Þroskaþjálfinn - 2024, Qupperneq 28

Þroskaþjálfinn - 2024, Qupperneq 28
54 55 legan bakgrunn hans, en fatlað fólk var virkir þátttakendur í ritun hans. Það er auðvitað mjög mikilvægt að glöggva sig á þeim grundvallar- markmiðum og hugtökum sem samningurinn hvílir á. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kom með sína sýn á lands- áætlun ina. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroska- hjálpar, ræddi um sýn Þroskahjálpar á framtíð- ina út frá landsáætluninni í erindi sem hún kall- aði Göngum saman til góðs. Haukur Guðmundsson, formaður Átaks, fé- lags fólks með þroskahömlun, ræddi um upplif- un fulltrúa Átaks af gerð landsáætlunarinnar og benti á ýmis atriði sem þarf að hafa í huga þegar fulltrúar frá Átaki eru kallaðir til samráðs. Gísli Björnsson, Ína Owen Valsdóttir, Skúli Steinar Pétursson, Þorvarður Karl Þorvarðsson og Þórey Rut Jóhannesdóttir fjölluðu um sýn sendiherra á landsáætlunina. Karólína Gunnarsdóttir, þroskaþjálfi og þjón- ustustjóri á velferðarsviði Akureyrarbæjar, kom inn á þjónustu til framtíðar þegar horft er til lands- áætlunar og fjallaði líka um hlutverk þroska þjálfa eins og hún sér það í framtíðinni. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálp- ar og þroskaþjálfi, fjallaði um framtíðarsýn Geð- hjálpar og benti m.a. á að einungis 2-3% þess fjármagns sem varið er í geðheilbrigðismál fara í forvarnarstarf á meðan yfir 97% fer í meðferð og endurhæfingu. Væri ekki ráð að leggja meiri áherslu á að aðstoða fólk áður en allt er komið í óefni? Salóme Anna Þórisdóttir, þroskaþjálfi og sér- fræðingur hjá félags- og vinnumálaráðuneytinu, ræddi um sýn þroskaþjálfans út frá réttindagæslu Haukur Guðmundsson var fulltrúi Átaks á málþinginu Laufey Elísabet Löve í pontu. við fatlað fólk. Hún fór yfir söguna, stöðuna eins og hún er í dag og framtíðina, stefnumótun, væntingar og drauma. Hún lagði m.a. áherslu á mikilvægi vitundarvakningar og að það kæmi að miklu leyti í hlut okkar þroskaþjálfa að breiða út boðskapinn. Jóhanna Margrét Einarsdóttir, ráðgjafarþroska- þjálfi hjá Bergrisanum, ræddi um ný tækifæri og verkfæri fyrir þroskaþjálfa í landsáætlun. Hún fór yfir það hvernig samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks birtist í landsáætluninni. Hún hvatti líka til þess að við þroskaþjálfar létum okkur málin varða og tækj- um fullan þátt í að móta framtíðina í þessum málaflokki. Þóroddur Þórarinsson, þroskaþjálfi og verk- efnastjóri á skrifstofu málefna fatlaðs fólks í Reykjavík, fjallaði um vitundarvakningu og þroska þjálfann, væntingar og tækifæri. Hann hvatti fundargesti til að staldra við eftir að form- legri dagskrá væri lokið og ræða málin. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnu markaðsráðherra fór yfir sína aðkomu að vinnu við landsáætlunina. Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður Þroska þjálfafélags Íslands, setti og sleit málþing- inu. Loks ber að geta framlags fundarstjórans Vig- dísar Hafliðadóttur, sem stóð sig vel og létti lund málþingsgesta með smá gríni á milli erinda. Dagurinn endaði á áhugaverðum, upplýsandi og faglegum vangaveltum frá deginum í minni hópum. Undirrituð er eindregið þeirrar skoðunar að mikilvægt sé fyrir fagstéttina að eiga reglulega samtal um lög og réttindi fatlaðs fólk því það er eitt af okkar markmiðum og það sem við brenn- um fyrir, líkt og kemur fram í inngangi siðar- eglna okkar: Þroskaþjálfar eru fagstétt sem sérstaklega hefur menntað sig til að starfa með fötluðu fólki á öll­ um aldri. Hugmyndafræði stéttarinnar byggist á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og sjálfsá­ kvörðunarrétti. Þroskaþjálfar hafa það markmið í störfum sínum að styðja virka þátttöku í samfé­ lagi án aðgreiningar. Réttindabarátta og réttinda­ gæsla er stór þáttur í starfi þroskaþjálfans. Litið er á hverja manneskju sem einstaka og í samstarfi við hana leitað leiða til aukinna lífsgæða. Að lokum skal þess getið að þingsályktunar- tillagan um landsáætlun sem lögð hafði verið fram á Alþingi þegar málþingið fór fram var samþykkt 20. mars. Sendiherrarnir komu með sitt innlegg.

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.