Jólablaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 17

Jólablaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 17
Alphonse Daudet: ★ ★★★★★ ^ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Síðasta kennslustundin Ég varð síðbúinn til skólans morguninn þann, og var lafhræddur við að fá skútur, einkum þar sem Hamel skólameistari hafði ráðgert, að hlýða okkur yfir kaflann um hluttaksorðin, og í því kunni ég ekki skapaðan hlut. I bili kom mér til hugar að stelast burt og vera úti allan daginn. Veðrið var svo heitt og bjart. Fuglar sungu í skógarjaðrinum. Og á opnum velli bak við sögunarmyln- una, voru prússneskir hermenn að æfa sig. Allt þetta var mér miklu meiri freisting en reglur um hluttaksorð, en ég var nógu sterkur á svelli til að standast og flýtti mér til skólans. Þegar ég fór fram hjá bæjarráðsstofunni, sá ég mann- þyrping standa fyrir framan fregnborðið. Síðustu tvö ár höfðu allar illar fréttir birzt þar — fregnir um, að við hefðum orðið undir í orustum, nýtt herlið, sem kalla þyrfti, tilskipanir herforingjans, — og ég hugsaði með sjálfum mér: „Hvað skyldi nú vera uppi á tening?'” Um leið og ég flýtti mér fram hjá eins fljótt og ég mátti, kallaði járnsmiðurinn eftir mér; hann var þar að lesa fregnirnar og sveinninn hans líka: „Flýttu þér ekki svona, hnokki; þú kemst nógu snemma í skólann!” Ég hélt, að hann væri að skopast að mér og var laf- móður, er ég komst inn í garðinn litla til Hamels. Vanalega var mikill gauragangur, er skóli átti að byrja, er heyrðist út á stræti; skrifborð voru opnuð og lokað um leið, lexíur þuldar af mörgum í einu, miklu skvaldri, lófar fyrir eyrum til skilningsauka, en kenn- arinn að slá í borðið með reglustikunni. En nú var dúna- logn! Ég hafði gert mér von um að komast að mínu skrif- borði í gauraganginum, án þess tekið yrði eftir. En viti menn, það var eins og allt þyrfti að vera með kyrrð og spekt þennan dag, eins og sunnudagur væri. Gegnum gluggann sá ég sambekkinga mína, hvern í sínu sæti, — og Hamel skólameistari, að ganga um gólf, með járn- reglustikuna óttalegu undir hendi sér. Ég varð að opna dyrnar og koma inn, svo allir blíndu á mig. Þið megið nærri geta, að ég blóðroðnaði út undir eyru, svo hræddur var ég. En ekkert bar við. Hamel kom auga á mig og sagði vingjarnlega mjög: „Flýttu þér í sætið þitt, Franz litli. Við ætluðum að fara að byrja án þín.“ Ég stökk yfir bekkinn og settist við skrifborðið mitt. Ég tók ekki eftir því, fyrr en ég var búinn að ná mér eftir fátið, að kennarinn okkar var í fallega, græna frakkanum sinum, skyrtunni með pípufellingunum og dá- litla svarta silkihúfu útsaumaða, sem hann aldrei hafði, nema þegar umsjónarmaður var á ferð, eða útbýta átti verðlaunum. Auk þess virtist mér öll skólabömin með furðu- og hátíðarsvip. En það, sem olli mér mestrar furðu var, að sjá bæjarfólkið sitja með sömu kyrrð og við í baksætunum, er ávallt voru auð. Þar var Hósi gamli, með hattinn sinn þríhyrnda, fyrrverandi borgar- stjóri, fyrrum póstmeistari, og ýmsir aðrir að auk.— Raunasvipur var á öllum. Hósi gamli hafði komið með stafrófskver, með miklum fingraförum, og hann hélt því opnu á knjám sér og gleraugun hans légu yfir opnuna þvera. Er ég var mest að furða mig á þessu öllu, steig Hamel skólameistari í stól sinn og sagði með sömu hátíðlegu en þýðu rödd, sem hann hafði talað í við mig: „Börn mín, þetta er síðasta kennslustundin mín með ykkur. Tilskipan hefir komið frá Berlín um, að einungis þýzka skuli kennd í skólum Elsaz og Lotringen fylkj- anna. Nýi skólameistarinn kemur á morgun. Þetta er síðasta frakkneska kennslustundin. Þið verðið að taka vel eftir.“ Þetta féll yfir mig eins og reiðarslag. O, þorpararnir; þetta voru fregnirnar, sem festar höfðu verið upp á bæjarráðsstofunni. Síðasta kennslustundin í frakknesku. Og ég, — ég, sem ekki kunni að skrifa! Þá gat ég ekkert lært framar. Ég varð þá að hætta þarna! Hve ég iðraðist nú eftir að hafa vanrækt lexíurnar til að leita að fuglshreiðrum, eða renna mér á Soir-ánni. Bækurnar, sem voru mér áður svo leiðar, svo þungar að bera, málmyndalýsingin og heilgra manna sögur, voru nú orðnar gamlir vinir, sem ég gat ekki slitið mig frá. Og Hamel skólameistari líka. Hugsunin um, að hann yrði að fara burtu, að ég sæi hann aldrei framar, kom mér til að gleyma öllu um reglustiku hans og skapsmuni. Vesalingur! Hann hafði klæðzt sparifötunum fínu í JÓLABLAÐIÐ 15

x

Jólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.