Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 33

Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 33
UM LEIKHÚS JÓHANN SIGURJÓNSSON OG TVÆR NÝJAR LEIKSÝNINGAR i. Svo skemmtilega vill til, að á nýliðnu ári hafa leikhúsin í Reykjavík hafið sýningar á tveimur helztu verkum Jóhanns Sigurjónssonar, Fjalla- Eyvindi og Galdra-Lofti, og skömmu áður kom út á íslenzku bók um skáldið, þar sem bæði þessi leikrit voru m. a. könnuð og nýjar heim- ildir birtar fyrsta sinni.1 Ætla má, að þetta beri allt vitni um vaxandi áhuga á verkum Jóhanns, og er því fróðlegt að athuga, hvaða tökum verk hans eru tekin í leikhúsunum, hvaða þættir í skáldskap hans höfða helzt til íslenzkra leik- húsmanna. I því, sem hér fer á eftir, verður gerð örlítil úttekt á sýningunum í þessu skyni og vikið að blaðadómum. Enda þótt bók Toldbergs bæti talsvert úr skák, er bagalegt, að mörg handrit að verkum Jóhanns hafa ekki enn verið prentuð, þ. á m. leikþættir og drög að sömdum og ósömdum leikritum. Ekki hefur einu sinni verið full- kannaður texti þessara tveggja, vinsælu leilt- rita; þess skal þó getið, að Gísli Halldórsson mun hafa tekizt á hendur að rannsaka texta Fjalla-Eyvindar, áður en í sýningu var ráðizt. Eg hef ekki haft aðstöðu til að kanna þær breyt- ingar, sem prentaði textinn hefur tekið í þeim meðförum, enda kemur það efni að óverulegu leyti við viðfangsefni þessarar greinar. En mik- 1 Helge Toldberg, Jóhann Sigurjónsson. Heims- kringla, Reykjavík 1966. ill fengur væri að því, ef einhver tæki sér það verkefni til meistaraprófs í íslenzkum fræðum að búa verk Jóhanns til prentunar og gera bók- menntalega greinargerð fyrir þeim með frum- rannsókn Toldbergs að leiðarljósi. II. A 80 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur, 11. janúar á s. 1. ári, var frumsýndur Fjalla-Eyvind- ur í Iðnó, og hlaut sýningin yfirleitt afbragðs- góða dóma. Leikstjóri var Gísli Halldórsson. Leikmyndir Steinþórs Sigurðssonar voru hefð- bundnar og með miklum raunveruleikablæ; baðstofan nákvæm eftirlíking á slíkum vistar- verum, klettarnir mjög eðlilegir og grasi vaxn- ir í öðrum þætti, en í þeim þætti og hinum þriðja var varpað á vegginn litmynd, að mig minnir af fjallasýn á Kjalvegi sunnanverðum. Kofinn sýldur og þröngur. Búningar féllu að sviðsmyndum, sóttir til síns tíma. Verk Jóhanns Sigurjónssonar eru orðin klass- ísk; þau eru að heita má einu frambærilegu verkin með því heiti, sem til hafa orðið á hin- um stutta ferli íslenzkrar leikritunar. Sú spurn- ing hlýtur að vakna, þegar athuguð er svið- setning þessara tveggja leikrita, hvernig rétt sé að sviðsetja klassísk leikhúsverk. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja, að sama leikritið get- ur tekið á sig gerólíkar myndir í höndum tveggja leikstjóra, enda þótt báðir fylgi textan- 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.