega væri ekki farið eftir þeirri reglu. Niðurstaða af könnun okkar, sem gerð var án sérstaks velvilja stjórnenda hælisins, var hins vegar sú að foreldrar vildu mjög gjarnan taka meiri þátt í lífi barna sinna og leiddi þessi könnun til þess að stofnað var Foreldra- og vina- félag Kópavogshælis. Námið – annað og þriðja ár Meðal nýjunga sem innleiddar voru með nýj- um stjórnendum var að útskriftarárgangur færi í kynnisferð erlendis. Nemendur þurftu sjálfir að fjármagna þessa ferð, sem farin var til Stokk- hólms með viðkomu í Kaupmannahöfn. Fjáröflunarleiðirnar voru fjölbreyttar. Ein- hverj um nemanda datt í hug hvort ekki væri snjallt að bjóða innflytjendum svokallaðra þroska leikfanga að sýna leikföng þeirra gegn gjaldi. Á þessum tíma var mikið lagt upp úr gildi leiksins fyrir þroska, m.a. var ákvæði í lög um frá 1979 um að á öllum þjónustusvæð- hefur þetta orðatiltæki þ.e.a.s. börn hafa svo gaman af þessu lifað sem jaðarsett spakmæli allt til þessa dags. Enda tveir þroskaþjálfar á heim- ilinu. Ekki mátti heldur gleyma að næra gleðina og listina og því var boðið upp á nám í gítarleik sem lauk með prófi. Undirritaðar valdi sér lagið Stína var lítil stúlka í sveit og fékk 7 fyrir túlkun, en aðeins 6 fyrir færni og því aðaleinkunnina 6,5. Seinna lærðum við ýmsa hringdansa þar sem Frímann fór á engið var í miklu uppáhaldi.  Í baksýnisspeglinum er auðvelt að sjá það sem gerðist fyrir utan veggi skólans og augljóst að það sem lögð var áhersla á innan veggja hans var ekki í takt við það heldur um margt súrrealískt. Námið miðaði að því að viðhalda fortíðinni, þar sem fatlað fólk dvaldi á stofnun frá vöggu til grafar, frekar en að búa fólk undir að taka þátt í og jafnvel leiða breytingar sem voru fyrirséðar. Frumkvæði nemenda og sjálfsnám Samt var það svo að þetta tímabil var um margt lærdómsríkt þótt mest af þeim lærdómi hafi kannski ekki verið samkvæmt stundaskrá. Sam- töl við aðra nemendur, kennara og starfsfólk og ekki síst kynni af heimilisfólki og aðstandendum þess víkkaði sjóndeildarhring ungs manns. Á þessum tíma heyrðist gjarnan að foreldrum fatlaðra barna væri hollast að koma börnum sínum fyrir á þar til gerðum stofnunum og reyna síðan að halda lífinu áfram án þeirra. Félagsfræðikennarinn okkar, sem unnið hafði með foreldrum, var ekki þeirrar skoðunar að um skyldu rekin svokölluð legótek. Nemendur fengu húsakynni Lyngáss lánuð eina helgi og kynntu leikföngin og auk þess var selt kaffi og kruðerí. Þetta gaf nokkuð í aðra hönd en var þó ekki nægjanlegt til að fjármagna ferðalagið. Þá var ákveðið að leita til fyrirtækja um beinan styrk í ferðasjóð. Fyrirtækjum var skipt á milli nemenda sem heimsóttu forvígismenn þeirra þar sem þetta var löngu fyrir daga tölvupósts og farsíma. Einhverra hluta vegna kom það í hlut drengsins unga að heimsækja heildverslun eina sem var í eigu og rekin af nafntoguðum stjórn- málamanni sem hafði orð á sér fyrir að vera bóngóður. Nú vandaðist málið því eina vetrar- yfirhöfn unga mannsins var áðurnefnd Heklu- úlpa. Á henni var límt stórt merki um að Ísland ætti að vera utan hernaðarbandalags og herinn á Miðnesheiðinni skyldi hypja sig á brott. Vitað var að stjórnmálamaðurinn sem skyldi heim- sóttur var ekki þeirrar skoðunar. Það þurfti því að bíða eftir þurrki og hlýindum svo okkar mað- ur gæti mætt á skrifstofu heildverslunarinnar á peysunni. Einn slíkur dagur rann upp í mars og var nú látið til skarar skríða. Ekki þarf að orð- lengja það að þegar heildsalinn hafði fengið að heyra af bóninni og tilgangi hennar