Mímir - 01.03.1968, Page 33

Mímir - 01.03.1968, Page 33
UM LEIKHÚS JÓHANN SIGURJÓNSSON OG TVÆR NÝJAR LEIKSÝNINGAR i. Svo skemmtilega vill til, að á nýliðnu ári hafa leikhúsin í Reykjavík hafið sýningar á tveimur helztu verkum Jóhanns Sigurjónssonar, Fjalla- Eyvindi og Galdra-Lofti, og skömmu áður kom út á íslenzku bók um skáldið, þar sem bæði þessi leikrit voru m. a. könnuð og nýjar heim- ildir birtar fyrsta sinni.1 Ætla má, að þetta beri allt vitni um vaxandi áhuga á verkum Jóhanns, og er því fróðlegt að athuga, hvaða tökum verk hans eru tekin í leikhúsunum, hvaða þættir í skáldskap hans höfða helzt til íslenzkra leik- húsmanna. I því, sem hér fer á eftir, verður gerð örlítil úttekt á sýningunum í þessu skyni og vikið að blaðadómum. Enda þótt bók Toldbergs bæti talsvert úr skák, er bagalegt, að mörg handrit að verkum Jóhanns hafa ekki enn verið prentuð, þ. á m. leikþættir og drög að sömdum og ósömdum leikritum. Ekki hefur einu sinni verið full- kannaður texti þessara tveggja, vinsælu leilt- rita; þess skal þó getið, að Gísli Halldórsson mun hafa tekizt á hendur að rannsaka texta Fjalla-Eyvindar, áður en í sýningu var ráðizt. Eg hef ekki haft aðstöðu til að kanna þær breyt- ingar, sem prentaði textinn hefur tekið í þeim meðförum, enda kemur það efni að óverulegu leyti við viðfangsefni þessarar greinar. En mik- 1 Helge Toldberg, Jóhann Sigurjónsson. Heims- kringla, Reykjavík 1966. ill fengur væri að því, ef einhver tæki sér það verkefni til meistaraprófs í íslenzkum fræðum að búa verk Jóhanns til prentunar og gera bók- menntalega greinargerð fyrir þeim með frum- rannsókn Toldbergs að leiðarljósi. II. A 80 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur, 11. janúar á s. 1. ári, var frumsýndur Fjalla-Eyvind- ur í Iðnó, og hlaut sýningin yfirleitt afbragðs- góða dóma. Leikstjóri var Gísli Halldórsson. Leikmyndir Steinþórs Sigurðssonar voru hefð- bundnar og með miklum raunveruleikablæ; baðstofan nákvæm eftirlíking á slíkum vistar- verum, klettarnir mjög eðlilegir og grasi vaxn- ir í öðrum þætti, en í þeim þætti og hinum þriðja var varpað á vegginn litmynd, að mig minnir af fjallasýn á Kjalvegi sunnanverðum. Kofinn sýldur og þröngur. Búningar féllu að sviðsmyndum, sóttir til síns tíma. Verk Jóhanns Sigurjónssonar eru orðin klass- ísk; þau eru að heita má einu frambærilegu verkin með því heiti, sem til hafa orðið á hin- um stutta ferli íslenzkrar leikritunar. Sú spurn- ing hlýtur að vakna, þegar athuguð er svið- setning þessara tveggja leikrita, hvernig rétt sé að sviðsetja klassísk leikhúsverk. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja, að sama leikritið get- ur tekið á sig gerólíkar myndir í höndum tveggja leikstjóra, enda þótt báðir fylgi textan- 33

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.