Skessuhorn - 29.05.2024, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 29.05.2024, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 20246 Bifreið fauk út af og valt VESTURLAND: Fram kemur í dagbók Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku að ferðamaður datt og meiddist á Langjökli og var hann fluttur á brott með sjúkrabifreið. Nokkur mál komu inn á borð lögreglu þar sem grjót fauk eða kastaðist á aðrar bifreiðar með þeim afleiðingum að skemmdir hlutust af. Einnig fauk bifreið út af veginum og valt norðan við Akrafjall en engin slys urðu á fólki þar (sjá mynd). Tvö minni háttar umferðaróhöpp komu einnig upp án meiðsla á fólki eða telj- andi skemmda á ökutækjum. -vaks Vígja nýja björgunar­ miðstöð BORGARNES: Sunnu- daginn 2. júní klukkan 14 býður björgunarsveitin Brák í Borgarnesi íbúum og nær- sveitungum til vígsluathafnar á nýju björgunarmiðstöð- inni að Fitjum 2 í Borgarnesi. Stutt athöfn verður klukkan 14 en að henni lokinni boðið upp á léttar kaffiveitingar og skoðun um húsið. Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin fyrir fimm árum, í lok mars 2019, en meðfylgjandi mynd var tekin við það tilefni. -mm Atvinnuleysi mælist 3,6% LANDIÐ: Í apríl síðast- liðnum voru 8.500 atvinnu- lausir samkvæmt árstíðaleið- réttum niðurstöðum Hagstof- unnar. Árstíðaleiðrétt hlut- fall atvinnulausra var 3,6%, hlutfall starfandi var 79,7% og atvinnuþátttaka 82,7%. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi dróst saman um 0,9 prósentu- stig á milli mánaða á sama tíma og hlutfall starfandi jókst um tvö prósentustig og atvinnuþátttaka jókst einnig eða um 1,4 stig. -mm Fjögurra bíla árekstur í göngunum VESTURLAND: Í liðinni viku voru afskipti höfð af 52 ökumönnum í umdæmi Lög- reglunnar á Vesturlandi vegna of hraðs aksturs en sá sem hraðast ók mældist á 145 km/ klst. Tveir ökumenn eru grun- aðir um ölvun við akstur. Í öðru málinu voru ung börn með í för og var málið því afgreitt með aðkomu barnaverndar- yfirvalda. Afskipti voru einnig höfð af nokkrum ökumönnum vegna ýmissa mála, svo sem frágangs á farmi, símanotk- unar, beltisleysis og fleira. Fjögurra bíla árekstur varð í Hvalfjarðargöngum og var um aftanákeyrslur að ræða í því til- viki. Nokkrir voru með minni háttar eymsli eftir óhappið og hugðust fara á eigin vegum til læknis vegna þess. Einnig var ekið á ljósastaur við Hvalfjarðargöng með þeim afleiðingum að bæði staur og ökutæki skemmdist nokkuð en meiðsli ökumanns voru talin minni háttar. -vaks Íbúafundur vegna sam­ einingar SKORRA/BORG: Fimmtu- daginn 30. maí klukkan 18 verður sameiginlegur íbúa- fundur Skorradalshrepps og Borgarbyggðar haldinn í Brún í Bæjarsveit. Umræðuefnið eru þær óformlegu viðræður um sameiningu sveitarfélaganna sem nú standa yfir. Fundurinn verður jafnframt sendur út á Teams. -mm Andlát Hendrik Björn Hermannsson veitingamaður Hendrik Björn Hermanns- son veitingamaður á Hvanneyri er látinn, 49 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur 20. maí síðast- liðinn. Hendrik hafði starfað við veitingasölu um árabil, síð- ustu árin á Hvanneyri og rak m.a. veisluþjónustuna H-veitingar. Hendrik var sonur Kristínar Bene- diktsdóttur og Hermanns Gunn- arssonar, sem best var þekktur sem Hemmi Gunn. Hendrik lætur eftir sig son á þrítugsaldri. Hendrik var þjónn að mennt en árið 2010 fór hann að snúa sér meira að eldhúsinu. Í viðtali sem Skessuhorn tók við hann fyrir fjórum árum sagði Hendrik m.a: „Ég hef verið í þessum bransa í þrjátíu ár og var búinn að reka hótel og veitingastaði í gegnum tíðina þegar ég fór að snúa mér meira að eldamennsku. Þá hafði ég lært margt af þeim snillingum sem höfðu unnið fyrir mig og ég unnið með í gegnum tíðina. Ég hef gaman að þessu öllu; að elda, þjóna og bara vera í kringum gesti. Ég elska að dekra við fólk, það er mín ástríða,“ sagði Hendrik. Í tilkynningu frá fjölskyldu Hendriks síðastliðinn fimmtu- dag kom fram að fyrirtækinu H veitingum hafi nú verið lokað. „Þökkum fyrir vinsemd og við- skipti undanfarin ár. Óskum ykkur velfarnaðar og alls hins besta um ókomna tíð,“ sagði í tilkynningu frá ættingjum. mm Djúp lægð gekk yfir Snæfellsnes á föstudag og laugardag með öfl- ugum vindkviðum sem náðu yfir 35 metra samhliða mikilli úrkomu. Lítið var um óhapp vegna veðurs en hjólhýsi fauk þó á hliðina í Ólafs- vík og í Rifi virkuðu ekki lensi- dælur í tveimur strandveiðibátum og einum í Ólafsvík, en ekki varð tjón svo vitað sé á bátunum. Með- fylgjandi mynd var tekin í Ólafsvík á föstudagsmorgun en þá var mikið hvassviðri og dæmalaus rigning. af Hendrik Björn Hermannsson. Ljósm. úr safni Skessuhorns/arg Hvassviðri og úrhelli í vikulokin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.