Þroskaþjálfinn - 2024, Qupperneq 6
10 11
Þjónandi leiðsögn hefur náð mikilli útbreiðslu í
starfi með fötluðu fólki á Íslandi á undanförn-
um árum. Það vakti athygli í fyrra, þegar árleg
ráð stefna alþjóðasamtaka um þjónandi leið-
sögn (Gentle Teaching International) fór fram í
Port úgal, að ásóknin frá Íslandi var svo mikil að
það seldist upp á ráðstefnuna á mettíma. Portú-
galarnir höfðu gert ráð fyrir 250 manns víðs
vegar að úr heiminum en hátt í 400 Íslendingar
höfðu áhuga og meirihluti þeirra þurfti því að
sitja heima. Alls voru ráðstefnugestir 320 en þar
af voru tæplega 150 frá Íslandi.
Okkur lék forvitni á að vita hvernig stæði á
þessum mikla áhuga og þessari miklu útbreiðslu
þjón andi leiðsagnar hérlendis og ákváðum því
að leita til nokkurra þroskaþjálfa sem vinna eft-
ir þjónandi leiðsögn. Við tókum viðtal við Arne
Friðrik Karlsson hjá Reykjavíkurborg sem hefur
unnið eftir þessum aðferðum í rúm þrjátíu ár.
Við báðum líka nokkra þroska þjálfa víðs vegar
um landið sem vinna með þjónandi leiðsögn
að senda okkur sínar hug leið ingar. Tveir þeirra
svöruðu kallinu og sendu okkur greinar. Annars
vegar var það þver faglegt teymi frá Hafnarfirði
og hins vegar Ragnheiður María Rögnvaldsdótt-
ir sem starfar sem forstöðu þroskaþjálfi búsetu-
kjarna á Sauðár króki.
Áður en við snúum okkur að þessu efni skul-
um við rifja upp, í örstuttu máli, út á hvað þjón-
andi leiðsögn gengur.
Öryggi, virðing og skilyrðislaus um
hyggja
Þjónandi leiðsögn var sett fram af bandaríska
sálfræðingnum John McGee á áttunda áratug
síð ustu aldar. Hún byggist á kærleiksríkri nálgun
og snýst fyrst og fremst um samskipti. Þeir sem
nota þjónandi leiðsögn beita ekki hörku, nota
ekki umbun og refsingu heldur leggja áherslu á
að byggja upp samband við einstaklingana sem
þeir eru að aðstoða með því að styðja þá og hvetja.
Þeir sem nota aðferðir þjónandi leiðsagnar
sýna alltaf nærgætni, vinsemd og virðingu. Ef
ein hver sýnir slæma hegðun þá er honum ekki
refsað, hann er ekki skammaður og honum er
ekki hótað. Umhyggjan er skilyrðislaus og það
er enginn reynslutími. Sá einstaklingur sem ver-
ið er að aðstoða fær umhyggjuna strax og getur
treyst því að hún hætti ekki hvað sem hann kann
að segja eða gera.
Þjónandi leiðsögn leggur mikla áherslu á að
byggja upp traust hjá þeim sem unnið er með. Ef
einstaklingurinn treystir umhverfi sínu og upp-
lifir öryggi mun honum reynast auðveldara að
takast á við lífið og þau verkefni sem því fylgja.
Þjónandi leiðsögn snýst um viðhorf og nálgun
í samskiptum, en fylgir líka ákveðinni grunn-
hugsun. Þess vegna er talað um hana bæði sem
aðferðafræði og hugmyndafræði.
Hér er tengill á myndband þar sem Rannveig
Traustadóttir fjallar um þjónandi leiðsögn og
mannréttindi. Í erindi sínu, sem var á ráðstefnu
um þjónandi leiðsögn í Hofi á Akureyri 2016,
segir Rannveig m.a. frá því hvernig þjónandi
leiðsögn barst til Íslands á tíunda áratug síðustu
aldar.
https://youtu.be/p53BdahRH3w?si=iVNE2aXu-dRYI-
Ur7
Arne Friðrik Karlsson er verkefnisstjóri á skrif-
stofu um málefni fatlaðs fólks á velferðar sviði
Reykja víkurborgar. Við settumst niður í fund-
ar herbergi í Borgartúninu á svölum vetrar degi í
febrúar með útsýni yfir Esjuna og hófum spjall.
Í hverju er starfið þitt fólgið?
Það felst í ýmsum verkefnum tengdum full orðnu
fötluðu fólki í Reykjavík. Skrifstofan sinn ir
stefnu mótun, ráðgjöf og stuðningi við alla þjón-
ustu við fullorðið fatlað fólk. Ég hef verið að taka
að mér sérverkefni. Fyrst þriggja ára um bóta-
verkefni tengt íbúðakjörnum og nú er ég búinn að
vera í tvö ár með umbótaverkefni tengt vinnu og
virkni. Ég hef haldið utan um atvinnu mál fatlaðs
fólks sem eru á könnu sveitar félagsins samkvæmt
lögum. Síðan er ég mjög mikið í fræðslumálum
með námskeið, fræðslu inni á starfsmannafund-
um og ráðgjöf mjög víða um borgina fyrir vel-
ferðarsvið, en hef líka farið inn á önnur svið eins
og skóla- og frístundasvið. Fókusinn er samt að-
allega á starfsfólk á vel ferðar sviði sem er að sinna
fötl uðu fólki. Svo er ýmislegt annað. Við förum
tölu vert inn í einstaklingsmál með ráðgjöf fyrir
forstöðumenn sem eru að takast á við erfið mál,
hvort sem það eru starfsmannamál, íbúamál eða
mál að standenda. Við erum í miklum samskipt-
um við réttindagæslu, hagsmuna samtök og fleiri
aðila.
Þú varst einn af þeim fyrstu til þess að nota að
ferðir þjónandi leiðsagnar hér á landi. Geturðu
sagt okkur aðeins frá því?
Þetta var 1992 á Akureyri þegar við Kiddi (Krist-
inn Már Torfason) stóðum frammi fyrir mikl-
um áskorunum í starfi og vorum að leita að ein-
hverju sem gæti hjálpað okkur og hjálp að þeim
einstaklingum sem við vorum að þjón usta. Við
komumst í kynni við þjónandi leið sögn í gegn-
um Rannveigu Traustadóttur sem kynnti okkur
fyrir Daniel Hobbs. Hann kom til okkar 1993 og
var með okkur í einhverja daga í læri. Það eru
margar mjög skemmtilegar sögur til í kringum
þetta því þetta var náttúrlega svo gjörsamlega
ólík nálgun miðað við það sem okkur hafði verið
uppálagt að gera. Þetta ögraði ansi mörgu sem við
Ekkert lát á útbreiðslu þjónandi
leiðsagnar á Íslandi
Trausti Júlíusson
Þjónandi leiðsögn hefur dýpkað minn skilning á
réttindabaráttu og stöðu fatlaðs fólks
Arne Friðrik Karlsson,
verkefnisstjóri á skrif stofu
um málefni fatlaðs fólks
á velferðar sviði Reykja
víkurborgar.