Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 29
56 57
Hvar starfar þú og hvert er starfsheiti þitt?
Ég starfa sem þroskaþjálfi í Breiðholtsskóla.
Hversu lengi hefurðu gegnt þessu starfi?
Í tæp sex ár.
Hefur þú starfað annars staðar og þá hvar?
Eftir að ég útskrifaðist sem þroskaþjálfi í júní
2012 hef ég unnið á Lyngási, verið sérkennslu-
stjóri í leikskólanum Sæborg og þroskaþjálfi í
Breið holtsskóla.
Ég er félagsliði í grunninn og áður en ég varð
þroskaþjálfi vann ég á sambýlinu í Hólmasundi,
skammtímavistuninni Hólabergi, skammtíma-
vistuninni Árlandi og svo vann ég einnig sem
liðveisla.
Hvenær útskrifaðist þú sem þroskaþjálfi?
Ég útskrifaðist 2012.
Hvers vegna valdirðu þroskaþjálfastarfið?
Ég var lengi að átta mig á því hvað ég vildi
læra og starfa við, en ég vissi að ég vildi vinna
með börnum eða fólki. Þegar ég var í félagslið-
anáminu man ég eftir því að ég fór í starfsnám
á skammtímavistuninni Álfalandi og eftir fyrsta
kvöldið sem ég var þar kom ég heim og sagði við
foreldra mína: Núna veit ég loksins hvað ég vil
læra. Þá varð ekki aftur snúið. Ég kláraði félags-
liðanámið og fór svo beint í þroskaþjálfafræði.
Ég elska að vinna sem þroskaþjálfi og hef alltaf
notið mín í starfi.
Hvað viltu segja við nýútskrifaða þroskaþjálfa?
Að vera þroskaþjálfi er mjög fjölbreytt og
skemmt ilegt starf. Ég hvet þroskaþjálfa til að
finna sér starfsvettvang þar sem þeir fá að njóta
sín og nýta þekkingu sína í starfi. Mér hefur þótt
gott að vera í sambandi við aðra þroskaþjálfa til
að fá speglun á starfið mitt og sérstaklega þegar
ég var nýútskrifuð. Mér finnst mjög mikilvægt
fyrir þroskaþjálfa að viðhalda þekkingu sinni og
sækja sér reglulega endurmenntun.
Hvar starfar þú og hvert er starfsheiti þitt?
Ég starfa sem deildarstjóri í Opus – vinnu og
virkni.
Hversu lengi hefurðu gegnt þessu starfi?
Ég hef starfað í Opus síðan 2021, var þá þroska-
þjálfi til aðstoðar við deildarstjóra og sinnti því
starfi að koma Opus af stað í fleiri verkefni og
auka úrræði og valmöguleika fyrir notendur. Ég
tek við sem deildarstjóri eftir sumarið 2023.
Hefur þú starfað annars staðar, þá hvar?
Ég hóf starfsferilinn sem þroskaþjálfi í Skála-
túni, var þar forstöðumaður. Svo ákvað ég að
prófa að starfa sem deildarstjóri á leikskólan-
Þroskaþjálfar á vettvangi
Viðtöl tók Guðrún Benjamínsdóttir
Björg Pálsdóttir.
um Austurkór en fann þar að áhugi minn lá í
að vinna með fullorðnu fólki. Ég útbjó þá hug-
mynd að úrræði fyrir fólk með fötlun og vildi
koma henni áfram. Ég fundaði með Arne Frið-
riki nokkrum sinnum og það var þá sem ég fór
að starfa í Opus. Þar vantaði þroskaþjálfa og yrði
góð samvinna að koma minni hugmynd af stað
út frá samvinnu við Reykjavíkurborg og Opus.
Í dag er ég í Opus og er með mínar hugmyndir
þar, þær eru komnar af stað þar.
Hvenær útskrifaðist þú sem þroskaþjálfi?
Ég útskrifaðist með BA árið 2015 og er núna
í meistaranámi við Háskóla Íslands í þroska-
þjálfafræði.
Hvers vegna valdirðu þroskaþjálfastarfið?
Tilviljun, ef svo er hægt að komast að orði. Ég
sótti um vinnu á nokkrum stöðum þegar ég var
18 ára og fékk vinnu á Skálatúni. Þar fann ég
fyrir áhuga og löngun til þess að vinna á þessu
sviði og fór því í þroskaþjálfanámið. Ég ætlaði
mér alltaf að verða sagnfræðingur en í dag er ég
einstaklega fegin að hafa valið þroskaþjálfann
og ég finn að ég er akkúrat á þeim stað sem ég
vil vera í starfi. Þetta er svo miklu meira en starf
fyrir mér.
Hvað viltu segja við nýútskrifaða þroskaþjálfa?
Að byrja á byrjunarreit. Þegar maður útskrif-
ast vill maður alltaf bjarga heiminum strax, og
þegar þú kemur út á vinnumarkað þá ertu slegin
þúsund skref aftur á bak. Byrjaðu á byrjuninni,
það er margt sem hefur verið prófað og gert í
starfinu og við erum ekki að finna upp hjólið.
Taktu nokkra andardrætti, kynntu þér aðstæð-
ur og sjáðu hvernig þú getur þróað aðferðirn-
ar öðruvísi en þær voru gerðar/prófaðar. Ekki
vinna ein/einn, fáðu aðstoð hjá fólkinu sem
vinnur með þér og þeim einstaklingum sem þú
aðstoðar.
Hvar starfar þú og hvert er starfsheiti þitt?
Ég starfa í Rjóðrinu, sem er hvíldar- og endur-
hæfingarheimili fyrir langveik og langveik fötl-
uð börn sem rekið er af Barnaspítalanum. Frá
haustinu 2023 er ég einnig þroskaþjálfi í stuðn-
ings- og ráðgjafarteymi langveikra barna með
sjaldgæfa sjúkdóma, sem einnig er á vegum
Barnaspítalans.
Sif Maríusdóttir.
Gerður Pálsdóttir.