Mímir - 01.06.1967, Qupperneq 50

Mímir - 01.06.1967, Qupperneq 50
á samtíð Hjálmars. Höfundarnir lýsa honum á síðustu æviárum, þegar fátækt og basl leika hann grátt. Tilhneiging er einnig til að taka til meðferðar síðustu ár hans, þegar hann er flutt- ur í beitarhúsin frá Brekku. B. Kvæði, sem beint styðjast við sögu Hjálm- ars eða eru lögð honum í munn. Til þess flokks tel ég: 1. Andrés Johnson: Forspjallsorðahryða og Bólu-Hj áimarskviða 2. Indriði Þorkelsson: Bólu-Hjálmar 3. Magnús Gíslason: Bólu-Hjálmar 4. Halldór Helgason: Bólu-Hjálmar við hörp- una 5. Ingólfur Davíðsson: Skáldið í kotinu 6. Davíð Stefánsson: Askurinn 7. Davíð Stefánsson: Bólu-Hjálmar kemur til beitarhúsanna. I B-flokknum ber meira á utanaðkomandi á- hrifum. Höfundar hafa verið vel kunnugir sögu Hjálmars og færa sér hana í nyt á beinni hátt. Helztu heimildir um Hjálmar, sem þar koma til greina, eru: Formáli Hannesar Hafsteins að Kvæðum og kviðlingum. Formáli Jóns Þorkelssonar að Ijóð- mælum Hjálmars og Bólu-Hjálmars saga Sím- onar Dalaskálds, sem er full af frásögnum og munnmælum, sem gaman er að, þótt sjálft ritið sé slæmt að heimildagildi og skekkjur margar. í heild er Hjálmar vel sæmdur af þessum ljóðum. Á þeim 88 árum, sem liðu milli elzta og yngsta kvæðisins, eru menn sífellt að minn- ast alþýðuskáldsins, sem sjálfur veitir svo mörg- um ánægju með Ijóðum sínum. Vel fer á því að minnast erindis Þorsteins Erlingssonar úr kvæði hans, Þín heift vœri betri, sem er sann- kallaður samnefnari allra kvæðanna. En þiggirðu í auðmýkt þinn ákveðinn skamt, þá úldnaðu þegjandi, en mundu það samt, að dýr eru geitunum griðin. Og vittu þó heimskínginn hræki á þann svörð, þar Hjálmar á Bólu er geymdur í jörð, að konúngur liggur þar liðinn. HJÁLMAR JÓNSSON Fyrsta erfiljóðið um Hjálmar Jónsson birtist í Norðlingi 14. október 1875. Nafns höfundar er ekki getið, en undir er prentað J. J. Mun höf- undur vera Jónas Jónsson frá Hrafnagili. Finn- ur Sigmundsson segir svo í æviágripi Hjálmars: „Síðar um haustið (14. október) birtist í blað- inu Norðanfara á Akureyri kvæði um Hjálmar eftir Jónas Jónsson, sem þá mun hafa verið ný- kominn í skóla, en varð seinna prestur á Hrafna- gili í Eyjafirði og þjóðkunnur maður."1 Sem Norðlendingi munu Jónasi hafa verið vel kunnar sagnir af Hjálmari og hann ef til vill þekkt hann sjálfur. Fátækur unglingspiltur, ný- kominn í skóla, hrífst auðveldlega af styrk og viljafestu alþýðuskáldsins. Einbeitni Hjálmars og barátta gegn þröngsýni samtíðarinnar snerta viðkvæma strengi í brjósti unglingsins, sem elst upp á tímum fátæktar og skilningsleysis. Kvæði Hjálmars og kviðlingar voru löngu þekkt manna á milli og gengu bæ frá bæ, þótt ljóðmæli hans væru ekki prentuð fyrr en árið 1879 fyrir forgöngu þeirra Jóns á Gautlöndum og séra Arnljóts Ólafssonar. Kvæði Jónasar ber með sér, að höfundur er ungur að árum og ekki fastmótaður í ljóðagerð sinni. Það er fremur stutt, eða 48 braglínur alls. Fyrsta erindið lýsir viðbrögðum náttúrunnar. Aldan, er skellur á hömrunum, árnar í fjalla- hlíðunum, fossinn í gljúfrinu, allt ber vitni um drunga og sorg: Dynur nú hrönn á hömrum blá háum og myrkum sorgarómi Orðin falla mjög vel að efninu og ná þeirri duld, sem yfir erindinu á að hvíla. Sögnin dynj'a og lýsingarorðin myrkur, dimmur, svartur og gráhvítur gera lýsinguna áhrifamikla og ógn- andi og boða dapurlegan atburð. Annað erindið er byggt á spurningum. Hvar er hetjan, sem sló á gýgju Braga? Hetjan, er kvað um hæð og eng, hvar sem bragnar voru staddir, og úr titrandi töfrastreng tröllauknar nísti goðaraddir? 50

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.