Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 15

Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 15
til landsins, ritöld hefst og síðan bókagerð, skellur yfir flóðbylgja erlendra áhrifa kristn- innar með miklum þunga, og vafasamt er, hvort önnur öld í íslenzkri sögu er auðugri að menningu umheimsins og lærdómi en 12ta öld- in. Sagnaritun Sæmundar og Ara er sprottin upp úr kristnum jarðvegi meginlandsins, hinar helgu þýðingar latneskra prédikana, málfræði, mælskulist, læknisfræði, landafræði og náttúru- fræði, stjarnfræði, rökfræði, tölvísi, rímfræði, flatarmálsfræði, sönglist og jafnvel sú fræði- grein, er lengst hefur þótt þjóðlegust allra greina á Islandi — ættfræðin — allt er þetta í nánum tengslum við kristna menningu um- heimsins — og síðar, á 13du öld, vex úr þessari frjómold sú grein, er hæst ber og sérstæðust er í kristinni miðaldamenningu Islendinga — sagnaritunin. En þrátt fyrir hin sterku áhrif er- lendrar kristni, var menningarlegur styrkur og sjálfstæður sköpunarmáttur þjóðarinnar svo mikill, að innlendur lærdómur setti alls staðar mark sitt á — með því að ritað var á íslenzku þegar í upphafi ritaldar am flest hin nýju þekk- ingarsvið, og er ekki að efa, að hin forna kveð- skaparíþrótt Islendinga á þar drýgstan þátt, enda er hún þegar samofin sumum þessum nýju þekkingarsviðum. Margar hinna erlendu fræðigreina urðu því þegar eign alþýðumanna. Þóroddur nmameistari, fyrsti íslenzki málfræð- ingurinn, sem sögur fara af, var trésmiður, Stjörnu-0ddi og Bjarni tölvísi voru alþýðu- menn, e. t. v. Þingeyingar. Það er því ekki að undra, þótt tökumerkingar, tökugervingar og ekki sízt tökuorð séu mörg, þegar í upphafi rit- aldar. Erlend máláhrif berast með tvennum hætti: beint í talmálið vegna náinna samskipta ólíkra málsamfélaga ellegar í ritmál vegna þýðinga á erlendum bókmenntum eða við lesmr þeifra. Einhver virðulegra áheyrenda minna hefur vonandi tekið eftir því, að enn hefur engu orði verið minnzt á latínu og latnesk máláhrif á íslenzkum orðaforða, enda þótt latína hafi lengst af verið mál hinnar alþjóðlegu kaþólsku kirkju, og á því máli hafi verið öll rit hennar svo og messugjörð. Þessu hefur verið skotið á frest, þar sem sennilegt er, að beinna latínuáhrifa á íslenzkt mál, einkum orðaforða, taki fyrst að gæta að marki á 12tu öld, þegar stofnanir kirkjunnar taka að eflast og menntun þjóna hennar inn- lendra að aukast. Halldór Halldórsson prófessor flutti á liðnu hausti fyrirlestra við University College í Lund- únum, og fjallaði hann m. a. um kristin áhrif á íslenzkan orðaforða að fornu. I þessum fyrir- lestrum segir hann, að íslenzk kirkjusaga sýni, að kristin áhrif á íslenzkan orðaforða séu að mestu fram komin um miðja 12tu öld. Þessu get ég verið sammála, enda þótt ekki megi ætla, að kristnum áhrifum sé þar með lokið. Efling klaustra á ofanverðri 12tu öld og á 13du öld hefur að sjálfsögðu haft mikil áhrif á mál, og á 13du öld er ritað á íslenzku um mælsku- list, rökfræði og málfræði — að sjálfsögðu að latneskri fyrirmynd, og mun þetta hafa haft sín áhrif, einkum á kveðskap, en krist- inna áhrifa tekur engu að síður að gæta í kveðskap íslendinga þegar á lOdu öld, eins og rakið er í bók Wolfgangs LANGE: Studien zur christlichen Dichtung der Nordgermanen Palestra 222. [1958]. Hér verður því látið staðar numið, um miðja 12tu öld, að rekja sögulegar staðreyndir og menningarsöguleg rök, sem styðjast má við, þegar athuguð eru kristin áhrif á íslenzkan orðaforða að fornu. Að lokum skal lítillega vikið að nokkrum dæmum um tökuyrði, sem berast í málið með kristninni, og fyrst nefnd dæmi úr kirkjumáli. Orðið heidingi er upphaflega notað um þann, sem býr í heiðinni, og í fornum kvæðum virðist ávallt átt við úlfinn. Nikulás ábóti Bergsson, sem dáinn er 1159, notar þetta orð hins vegar um ókristið fólk í Jóans drápu postula, og í sömu merkingu notar Einar Skúlason, sam- tímamaður Nikulásar, orð þetta í kvæði sínu um Ólaf konung helga og nefnt hefur verið 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.