Jólablaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 16
★ ★★★★★ ★★★★★★
þykir vænt um þig. -—■ Á ég að setja rifjasteikina yfir,
Jim?“
Jim virtist fljótlega ranka við sér úr þessari leiðslu,
sem hann hafði verið i. Hann faðmaði Dellu sina að sér.
I tíu sekúndur skulum við virða fyrir okkur og íhuga
rólega nokkra hluti alveg óskilda þessu: Atta dollarar á
viku eða milljón dollarar á ári •— hver er munurinn?
Stærðfræðingurinn eða gárunginn mundu gefa yður
rangt svar. Vitringarnir komu með verðmætar gjafir, en
þetta va ekki í þeirra hóp. — Þessi óljósa fullyrðing
verður útskýrð seinna.
Jim dró böggul upp úr frakkavasa sínum og fleygði
honum á borðið.
„Misskildu mig ekki, Della,“ sagði hann. „Ég held
ekki, að neitt eins og klipping eða rakstur eða höfuð-
þvottur gæti komið mér til þess, að láta mér þykja
minna vænt um stúlkuna mína. En ef þú vilt taka utan
af bögglinum þarna, rriuntu sjá, af hverju það kom svona
á mig fyrst til að byrja með.“
Hvítir og liðugir fingur slitu sundur garnið og um-
búðirnar. Og því næst kvað við hátt gleðióp; og því næst
„vei!“ Snögglega skipti um að kvenna hætti í móður-
sýkisgrát, tár og harmakvein, svo hér þurfti tafarlaust á
öllum huggarahæfileikum húsbóndans að halda.
Því að þarna lágu kambarnir — settið með öllum
kömbunum, sem þurfti að nota, bæði í hnakkanum og í
vöngunum. Della hafði lengi dáðzt að þeim í einum
búðarglugganum á Broadway. Ljómandi fallegir kambar
úr skjaldbökuskel, með baki settu gimsteinum. Þetta
voru dýrir kambar, það vissi hún, og hjarta hennar hafði
blátt áfram brunnið af þrá og löngun eftir þeim, án hinn-
ar minnstu vonar um a ðeignast þá, en lokkarnir, sem
þetta langþráða höfuðskraut átti að prýða, voru farnir.
En hún þrýsti þeim að barmi sér, og loks var hún
þess megnug að líta upp döprum augum, og brosa, og
segja: „Hárið á mér vex svo fljótt, Jim!“
Og því næst hoppaði Della upp, eins og köttur, sem
hefir brennt sig smávegis, og hrópaði: „Hæ!“
Jim hafði ekki séð fallegu gjöfina sína ennþá. Hún
rétti honum festina á lófa sér. Hinn áferðardaufi, dýr-
mæti málmur, virtist eins og blika við af endurskininu
af ljómandi skapi hennar og ákafa.
„Er hún ekki dýrðleg, Jim? Ég leitaði um alla borgina
til að finna hana. Nú hefurðu ástæðu til að gá á klukk-
una hundrað sinnum á dag. Fáðu mér úrið þitt. Mig
langar til að sjá, hvernig festin fer við það.“
í stað þess að verða við þessu, fleygði Jim sér niður
á legubekkinn, spennti greipar um hnakka sér og brosti
við.
„Della,“ sagði hann. „Við skulum leggja jólagjafimar
okkar til hliðar og geyma þær um stund. Þær eru of fal-
14 JÓLABLAÐIÐ
legar til þess að nota þær núna. Ég seldi úrið, til þess að
fá peninga til að kaupa kambana þína. Og nú held ég, að
þú ættir að setja rifjasteikina á pönnuna."
Austurlenzku vitringarnir voru spakir menn, eins og
þið vitið — undursamlega vitrir menn -—■ sem komu
með gjafir til Barnsins, í jötunni. Þeir stofnuðu til þeirrar
venju, að gefa jólagjafir. Með því að þeir voru sjálfir
vitrir, hafa gjafir þeirra sjálfsagt verið viturlegar, og ef
til vill með þeim réttindum tilskildum að hafa mætti
skipti, ef einhver fékk tvennt af því sama. Og hér hefi
ég þá sagt ykkur á ófullkominn hátt viðburðasnauða
sögu af tveimur litlum kjánum í átta dollara íbúð, sem
í barnaskap sínum fórnuðu hvort öðru dýrmætustu fjár-
sjóðunum, sem þau áttu. En að lokum er bezt að segja
þessum nútímavitringum það, að þau tvö eru vitrust af
öllum, sem gefa gjafir. Af öllum, sem gefa eða þiggja
gjafir, eru þau tvö vitrust og þeir, sem þeim líkjast.
Þau eru alls staðar vitrust. Þau eru Vitringarnir.
Lárus H. Blöndal þýddi.
/l'"
Kvikmyndadís í Hollywood
Loretta Young