Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 25
48 49
Atferlisgreining og notkun
smáforrita
Atferlisgreining er vísindagrein
sem hægt er að nota í öllum vís-
inda- og fræðigreinum sem gefa
sig út fyrir að skýra, lýsa, spá fyr-
ir um og móta hegðun lífvera og
manna. Hagnýt atferlisgreining er
þannig meðal annars notuð til að
draga úr tíðni óæskilegrar hegð-
unar barna og ungmenna. Það er
gert með því að tengja umbun við
æskilega hegðun til að styrkja já-
kvæða hegðun þeirra og virkni í
umhverfi sínu (Morris o.fl., 2005;
SATIS, 2019).
Með innleiðingu og þróun upplýsingatækni-
forritunar á undanförnum árum hefur færst
í vöxt að smáforrit og gervigreind séu notuð
markvisst til hegðunarþjálfunar. Með þessari
tækni er hægt að sérsníða forrit að þörfum not-
andans eftir aðstæðum hverju sinni. Nú þegar
er til fjöldinn allur af smáforritum fyrir snjall-
tæki sem hægt er að nálgast á Google Play eða
App Store til að vinna með hegðun og virkni
barna. Sem dæmi má nefna erlendu smáforritin
App4Autism – Timer, Visual Pla, Autism BA-
SICS: Learning app, Child Reward, Intellect: Cr-
eate A Better You, Rewardster – Behavior chart
og Thumsters – Parenting App.
Smáforritið Beanfee
Um nokkurra ára skeið hefur verið unnið að þró-
un Beanfee-aðferðafræðinnar, ásamt samnefnd-
um hugbúnaði, sem byggist að stórum hluta til
á hugmynda- og aðferðafræði hagnýtrar atferl-
isgreiningar. Aðferðafræði Beanfee tekur einnig
mið af ýmsu sem finna má í heimi tölvuleikja og
samfélagsmiðla, sem og annars staðar frá (SAT-
IS, 2019).
Hugbúnaðurinn, sem vakið hef-
ur töluverða athygli, er þró aður
af Helga S. Karlssyni sálfræðingi
og kennara og Sveini Steinars-
syni tölvunarfræðingi. Bean fee-
verkefnið (Behavior Ana lysis
and Feedback) hlaut sprota styrk
Tækniþróunarsjóðs árið 2018 og
vaxtarstyrk sjóðsins árið 2022.
Verkefnið snýr að hönnun og þró-
un gagnvirka smáforritsins Bean-
fee fyrir öll helstu snjalltæki, en
notkun á Beanfee skapar vettvang
til þjálfunar á nærri hvaða hegð-
un sem er (Beanfee, e.d.; Helgi S.
Karlsson, munnleg heimild, 12.
mars 2024; Rannís, 2018; Rannís,
2022). Til að fræðast nánar um þetta nýja mat-
stæki tók ég viðtal við Helga S. Karlsson sem
sagði mér nánar frá Beanfee, þróun þess, eigin-
leikum og notkunarmöguleikum.
Hvernig virkar Beanfee?
Innleiðing Beanfee-smáforritsins gengur að
sögn Helga mjög vel og hefur forritið nú þegar
vakið athygli fyrir að ná mjög góðum árangri
sem aðhalds-, þjálfunar- og hvatakerfi sem
auðvelt og þægilegt er að nota með börnum á
grunnskólaaldri. Viðmót Beanfee er einfalt
og sjónrænt og býður upp á áhugaverða og
spennandi möguleika til að safna rafrænum
baunum, eða stigum, fyrir jákvæða hegðun í
ákveðnum athöfnum daglegs lífs en fyrir baun-
irnar getur notandinn (nemandinn) „keypt sér“
umbun í verðlaunabúð Beanfee, oftast setta upp
af starfsfólki í skóla notandans í samráði við for-
ráðamenn. Einnig er hægt að setja inn svokölluð
afreksmerki (e. achievement badges) sem virka
sem eins konar rafrænir verðlaunapeningar.
Beanfee er þannig notað sem hvati til jákvæðrar
hegðunar en Beanfee-inngrip eru sjaldan höfð
Beanfee – smáforritið
Anna María Snorradóttir
Anna María Snorradóttir
lengri en mánuður þar sem nauðsynlegt er að
endurmeta hvatakerfi reglulega til að viðhalda
árangri og áhuga notandans. Sem dæmi getur
notandinn fengið baunir fyrir að hegða sér vel,
vinna heimanámið, lesa heima á hverjum degi
eða mæta á réttum tíma í skólann á morgnana.
