Jólablaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 7

Jólablaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 7
★ ★★★★★ ★★★★★★ „Jæja, jæja — minna má það ekki kosta en ég fari að biðja beininga." „Hvað er annað að gera? Er þetta ekki fjórði dagur- inn, sem við höfum lifað á mjólkurdropanum úr kýr- greyinu, og hljóða börnin ekki af hungri og ertu ekki sársvangur sjálfur, og er ég ekki svöng? Hvað lengi komumst við af svona?" „Svona, svona — það er satt, sem þú segir, en hvaða fjandans æði er þetta, kona.“ „Drottinn minn dýri! Ertu nú líka farinn að blóta. Hvað hefurðu eiginlega gert, til þess að við þyrftum ekki að svelta? Þarna hefurðu legið og flatmagað á ofn- inum allan liðlangan veturinn og beðið eftir því, að skóg- arherrarnir kæmu til að bjóða okkur mat. En þeir eru ekki komnir og koma ekki heldur í vetur. Það er allt of lítill snjór í skóginum til þess að hægt sé að aka timbri, og þess vegna verðum við að svelta heilu hungri. Það veiztu sjálfur. Og hefði ég ekki fengið það allra nauðsyn- legasta að láni hjá nágrönnunum, þá værum við dauð úr hungri. En þú hreyfir þig ekki, karlinn. Þú vilt bara skera kúna, þó að við eigum nóg af heyi handa henni, og þó að það sé hún, sem hefur haldið í okkur líftórunni. —- En, sjáðu nú til, nú er ekki lengur um lán að ræða hjá nágrönnunum. Þeir hafa sjálfir orðið að fara til kirkju- þorpsins og þiggja af ríkinu — eins og það sé líka að betla, þegar sjálfur keisarinn býður. Meira að segja hús- bóndinn í Stóragarði getur ekkert látið af mörkum, það sagði hann mér sjálfur í dag. Og ég fékk ekki heldur annað en þennan brauðbita handa mér og þetta handa börnunum." Hún lætur sneið af hörðu og svörtu barkarbrauði á borðið, og börnin horfa með áfergju á sælgætið. „Er nóg komið?“ spyr Antti, þegar kona hans nemur staðar til að kasta mæðinni og fer að klæða sig úr yfir- höfninni. Hún anzar honum ekki, en gengur að vöggunni með yngsta barnið og býst til að gefa því brjóstið. Þá skreiðist Antti niður af ofninum, teygir úr sér eins og hann væri að vakna, gengur nokkur skref í áttina til kon- unnar eins og hann ætli að segja eitthvað við hana, en hættir við það og gengur út lotinn í herðum. Kulda- strokan stendur inn í stofuna með gólfinu, því að Antti lætur sér ekki liggja á að loka dyrunum. Konan kallar á eftir honum: „Ætlarðu nú líka að gera út af við okkur með kulda?“ í þessu fellur hurðin að stöfum. Anna snýr sér að börnunum. Yngsta barnið er mett, og nú tekur hún hálf- fulla mjólkurskál út úr skápnum, lætur svarta barkar- brauðið niður í hana, svo að það blotni í því, og býr nú hátíðamat handa börnunum, sem flykkjast í kringum hana. Þau hafa ekki smakkað matarbita allan daginn. Þegar veizlan stendur sem hæst, kemur Antti inn og heldur á skíðunum sínum. Hann getur ekki stillt sig um að skotra sem snöggvast löngunarfullum augum að veizlukostinum, strýkur handarbakinu um munninn og kingir munnvatninu. Síðan kveikir hann á trékveikju og sezt í rökkrinu við arininn til þess að gera við skíðin. Kona hans horfir þögul á, drættirnir í andlitinu mýkjast og loks segir hún án þess þó að snúa sér að honum: „Ætli þú getir ekki fengið að aka með einhverjum frá Pusula. Það er varla svo, að einhver þeirra þurfi ekki að fara í kaupstað fyrir jólin.“ „Ég kæri mig kollóttan um hestana þeirra, þegar ég get gengið sjálfur.“ „En það eru sex mílur til kirkjunnar, og þú hefur ekki smakkað ærlegan matarbita í heila viku.“ „Ég er ekki svo máttvana, að ég geti ekki rennt mér nokkrar mílur á skíðum.“ „En það eru brekkur á leiðinni og svo þarftu að bera mjölpokann heim.“ Ekkert svar, það hummaði ekki einu sinni í honum. Onnu finnst hún hafa ráðið manni sínum nóg, lætur börnin fara að sofa, tekur rokkinn sinn og fer að spinna eins og hún hefur gert á hverju kvöldi allan veturinn. Það suðar í rokknum og snarkar í trékveikjunum, þær brenna út og kveikt er á nýjum, en ekkert orð er sagt. Anna ávítar sjálfa sig í hljóði fyrir að hafa verið of hvassorð við mann sinn, því að ekki var það honum að kenna, hve bágt þau áttu, þegar öllu var á botninn hvolft. Hún reynir að stynja upp einhverjum sáttarorðum, en þau komast ekki fram á varir henni. Loksins hefur Antti lokið við að gera að skíðunum. Hann ber þau út í anddyrið, kemur inn aftur og biður konu sína stuttur í spuna að taka til stærsta og hvítasta mjölpokann, sem þau eiga. Síðan fer hann upp á ofninn og leggst til svefns. „Hvenær ætlarðu að leggja af stað?“ „Þér má standa á sama um það. Láttu þér nægja að ég komi mjölinu heim.“ Skömmu síðar reyndi Anna að blíðka mann sinn með því að leggja höndina mjúklega á handlegg hans, þar sem hann lá og lézt sofa. En Antti hreyfði sig ekki. Arla næsta morguns, svo snemma, að morgunstjarnan er ekki komin á loft, rennir Antti sér hljóðlega eins og skuggi eftir skógarstígnum áleiðis til þorpsins. Veður er stillt, hörkufrost og stjörnubjart. Hann hafði farið á fæt- ur og búizt til fararinnar án þess að vekja konuna og börnin. Hann var sársvangur, en svo fór hann í stutta, nýja, hvíta gærukuflinn, herti á mittisólinni, skar síð- asta tóbakið í nesti, kveikti í pípu sinni og labbaði af stað. Hann tók með sér stærsta broddstafinn, því að þennan vetur voru úlfarnir farnir að hópa sig löngu fyrir jól. JÓLABLAÐIÐ 5

x

Jólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.