Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 22

Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 22
42 43 og betra að fólk væri á stórum stofnunum. En nóg um það. Hér er smá ágrip um eftirminnileg- ustu fyrirlestrana: Clive’s way – bresk rannsókn Einn af fyrstu fyrirlestrunum sem ég fór á fjall- aði um Clive, sem fæddist í Bretlandi upp úr miðbiki síðustu aldar. Hann var flogaveikur og með væga þroskahömlun. Hann var litrík- ur persónuleiki og átti marga drauma um líf til jafns við aðra en hafði engan stuðning til að láta þá rætast. Framhaldsskólakennari einn sagði honum þegar hann var 16 ára að draumar hans væru óraunhæfir. Clive bjó meirihluta ævinnar á stofnunum og sætti þar miklu ofbeldi og bjó við mjög lítil lífsgæði og óöryggi. Starfsfólkið hafði engan skilning á þörfum hans vegna flogaveik- innar. Hann þurfti ekki að vera inni á þessum spítölum, að mati fjölskyldu hans, en þjónustu- kerfið hafði engin önnur úrræði upp á að bjóða og hafði ekki skilning á því að hann gæti lifað betra lífi og verið virkur samfélagsþegn. Hann fékk engu ráðið um líf sitt og ekki var heldur hlustað á fjölskyldu hans, sem reyndi að berjast fyrir því að hann fengi að búa við meiri lífsgæði og lifa góðu lífi. Hann dó á geðsjúkrahúsi. Eft- ir dauða hans fór fjölskyldan fram á að líf hans yrði rannsakað. Það var ekki fyrr en þá sem far- ið var að hlusta á hana. Rannsóknin fór fram og rödd Clives og fjölskyldu hans var höfð í fyrir- rúmi. Niðurstöður hennar voru nokkurs konar leiðarvísir um hvernig þjónusta ætti fólk með þroskahömlun, kallaður Clive’s way. Meginstef leiðarvísisins eru: Að hafa metnað, að hjálpa fólki að uppfylla drauma sína Að hlusta á fólk og fjölskyldur þess, bera virðingu fyrir röddum þeirra Tryggja að fólk búi við öryggi Að fræða fólk um það hafi réttindi til jafns við aðra Að valdefla fólk, sjá til þess að það sé við stjórn- völinn í eigin lífi Til stendur að gefa út þessa rannsókn og fróðlegt væri að lesa meira um hana. Reynsla tveggja einstaklinga með þroska­ hömlun sem búa við offitu Fjallað var um Michelle og Austin sem búa á Ír- landi. Birt voru viðtöl við þau og stuðningsaðila þeirra á myndbandi og veitt innsýn í daglegt líf þeirra. Michelle er haldin víðáttufælni og er með sykursýki. Hún hefur fengið aðstoð vegna víð- áttufælninnar og er farin að vinna í Tesco og í blómabúð. Hún fær einnig lyf við sykursýkinni og hjálp við hollt og gott mataræði. Hún stundar hreyfingu með því að fara að ganga í verslunar- miðstöðinni en vegna víðáttufælninnar á hún enn erfitt með að ganga utandyra. Hún hefur lést eitthvað og líður almennt betur, þrátt fyrir að vera enn að berjast við víðáttufælni. Austin notaði hjólastól og var orðinn of þung- ur fyrir hann. Hann fékk aðstoð við hollt matar- æði og sjúkraþjálfun til að léttast og var búinn að léttast umtalsvert, en hann var 159 kíló þegar hann byrjaði og var kominn niður í 114 kíló. Hann brennur fyrir því að veitingastaðir og kaffihús hugi betur að hollustu þess sem þar er selt, að minnsta kosti bjóði upp á holla valkosti fyrir fólk sem, líkt og hann, nýtur þess að setj- ast þar inn og fá sér að borða. Bæði Michelle og Austin berjast fyrir jöfnu aðgengi að heilbrigð- isþjónustu. Ögrandi