Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 50

Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 50
á samtíð Hjálmars. Höfundarnir lýsa honum á síðustu æviárum, þegar fátækt og basl leika hann grátt. Tilhneiging er einnig til að taka til meðferðar síðustu ár hans, þegar hann er flutt- ur í beitarhúsin frá Brekku. B. Kvæði, sem beint styðjast við sögu Hjálm- ars eða eru lögð honum í munn. Til þess flokks tel ég: 1. Andrés Johnson: Forspjallsorðahryða og Bólu-Hj áimarskviða 2. Indriði Þorkelsson: Bólu-Hjálmar 3. Magnús Gíslason: Bólu-Hjálmar 4. Halldór Helgason: Bólu-Hjálmar við hörp- una 5. Ingólfur Davíðsson: Skáldið í kotinu 6. Davíð Stefánsson: Askurinn 7. Davíð Stefánsson: Bólu-Hjálmar kemur til beitarhúsanna. I B-flokknum ber meira á utanaðkomandi á- hrifum. Höfundar hafa verið vel kunnugir sögu Hjálmars og færa sér hana í nyt á beinni hátt. Helztu heimildir um Hjálmar, sem þar koma til greina, eru: Formáli Hannesar Hafsteins að Kvæðum og kviðlingum. Formáli Jóns Þorkelssonar að Ijóð- mælum Hjálmars og Bólu-Hjálmars saga Sím- onar Dalaskálds, sem er full af frásögnum og munnmælum, sem gaman er að, þótt sjálft ritið sé slæmt að heimildagildi og skekkjur margar. í heild er Hjálmar vel sæmdur af þessum ljóðum. Á þeim 88 árum, sem liðu milli elzta og yngsta kvæðisins, eru menn sífellt að minn- ast alþýðuskáldsins, sem sjálfur veitir svo mörg- um ánægju með Ijóðum sínum. Vel fer á því að minnast erindis Þorsteins Erlingssonar úr kvæði hans, Þín heift vœri betri, sem er sann- kallaður samnefnari allra kvæðanna. En þiggirðu í auðmýkt þinn ákveðinn skamt, þá úldnaðu þegjandi, en mundu það samt, að dýr eru geitunum griðin. Og vittu þó heimskínginn hræki á þann svörð, þar Hjálmar á Bólu er geymdur í jörð, að konúngur liggur þar liðinn. HJÁLMAR JÓNSSON Fyrsta erfiljóðið um Hjálmar Jónsson birtist í Norðlingi 14. október 1875. Nafns höfundar er ekki getið, en undir er prentað J. J. Mun höf- undur vera Jónas Jónsson frá Hrafnagili. Finn- ur Sigmundsson segir svo í æviágripi Hjálmars: „Síðar um haustið (14. október) birtist í blað- inu Norðanfara á Akureyri kvæði um Hjálmar eftir Jónas Jónsson, sem þá mun hafa verið ný- kominn í skóla, en varð seinna prestur á Hrafna- gili í Eyjafirði og þjóðkunnur maður."1 Sem Norðlendingi munu Jónasi hafa verið vel kunnar sagnir af Hjálmari og hann ef til vill þekkt hann sjálfur. Fátækur unglingspiltur, ný- kominn í skóla, hrífst auðveldlega af styrk og viljafestu alþýðuskáldsins. Einbeitni Hjálmars og barátta gegn þröngsýni samtíðarinnar snerta viðkvæma strengi í brjósti unglingsins, sem elst upp á tímum fátæktar og skilningsleysis. Kvæði Hjálmars og kviðlingar voru löngu þekkt manna á milli og gengu bæ frá bæ, þótt ljóðmæli hans væru ekki prentuð fyrr en árið 1879 fyrir forgöngu þeirra Jóns á Gautlöndum og séra Arnljóts Ólafssonar. Kvæði Jónasar ber með sér, að höfundur er ungur að árum og ekki fastmótaður í ljóðagerð sinni. Það er fremur stutt, eða 48 braglínur alls. Fyrsta erindið lýsir viðbrögðum náttúrunnar. Aldan, er skellur á hömrunum, árnar í fjalla- hlíðunum, fossinn í gljúfrinu, allt ber vitni um drunga og sorg: Dynur nú hrönn á hömrum blá háum og myrkum sorgarómi Orðin falla mjög vel að efninu og ná þeirri duld, sem yfir erindinu á að hvíla. Sögnin dynj'a og lýsingarorðin myrkur, dimmur, svartur og gráhvítur gera lýsinguna áhrifamikla og ógn- andi og boða dapurlegan atburð. Annað erindið er byggt á spurningum. Hvar er hetjan, sem sló á gýgju Braga? Hetjan, er kvað um hæð og eng, hvar sem bragnar voru staddir, og úr titrandi töfrastreng tröllauknar nísti goðaraddir? 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.