Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 26

Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 26
AGNAR HALLGRÍMSSON: ÖSKJUGOSIÐ 1875 OG AFLEIÐINGAR ÞESS 1. ELDGOS í ÖSKJU 29. MARZ 1875 I miðju Ödáðahrauni austanverðu er hring- myndaður fjallaklasi, sem Dyngjufjöll nefnast. Fjöli þessi umlykja eins konar skál inni í miðju hringsins, sem hlotið hefur nafnið Askja, og er það vissulega réttnefni. I botni öskjunnar er nú allstórt og djúpt stöðuvatn, sem allt hefur myndazt eftir árið 1875. I Öskju og Dyngjufjöllum hafa öðru hverju allt frá upphafi Islandsbyggðar verið mikil elds- umbrot og eldgos, enda þótt ekki sé vitað um með fullri vissu nema nokkur þeirra. Eitt þess- ara eldgosa er Öskjugosið 1875, sem fjallað mun verða um í ritgerð þessari, eitthvert stór- kostlegasta og afdrifaríkasta eldgos, sem orðið hefur hér á landi síðan sögur hófust. Skal þess- um atburðum lýst hér nokkru nánar. Á annan í páskum árið 1875, sem þá bar upp á 29. marz, varð í Öskju ógurlegt sprengigos, eitthvert hið allra mesta að magni til, sem dæmi eru um hér á landi. I þessu mikla gosi barst aska og vikur yfir mestan hluta Austurlands og hafði í för með sér eyðingu fjölda býla um lengri eða skemmri tíma, einkum þó á efra hluta Jökuldals, en þar varð öskufallið mest. Askan barst alla leið til Noregs og Svíþjóðar, svo og Þýzkalands. Sagt er, að óvanalega mikil hlýindi hafi verið á Austurlandi þennan vetur, og síðustu dagana fyrir eldgosið hafi ríkt suðvestan átt á Jökuldal með afar sterkum þíðvindi, og komst hitinn allt upp í 10 stig R. Leysti þá upp allan gadd af hálendinu, en snjór var í lautum og lægð- um.1 Allmargar samtíma lýsingar eru til af ösku- fallinu, og ber þeim yfirleitt saman í aðalatrið- um. Einna þekktust mun vera lýsing Gunnlaugs Snædals, þáverandi bónda á Eiríksstöðum á Jökuldal, en Eiríksstaðir voru einn þeirra bæja, sem næstir lágu eldsupptökunum og urðu hvað harðast úti af völdum öskufallsins. Samkvæmt frásögn Gunnlaugs hefst ösku- fallið á Efra-Jökuldal kl. 3J4 aðfaranótt hins 29. marz. Þá varð smávegis öskufall á svæðinu fyrir innan Gilsá (þverá Jökulsár á Dal), en hvergi annars staðar í byggð, svo vitað sé. Sú aska, sem þá féll, var mjög fíngerð og ólík þeirri, sem féll í aðalgosinu um morguninn og daginn eftir. Þetta fíngerða öskufall stóð yfir í aðeins eina klukkustund og varð þykkt þess um tveir þumlungar. Því næst rofaði aftur til, og varð hlé á öskufallinu fram til kl. 7 um morg- uninn, en þá dundi aðalvikuröskufallið yfir. Féllu þá á Efra-Jökuldal vikursteinar allt að mannshnefastórir. Þetta vikuröskufall stóð þar til um kl. 12 á hádegi, en utar á dalnum til kl. 1 e. h., en þar hófst það líka nokkru síðar.2 I Þingmúla í Skriðdal, sem er á Upp-Héraði, stóð öskufallið yfir frá kl. 07 til kl. 4 e. h., í Seyðisfirði og Loðmundarfirði frá kl. 08 til kl. 1 e. h., í Reyðarfirði frá kl. 10 til 4 e. h. og í Berufirði frá kl. 1 e. h. alveg fram á kvöld.3 Af þessum tölum má sjá, að öskufallið verður nokkurn veginn í öfugu hlutfalli við fjarlægð- ina frá eldsstöðvunum. Þó virðist svo sem það hafi byrjað nokkru fyrr nyrzt í gosgeiranum og síðan sveigzt til suð-austurs, að líkindum undan norðaustlægum vindi. Hefur það forðað Vopna- 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.