hegðun Ég sótti nokkra fyrirlestra um ögrandi hegðun, þar á meðal þá sem Trausti fjallar um hér á eftir og ætla ég því ekki að fara yfir þá í löngu máli. Það sem sló mig mest í þeim fyrirlestrum var þegar fjallað var um teymi sem fer á heimili fólks til að aðstoða vegna ögrandi hegðunar. Þar var fjallað um að farið var heim til ungrar konu sem bjó með foreldrum sínum og tók teymið strax eftir því að pabbinn virtist ráða öllu á heimil- inu og mamman og dóttirin voru alveg undir hælnum á honum og virtust bera óttablandna virðingu fyrir honum. Niðurstaða teymisins var að fjarlægja ungu konuna tímabundið af heimil- inu til að meðhöndla hegðunina á stofnun. Ekki var talað um ráðgjöf til handa foreldrunum til að breyta menningu heimilisins, en að mínu mati hefur þetta ofríki föðurins örugglega átt sinn þátt í hegðun dótturinnar. Þetta var því mjög sláandi. Ég sótti líka fyrirlestra um STORM project sem Trausti fjallar um hér á eftir og eins lykilfyr- irlesturinn um stimplun (e. stigma). Stundum voru litlu herbergin svo full að erfitt var að komast að og þurfti fólk oft frá að hverfa og finna sér annað herbergi þrátt fyrir að mæta tímanlega. Það leiddi stundum til þess að fyrir- lestrarnir sem ég endaði á að horfa og hlusta á skildu lítið eftir sig vegna þess að ég tengdi ekki við þá. Stundum þurftu svo margir að standa eða sitja á gólfinu að erfitt var að fylgjast með fyrirlestrunum þrátt fyrir áhuga á þeim og erfitt að skrifa niður punkta. Ég komst meðal annars inn á fyrirlestur um vélmenni sem notuð voru í þjónustu við fólk, en þar sem ég trúi svo sterkt á að fólk þurfi fyrst og fremst mannleg tengsl náði ég ekki að tengja við hann og hann fór meira og minna fyrir ofan garð og neðan hjá mér vegna eigin viðhorfs. Vélmennið var krúttlegt en ekk- ert jafnast á við mannleg tengsl. Ég veitti því sérstaka eftirtekt á ráðstefnunni hversu oft var talað um fólk með þroskahömlun sem sjúklinga (e. patients) þrátt fyrir að málefn- in sem rætt var um tengdust ekki endilega beint veikindum. Ég tók sérstaklega eftir þessu hjá fyr- irlesurum frá löndum sem ekki eru enskumæl- andi, þannig að hugsanlega snýst þetta um mis- munandi notkun á hugtakinu „patient“, það hefur ef til vill víðari merkingu en ég geri mér grein fyrir. Of langt mál væri að fara ofan í saumana á öll- um fyrirlestrunum sem ég sótti en ofangreindir fyrirlestrar eru þeir sem skildu mest eftir sig hjá mér. C­in þrjú Hér fer á eftir það sem vakti mesta athygli hjá Trausta. Það er einkenni stórra ráðstefna eins og þessarar að það er úr miklu að velja og góð hugmynd að taka tíma í að kynna sér hvað er í boði með smá fyrirvara því að eftir að ráðstefnan er byrjuð fer allt á fullt og lítill tími til að skoða. Ég ákvað að skrá mig í vinnustofu sem var að morgni fyrsta ráðstefnudagsins, en hún var eins konar upp- hitun fyrir sjálfa ráðstefnuna. Þessi vinnustofa, sem bar heitið „Attachment and caregiving“, fjallaði eins og nafnið bendir til um mikilvægi tengslamyndunar hjá börnum með þroskahöml- un. Fyrirlesarinn, dr. Sien Vandesande frá Belg- íu, kynnti fyrst tengslakenninguna (e. attach- ment theory) en sýndi okkur svo rannsóknir

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.