Þroskaþjálfinn - 2024, Page 30

Þroskaþjálfinn - 2024, Page 30
58 59 Hversu lengi hefurðu gegnt þessu starfi? Ég hef starfað í Rjóðrinu sem þroskaþjálfi síð- an 2017. Hefur þú starfað annars staðar og þá hvar?  Ég hef mest starfað á leikskólum á mínum starfsferli, bæði sem atferlisþjálfi, þroskaþjálfi á deild og í níu ár sem sérkennslustjóri. Hvenær útskrifaðist þú sem þroskaþjálfi? Ég útskrifaðist árið 1998 og minn bekkur er fyrsti bekkurinn sem útskrifast með há- skólagráðu sem þroskaþjálfar. Hvers vegna valdirðu þroskaþjálfastarfið? Það má segja að þetta hafi allt byrjað þegar ég sem unglingur var barnapía fatlaðrar stúlku en við náðum einstaklega vel saman. Mamma hennar er þroskaþjálfi og þannig kynntist ég faginu. Mig langaði að læra meira tengt þjálfun og kennslu fatlaðra og hef svo sannarlega gert það síðan ég var 11 ára barnapía. Hvað viltu segja við nýútskrifaða þroskaþjálfa? Þótt námi sé lokið þá er það mikilvægasta fram undan og það er starfsreynslan og snertingin við fólkið sem þið vinnið með, sem er stór hluti af því að vera þroskaþjálfi. Hvar starfar þú og hvert er starfsheiti þitt? Ég starfa sem forstöðuþroskaþjálfi í Smiðjunni í Ólafsvík, dagþjónustu fyrir fólk með skerta starfsgetu. Hversu lengi hefurðu gegnt þessu starfi?  Ég hóf störf 1. mars 2021. Hefur þú starfað annars staðar og þá hvar?  Í kjölfar útskriftar fékk ég stöðu sem þroska- þjálfi á leikskólanum Kríubóli á Hellissandi. Starfaði þar í tvö ár. Svo starfaði ég sem þroskaþjálfi við Grunn- skóla Snæfellsbæjar í tvö ár, áður en ég tók við núverandi starfi. Hvenær útskrifaðist þú sem þroskaþjálfi?  Vorið 2016. Hvers vegna valdirðu þroskaþjálfastarfið?  Í sannleika sagt þá hafði ég aldrei hugleitt þetta starfssvið. En árið 2012 var mér boðið hluta- starf í helgarvistun sem var í boði tvær helgar í mánuði fyrir börn og unglinga með fötlun. Þar sem ég er mjög hrifin af fjölbreyttum tækifærum og verkefnum sló ég til. Ég tengdist þessu starfi hratt og fann mig á þessu sviði. Á þessum tíma kynntist ég einnig yndislegri konu, þroskaþjálfa sem heitir Hanna Jónsdóttir, og hún fræddi mig um starfið. Ég kolféll fyrir þessum vettvangi og hóf fjarnám í þroskaþjálfafræði við Háskóla Ís- lands 2013. Hvað viltu segja við nýútskrifaða þroskaþjálfa?  Ekki gefast upp. Þetta starf er svo sannarlega fjölbreytt og áskoranir miklar. En starfsstéttin er ört stækkandi og mikilvægi/þekking hennar og máttur er mikill. Búðu þér til tengslanet með öðrum þroskaþjálfum, því skilningur og stuðn- ingur annarra þroskaþjálfa er mikilvægur á vett- vangi. Oft erum við einyrkjar á vettvangi og það getur verið erfitt þegar álag er mikið. Starfið snýst svo alls ekki alltaf um að finna upp hjólið. Þórheiður Elín Sigurðardóttir. Þroskaþjálfafélag Í s l a n d s Borgartún 6 • 105 Reyk jav ík • S ími 595 5160 • www.throska. i s • throska@throska. i s

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.