En það er ekki einungis nemandinn sjálfur sem
metur hegðun sína heldur er það einnig gert
af stuðningsaðila hans, sem er hlutverk innan
Beanfee-hugbúnaðarins, sem leiðir matið og
setur viðmið fyrir hreinskilið mat nemandans á
hegðun sinni. Stuðningsaðilinn í grunnskólum
er sem dæmi oft kennarinn. Ef nemandi tekur
þátt í matinu, nær markmiðum sínum og leggur
hreinskilið mat á eigin hegðun getur hann unnið
sér inn hámarksfjölda bauna, eða 10 baunir alls
(Helgi S. Karlsson, munnleg heimild, 12. mars
2024).
Beanfee-forritið er stillt sérstaklega fyrir hvern
notanda áður en það er tekið í notkun, með-
al annars með því að skrá inn þá markhegðun
sem vinna skal með og stilla bæði umbun og af-
reksmerki. Sem dæmi gæti umbun sem kostar
fáar baunir jafngilt því að kaupa pakka af fót-
boltaspilum en umbun sem kostar fleiri baunir
jafngilt því að kaupa bíóferð og popp. Þannig
er hægt að kaupa sér misdýra umbun í búðinni
fyrir baunirnar sem safnað hefur verið fyrir já-
kvæða hegðun síðustu daga. Umbun í Beanfee
þarf þó ekki að kosta mikið þar sem hægt er að
notast við umbun í formi jákvæðrar upplifun-
ar, eins og samverustundar með fjölskyldu, bíó-
kvölds heima, sundferðar eða ísbíltúrs. Helgi
tekur það sérstaklega fram að mikilvægt sé að
hafa í huga að hafi notandi ekki áhuga á þeirri
umbun sem í boði er sé afar ólíklegt að hún virki
sem hvati til að breyta hegðun til batnaðar. Þeir
sem yfirleitt hafa aðgang að viðmóti notandans
eru, auk hans, stuðningsfulltrúi eða kennari og
svokallaðir „áhorfendur“. Það geta sem dæmi
verið forráðamenn, sérfræðingar eða kennarar,
allt eftir því hvaða verkefni er verið að vinna að.
Það eru oftast forráðamenn (sem áhorfendur)
sem sjá um að veita notandanum umbunina en
notandinn (nemandinn) ræður sjálfur hvaða
umbun hann kaupir í búðinni, að því gefnu að
hann eigi nógu margar baunir, eða stig, fyrir
henni. Þannig eru allir sem tóku þátt í inngrip-
inu vel samstilltir og geta fengið upplýsingar úr
forritinu um það hvernig nemandanum hefur
gengið að ná markmiði sínu á inngripstímabil-
inu. Þegar barnið hefur náð tilteknum árangri
fær það afreksmerki, en það sem þau gefa okk-
ur er tilfinning um að við höfum náð árangri.
Dæmi um afreksmerki eru ofurhetjur, risaeðlur
og karakterar úr kvikmyndum eða tölvuleikj-
um. Hægt er að fylgjast með nákvæmri skrán-
ingu á árangri eða þróun hegðunar í sérstök-
um tölfræðiflipa forritsins, bæði í prósentum
og gröfum. Þá eru möguleikarnir til að stilla
tegund mælikvarða eða sérmælinga inn í for-
ritið nánast ótakmarkaðir, sem dæmi er hægt
að nota broskallakvarða, sársaukakvarða eða til-
finningakvarða. Að tímabili loknu er tölfræðin
tekin út af umsjónarmanni forritsins, búin til
skýrsla og send á alla hlutaðeigandi. Þá er farið
yfir gögnin og gefið mat á árangri og þátttöku,
hvort það þurfi að setja inn fleiri verðlaun til að
halda búðinni spennandi, skoðað hvort eitthvað
hefði mátt ganga betur og svo framvegis (Helgi
S. Karlsson, munnleg heimild, 12. mars 2024).
Beanfee hefur, sem fyrr segir, verið notað með
góðum árangri frá því að það var tekið í notkun í
september 2020 fyrir ákveðna nemendur í grunn-
skólum á stórhöfuðborgarsvæðinu til að vinna
með hegðunarvanda þeirra, námshvatavanda
eða skólaforðun eða jafnvel sem hvatning fyrir
sykursjúka nemendur til að sprauta sig reglulega
með insúlíni. Þá hefur það einnig verið notað sem
stuðningur við sumarlestur barna (Helgi S. Karls-
son, munnleg heimild, 12. mars 2024).
Helgi S. Karls
son.