Mímir - 01.03.1968, Síða 26

Mímir - 01.03.1968, Síða 26
AGNAR HALLGRÍMSSON: ÖSKJUGOSIÐ 1875 OG AFLEIÐINGAR ÞESS 1. ELDGOS í ÖSKJU 29. MARZ 1875 I miðju Ödáðahrauni austanverðu er hring- myndaður fjallaklasi, sem Dyngjufjöll nefnast. Fjöli þessi umlykja eins konar skál inni í miðju hringsins, sem hlotið hefur nafnið Askja, og er það vissulega réttnefni. I botni öskjunnar er nú allstórt og djúpt stöðuvatn, sem allt hefur myndazt eftir árið 1875. I Öskju og Dyngjufjöllum hafa öðru hverju allt frá upphafi Islandsbyggðar verið mikil elds- umbrot og eldgos, enda þótt ekki sé vitað um með fullri vissu nema nokkur þeirra. Eitt þess- ara eldgosa er Öskjugosið 1875, sem fjallað mun verða um í ritgerð þessari, eitthvert stór- kostlegasta og afdrifaríkasta eldgos, sem orðið hefur hér á landi síðan sögur hófust. Skal þess- um atburðum lýst hér nokkru nánar. Á annan í páskum árið 1875, sem þá bar upp á 29. marz, varð í Öskju ógurlegt sprengigos, eitthvert hið allra mesta að magni til, sem dæmi eru um hér á landi. I þessu mikla gosi barst aska og vikur yfir mestan hluta Austurlands og hafði í för með sér eyðingu fjölda býla um lengri eða skemmri tíma, einkum þó á efra hluta Jökuldals, en þar varð öskufallið mest. Askan barst alla leið til Noregs og Svíþjóðar, svo og Þýzkalands. Sagt er, að óvanalega mikil hlýindi hafi verið á Austurlandi þennan vetur, og síðustu dagana fyrir eldgosið hafi ríkt suðvestan átt á Jökuldal með afar sterkum þíðvindi, og komst hitinn allt upp í 10 stig R. Leysti þá upp allan gadd af hálendinu, en snjór var í lautum og lægð- um.1 Allmargar samtíma lýsingar eru til af ösku- fallinu, og ber þeim yfirleitt saman í aðalatrið- um. Einna þekktust mun vera lýsing Gunnlaugs Snædals, þáverandi bónda á Eiríksstöðum á Jökuldal, en Eiríksstaðir voru einn þeirra bæja, sem næstir lágu eldsupptökunum og urðu hvað harðast úti af völdum öskufallsins. Samkvæmt frásögn Gunnlaugs hefst ösku- fallið á Efra-Jökuldal kl. 3J4 aðfaranótt hins 29. marz. Þá varð smávegis öskufall á svæðinu fyrir innan Gilsá (þverá Jökulsár á Dal), en hvergi annars staðar í byggð, svo vitað sé. Sú aska, sem þá féll, var mjög fíngerð og ólík þeirri, sem féll í aðalgosinu um morguninn og daginn eftir. Þetta fíngerða öskufall stóð yfir í aðeins eina klukkustund og varð þykkt þess um tveir þumlungar. Því næst rofaði aftur til, og varð hlé á öskufallinu fram til kl. 7 um morg- uninn, en þá dundi aðalvikuröskufallið yfir. Féllu þá á Efra-Jökuldal vikursteinar allt að mannshnefastórir. Þetta vikuröskufall stóð þar til um kl. 12 á hádegi, en utar á dalnum til kl. 1 e. h., en þar hófst það líka nokkru síðar.2 I Þingmúla í Skriðdal, sem er á Upp-Héraði, stóð öskufallið yfir frá kl. 07 til kl. 4 e. h., í Seyðisfirði og Loðmundarfirði frá kl. 08 til kl. 1 e. h., í Reyðarfirði frá kl. 10 til 4 e. h. og í Berufirði frá kl. 1 e. h. alveg fram á kvöld.3 Af þessum tölum má sjá, að öskufallið verður nokkurn veginn í öfugu hlutfalli við fjarlægð- ina frá eldsstöðvunum. Þó virðist svo sem það hafi byrjað nokkru fyrr nyrzt í gosgeiranum og síðan sveigzt til suð-austurs, að líkindum undan norðaustlægum vindi. Hefur það forðað Vopna- 26

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.