Mímir - 01.03.1968, Síða 15

Mímir - 01.03.1968, Síða 15
til landsins, ritöld hefst og síðan bókagerð, skellur yfir flóðbylgja erlendra áhrifa kristn- innar með miklum þunga, og vafasamt er, hvort önnur öld í íslenzkri sögu er auðugri að menningu umheimsins og lærdómi en 12ta öld- in. Sagnaritun Sæmundar og Ara er sprottin upp úr kristnum jarðvegi meginlandsins, hinar helgu þýðingar latneskra prédikana, málfræði, mælskulist, læknisfræði, landafræði og náttúru- fræði, stjarnfræði, rökfræði, tölvísi, rímfræði, flatarmálsfræði, sönglist og jafnvel sú fræði- grein, er lengst hefur þótt þjóðlegust allra greina á Islandi — ættfræðin — allt er þetta í nánum tengslum við kristna menningu um- heimsins — og síðar, á 13du öld, vex úr þessari frjómold sú grein, er hæst ber og sérstæðust er í kristinni miðaldamenningu Islendinga — sagnaritunin. En þrátt fyrir hin sterku áhrif er- lendrar kristni, var menningarlegur styrkur og sjálfstæður sköpunarmáttur þjóðarinnar svo mikill, að innlendur lærdómur setti alls staðar mark sitt á — með því að ritað var á íslenzku þegar í upphafi ritaldar am flest hin nýju þekk- ingarsvið, og er ekki að efa, að hin forna kveð- skaparíþrótt Islendinga á þar drýgstan þátt, enda er hún þegar samofin sumum þessum nýju þekkingarsviðum. Margar hinna erlendu fræðigreina urðu því þegar eign alþýðumanna. Þóroddur nmameistari, fyrsti íslenzki málfræð- ingurinn, sem sögur fara af, var trésmiður, Stjörnu-0ddi og Bjarni tölvísi voru alþýðu- menn, e. t. v. Þingeyingar. Það er því ekki að undra, þótt tökumerkingar, tökugervingar og ekki sízt tökuorð séu mörg, þegar í upphafi rit- aldar. Erlend máláhrif berast með tvennum hætti: beint í talmálið vegna náinna samskipta ólíkra málsamfélaga ellegar í ritmál vegna þýðinga á erlendum bókmenntum eða við lesmr þeifra. Einhver virðulegra áheyrenda minna hefur vonandi tekið eftir því, að enn hefur engu orði verið minnzt á latínu og latnesk máláhrif á íslenzkum orðaforða, enda þótt latína hafi lengst af verið mál hinnar alþjóðlegu kaþólsku kirkju, og á því máli hafi verið öll rit hennar svo og messugjörð. Þessu hefur verið skotið á frest, þar sem sennilegt er, að beinna latínuáhrifa á íslenzkt mál, einkum orðaforða, taki fyrst að gæta að marki á 12tu öld, þegar stofnanir kirkjunnar taka að eflast og menntun þjóna hennar inn- lendra að aukast. Halldór Halldórsson prófessor flutti á liðnu hausti fyrirlestra við University College í Lund- únum, og fjallaði hann m. a. um kristin áhrif á íslenzkan orðaforða að fornu. I þessum fyrir- lestrum segir hann, að íslenzk kirkjusaga sýni, að kristin áhrif á íslenzkan orðaforða séu að mestu fram komin um miðja 12tu öld. Þessu get ég verið sammála, enda þótt ekki megi ætla, að kristnum áhrifum sé þar með lokið. Efling klaustra á ofanverðri 12tu öld og á 13du öld hefur að sjálfsögðu haft mikil áhrif á mál, og á 13du öld er ritað á íslenzku um mælsku- list, rökfræði og málfræði — að sjálfsögðu að latneskri fyrirmynd, og mun þetta hafa haft sín áhrif, einkum á kveðskap, en krist- inna áhrifa tekur engu að síður að gæta í kveðskap íslendinga þegar á lOdu öld, eins og rakið er í bók Wolfgangs LANGE: Studien zur christlichen Dichtung der Nordgermanen Palestra 222. [1958]. Hér verður því látið staðar numið, um miðja 12tu öld, að rekja sögulegar staðreyndir og menningarsöguleg rök, sem styðjast má við, þegar athuguð eru kristin áhrif á íslenzkan orðaforða að fornu. Að lokum skal lítillega vikið að nokkrum dæmum um tökuyrði, sem berast í málið með kristninni, og fyrst nefnd dæmi úr kirkjumáli. Orðið heidingi er upphaflega notað um þann, sem býr í heiðinni, og í fornum kvæðum virðist ávallt átt við úlfinn. Nikulás ábóti Bergsson, sem dáinn er 1159, notar þetta orð hins vegar um ókristið fólk í Jóans drápu postula, og í sömu merkingu notar Einar Skúlason, sam- tímamaður Nikulásar, orð þetta í kvæði sínu um Ólaf konung helga og nefnt hefur verið 15

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.