spurði hann um upphæð og fór í innanverðan jakkavasann og dró fram ávísanahefti og skrifaði út umbeðna upphæð. Á þessum tíma er margt að gerast í málefnum fólks með þroskahömlun. Landssamtökin Þroska hjálp eru stofnuð árið 1976, sem hafði mik il áhrif. Félag þroskaþjálfanema átti aðild að Þroskahjálp og fulltrúi nema sat í stjórn sam- takanna. Það er líka að koma til landsins, sér- staklega frá Norðurlöndunum, fólk sem margt hvert hafði stundað nám þar og kynnt sér það sem var þar efst á baugi. Þetta er tímabil mikilla norrænna áhrifa og menn eins og Nirje, Kylen, Grunewald og Bank-Mikkelsen eru leiðandi á heimsvísu. Orð eins og „normalisering“ og „in- tegrering“ fara að heyrast og í takt við íslenska málverndarstefnu er byrjað á því að ræða hvað þetta eigi að heita upp á íslensku frekar en að huga að innihaldinu. Normalisering verður með tíð og tíma hugmyndafræði um eðlilegt líf og in- tregrering hljómar sem blöndun og síðar sam- skipan. Hingað til lands koma síðan höfundar bók- arinnar um ADL-þjálfun, þær Axenheim og Lijerot, en sú bók hafði verið þýdd á íslensku. Menn eru svo lánsamir að ADL-skamm stöfunin hljómar ágætlega á íslensku sem athafnir dag- legs lífs svo það er hægt að fara strax í að tileinka sér innihald hugmyndarinnar. Þetta varð síðan upphaf að þrepaskiptum þjálfunar áætlunum sem var um tíma skrásett vörumerki þroska- þjálfa. Innleiðing ADL-þjálfunar skipti miklu máli. Bæði var að það sem verið var að þjálfa er mikilvæg færni, einnig að nú var farið að nota gagnreynd og mælanleg vinnubrögð við þjálf- un. Framfarir urðu einnig miklar þar sem flestar stofnanir voru fullar af fólki á öllum aldri sem hafði farið á mis við skipulega þjálfun af nokkr- um toga. Hugmyndafræði eðlilegs lífs leiðir síðan til fyrstu herbergjasambýlanna árið 1975 þar sem það er viðurkennt að eðlilegt umhverfi sé ein af forsendum fyrir því að efla fólk og fyrir inni- haldsríku lífi. Sumir voru samt efins um ágæti þessa og allavega að allt fólk með þroskahömlun gæti lifað við slíkar aðstæður og til varð hugtak- ið sambýlishæfur. Samskipan leiddi síðan til umræðna um að á hvoru tveggja væri þörf; aukinni færni fólks með þroskahömlun en ekki síður væri þörf á því að samfélagið gerði ráð fyrir því að allt fólk ætti að eiga heima undir sama himni og þyrfti því að aðlagast þeirri staðreynd. Norræna tengslamód- elið verður til. Eins og hér hefur verið rakið voru þessi ár á seinni hluta áttunda áratugar síðustu aldar ár mikilla breytinga. Þroskaþjálfanemar og þroskaþjálfar tóku fullan þátt í öllum þessum breytingum og voru sífellt tilbúnir til þess að endurskoða vinnubrögð sín og vinnuumhverfi. Umfram allt var spennandi að vera ung manneskja á þessum árum. Allt var mögulegt og ekkert var manni óviðkomandi. Ef til vill var líka hollt, eins og í öllu góðu námi, að læra hvað maður vissi lítið og fram undan beið manns starf sem byggðist að langmestu leyti á því að hlusta á og aðstoða hvern og einn miðað við hans þarfir og óskir.   Höfundur er þroskaþjálfi á eftirlaunum. Efri röð frá hægri: Sigríður Bjarnadótt­ ir, Sigrún Jensey Sigurðardóttir, Anna Jóna Árnadóttir, Þórhildur Svan­ bergsdóttir, Þórdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Sveinbjörg Krist­ jánsdóttir, Fanný Fjóla Árnadóttir og Ingibjörg Margrét Ísaksdóttir. Neðri röð frá hægri: Guðbjörg Eva Kristjánsdótt­ ir, Inga Sigurðardóttir, Friðrik Sigurðs­ son, Hansína Guðrún Skúladóttir og Hólmfríður Björg Jónsdóttir.

x

Þroskaþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.