Skessuhorn - 29.05.2024, Síða 6

Skessuhorn - 29.05.2024, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 20246 Bifreið fauk út af og valt VESTURLAND: Fram kemur í dagbók Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku að ferðamaður datt og meiddist á Langjökli og var hann fluttur á brott með sjúkrabifreið. Nokkur mál komu inn á borð lögreglu þar sem grjót fauk eða kastaðist á aðrar bifreiðar með þeim afleiðingum að skemmdir hlutust af. Einnig fauk bifreið út af veginum og valt norðan við Akrafjall en engin slys urðu á fólki þar (sjá mynd). Tvö minni háttar umferðaróhöpp komu einnig upp án meiðsla á fólki eða telj- andi skemmda á ökutækjum. -vaks Vígja nýja björgunar­ miðstöð BORGARNES: Sunnu- daginn 2. júní klukkan 14 býður björgunarsveitin Brák í Borgarnesi íbúum og nær- sveitungum til vígsluathafnar á nýju björgunarmiðstöð- inni að Fitjum 2 í Borgarnesi. Stutt athöfn verður klukkan 14 en að henni lokinni boðið upp á léttar kaffiveitingar og skoðun um húsið. Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin fyrir fimm árum, í lok mars 2019, en meðfylgjandi mynd var tekin við það tilefni. -mm Atvinnuleysi mælist 3,6% LANDIÐ: Í apríl síðast- liðnum voru 8.500 atvinnu- lausir samkvæmt árstíðaleið- réttum niðurstöðum Hagstof- unnar. Árstíðaleiðrétt hlut- fall atvinnulausra var 3,6%, hlutfall starfandi var 79,7% og atvinnuþátttaka 82,7%. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi dróst saman um 0,9 prósentu- stig á milli mánaða á sama tíma og hlutfall starfandi jókst um tvö prósentustig og atvinnuþátttaka jókst einnig eða um 1,4 stig. -mm Fjögurra bíla árekstur í göngunum VESTURLAND: Í liðinni viku voru afskipti höfð af 52 ökumönnum í umdæmi Lög- reglunnar á Vesturlandi vegna of hraðs aksturs en sá sem hraðast ók mældist á 145 km/ klst. Tveir ökumenn eru grun- aðir um ölvun við akstur. Í öðru málinu voru ung börn með í för og var málið því afgreitt með aðkomu barnaverndar- yfirvalda. Afskipti voru einnig höfð af nokkrum ökumönnum vegna ýmissa mála, svo sem frágangs á farmi, símanotk- unar, beltisleysis og fleira. Fjögurra bíla árekstur varð í Hvalfjarðargöngum og var um aftanákeyrslur að ræða í því til- viki. Nokkrir voru með minni háttar eymsli eftir óhappið og hugðust fara á eigin vegum til læknis vegna þess. Einnig var ekið á ljósastaur við Hvalfjarðargöng með þeim afleiðingum að bæði staur og ökutæki skemmdist nokkuð en meiðsli ökumanns voru talin minni háttar. -vaks Íbúafundur vegna sam­ einingar SKORRA/BORG: Fimmtu- daginn 30. maí klukkan 18 verður sameiginlegur íbúa- fundur Skorradalshrepps og Borgarbyggðar haldinn í Brún í Bæjarsveit. Umræðuefnið eru þær óformlegu viðræður um sameiningu sveitarfélaganna sem nú standa yfir. Fundurinn verður jafnframt sendur út á Teams. -mm Andlát Hendrik Björn Hermannsson veitingamaður Hendrik Björn Hermanns- son veitingamaður á Hvanneyri er látinn, 49 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur 20. maí síðast- liðinn. Hendrik hafði starfað við veitingasölu um árabil, síð- ustu árin á Hvanneyri og rak m.a. veisluþjónustuna H-veitingar. Hendrik var sonur Kristínar Bene- diktsdóttur og Hermanns Gunn- arssonar, sem best var þekktur sem Hemmi Gunn. Hendrik lætur eftir sig son á þrítugsaldri. Hendrik var þjónn að mennt en árið 2010 fór hann að snúa sér meira að eldhúsinu. Í viðtali sem Skessuhorn tók við hann fyrir fjórum árum sagði Hendrik m.a: „Ég hef verið í þessum bransa í þrjátíu ár og var búinn að reka hótel og veitingastaði í gegnum tíðina þegar ég fór að snúa mér meira að eldamennsku. Þá hafði ég lært margt af þeim snillingum sem höfðu unnið fyrir mig og ég unnið með í gegnum tíðina. Ég hef gaman að þessu öllu; að elda, þjóna og bara vera í kringum gesti. Ég elska að dekra við fólk, það er mín ástríða,“ sagði Hendrik. Í tilkynningu frá fjölskyldu Hendriks síðastliðinn fimmtu- dag kom fram að fyrirtækinu H veitingum hafi nú verið lokað. „Þökkum fyrir vinsemd og við- skipti undanfarin ár. Óskum ykkur velfarnaðar og alls hins besta um ókomna tíð,“ sagði í tilkynningu frá ættingjum. mm Djúp lægð gekk yfir Snæfellsnes á föstudag og laugardag með öfl- ugum vindkviðum sem náðu yfir 35 metra samhliða mikilli úrkomu. Lítið var um óhapp vegna veðurs en hjólhýsi fauk þó á hliðina í Ólafs- vík og í Rifi virkuðu ekki lensi- dælur í tveimur strandveiðibátum og einum í Ólafsvík, en ekki varð tjón svo vitað sé á bátunum. Með- fylgjandi mynd var tekin í Ólafsvík á föstudagsmorgun en þá var mikið hvassviðri og dæmalaus rigning. af Hendrik Björn Hermannsson. Ljósm. úr safni Skessuhorns/arg Hvassviðri og úrhelli í vikulokin

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.