Jólablaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 14

Jólablaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 14
O'HENRY: ★ ★★★★★ ★★★★★★ Gjafir vitringanna Einn dollar, áttatíu og sjö cent. Það var allt og sumt. Og af því voru sextíu cent í smápeningum. Smá- peningum, sem hún hafði nurlað saman einn og tvo í einu, með því að prútta við nýlenduvörukaupmanninn og grænmetissalann og slátrarann, þangað til hún var orðin blóðrauð út undir eyru af þessum þegjandi bríxl- um um nízku, sem jafnan fylgja knífnum viðskiptum. Della taldi peningana þrisvar. Einn dollar, áttatíu og sjö cent. Og á morgun voru jólin. Það var greinilega ekkert annað að gera en að fleygja sér niður á slitinn legubekkinn og skæla. Svo að Della gerði það. Og nú skýtur upp hjá manni þeirri heimspeki- legu hugleiðingu, að lífið sé fólgið í andvörpum, snökti og brosum, en snöktið sé þó langsamlega yfirgnæfandi. A meðan húsmóðirin færist hægt og hægt af fyrsta stiginu yfir á annað, skulum við virða íbúðina fyrir okkur. Ibúð með húsgögnum fyrir átta dollara á viku. Ekki var hún fyrir neðan allar hellur, en útlit hennar benti sannarlega á það, að hér væri ekki til neins að slægjast fyrir bónbjargarmenn. í forstofunni niðri var bréfakassi, sem ekkert bréf mundi hafa komizt í, og dyrabjölluhnappur, sem enginn dauðlegur fingur hefði getað komið til þess að gefa hljóð frá sér. Loks heyrði hér til nafnspjald, sem á var letrað: „Hr. James Dillingham Young.“ Þetta „Dillingham" nafn hafði komið á gang á þeim velmaktardögum, þegar sá, sem það bar, fékk 30 dollara í laun á viku. Nú, þegar tekjurnar höfðu hrapað ofan í 20 dollara, fóru stafirnir í „Dillingham" að verða dauf- legri útlits eins og þeir væru farnir að hugsa um það í alvöru að draga sig saman í hæverskt og auðmjúkt D. En alltaf þegar hr. James Dillingham Young kom heim í íbúðina sína uppi var hann kallaður „Jim“ og faðm- aður vel og rækilega af frú James Dillingham Young, sem þið hafið nú þegar kynnzt undir nafninu Della. Og þetta er nú allt saman gott og blessað. Della lauk sér af við að gráta og tók nú að laga á sér vangana með púðurleppnum. Hún stóð við gluggann og horfði út, daufleg á svipinn, á gráan kött, sem labb- aði eftir grárri girðingunni, í gráum húsagarði. A morgun var jóladagurinn, og hún átti aðeins einn dollar og átta- tíu og sjö cent, til þess að kaupa fyrir gjöf handa Jim. Hún hafði verið að spara hvert einasta cent, sem hún gat, mánuðum saman, og þetta var árangurinn. Tuttugu dollarar á viku hrökkva skammt. Utgjöldin höfðu orðið meiri en hún gerði ráð fyrir. Þau verða það alltaf. Að- eins einn dollar og áttatíu og sjö cent til þess að kaupa fyrir gjöf handa Jim. Honum Jim hennar. Margri ham- ingjusamri stund hafði hún eytt í það að hugsa sér ein- hverja snotra gjöf handa honum. Eitthvað fallegt, sjald- gæft og ekta — eitthvað, sem nálgaðist það einhverja svolitla ögn, að eiga þann heiður skilið, að Jim ætti það. I herberginu var spegill, sem hékk á rimanum milli glugganna. Ef til vill hafið þér séð slíkan spegil í átta dollara íbúð. Ef menn eru þvengmjóir og eldsnarir, geta þeir fengið allnákvæma hugmynd um útlit sitt, með því að setja saman mynd af sér úr ræmunum, sem birtast hver á fætur annarri, um leið og þeir snúa sér fyrir speglinum, sem er allt of mjór til þess að taka mann í heilu lagi í einu. Og með því að Della var grönn, var hún útfarin i þessari list. Allt í einu þaut hún frá glugganum og stóð nú fyrir framan spegilinn. Augu hennar ljómuðu skært, en allur roði var horfinn úr andlitinu á tuttugu sekúndum. — Skyndilega losaði hún um hárið og lét það falla niður um sig í fullri Iengd. Nú, það voru tveir hlutir í eigu hjónanna, James Dil- lingham Young, sem þau bæði voru afar hreykin af. Annað var gullúrið, sem Jim átti og hafði verið í eigu föður hans og afa. Hitt var hárið á Dellu. Ef drottningin í Saba hefði átt heima í íbúðinni yfir portinu, mundi Della hafa látið hárið á sér hanga út um gluggann ein- hvern daginn til þerris, rétt til þess það sæist, hvað gim- steinar og dýrgripir Hennar Hátignar væri í rauninni ó- merkilegir. Ef Salómon konungur hefði verið dyravörður- inn, með öll sín auðæfi saman komin í kjallarahæðinni, mundi Jim hafa tekið upp úrið sitt í hvert einasta skipti, sem hann gekk um, til þess að fá að horfa á hann slíta í skeggið á sér af öfund. Þarna féll nú hið fagra hár Dellu og liðaðist niður um hana alla, glóði eins og brúnleitur foss í sólskini. Það náði henni niður fyrir hné og hjúpaði hana næstum. Og því næst festi hún það upp aftur, óstyrk og í mesta flýti. 12 JÓLABLAÐIÐ

x

Jólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.