Jólablaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 10
★ ★★★★★ íf ★★★★★★
skilnað þeirra í gærkvöldi í hálfkæringi. Hún spennir
greipar í þögulli örvæntingu og kennir sér um, ef Antti
yrði nú úti í skóginum. Þegar líður að miðnætti, fer hún
út og gengur spölkorn burt frá bænum, svo að börnin
vakni ekki. Hún hrópar út í myrkrið hvellri röddu, sem
er full angistar, og blygðast sín þó um leið:
„Antti! Antti! Kemurðu ekki enn?“
.... ekki enn,“ svarar hæðnislegt bergmál úr furu-
skóginum.
Þarna stendur hún þangað til henni fer að kólna, en
gengur síðan inn hneigðu höfði og grætur. Samvizka
hennar blæðir til ólífis, og tárin færa henni enga fróun.
Hún nær varla andanum fyrir ekka og kveinar í hálfum
hljóðum: „Almáttugur guð, þú sem ert góður og vís.
Hvers vegna léztu mig reka manninn minn út í vetrar-
nóttina — hvers vegna, hvers vegna? Það hefði verið
betra, að hann hefði verið kyrr heima, þá hefðum við
fengið að deyja saman.“
Elzta telpan vaknar við kveinstafi móður sinnar og
læðist hissa til hennar. Þegar hún sér, að mamma henn-
ar er að gráta, fara tárin að streyma úr augum hennar
líka. En móðirin faðmar sjö ára telpuna ákaft að sér,
vætir hár hennar og vanga með tárum sinnar
þungu sorgar, rær með hana x fanginu og kveinkar án
afláts:
„Nú bíður okkar ekkert annað en dauðinn -—- og bara
að hann kæmi sem fyrst.“
„Dauðinn? Hvað er það, mamma?“ spyr telpan.
í stað þess að svara ber móðirin stóru stúlkuna sína
að rúminu sínu, beygir höfuð sitt og hjarta fyrir almátt-
ugum guði og biður lengi og innilega fyrir manni sínum,
börnum sínum og sér .... fyrir öllum hinum synduga
heimi.
Þegar líður að morgni þessa lognkyrru jólanótt, getur
næmt eyra greint marrandi hljóð, sem hægt og þreytu-
lega færist nær Metsantakoti. Skyndilega kveður við
kuldabrestur í veggnum, eins og skotið væri kveðju-
skoti. Anna vaknar inni í stofunni, grunar óljóst að eitt-
hvað gleðilegt sé á seiði, stekkur upp úr rúminu á nátt-
kjólnum einu saman, opnar dyrnar og sér í daufri skím-
unni alhvíta veru renna sér niður á hlaðið.
„Drottinn minn! — Antti! — Loksins!"
Antti getur ekki komið upp nokkru orði. Hann muldr-
ar eitthvað ógreinilega, stígur með erfiðismunum af
skíðunum og lætur þau liggja eftir og skjögrar að dyrun-
um. Hrim, snjór og mjölsáldur hafa í sameiningu gert
hann mjallahvítan eins og jólaengil. Anna styður hann
inn í stofuna, en þar lætur hann fallast niður á bekkinn
og varpar öndinni djúpt og þakklátlega. Með logandi tré-
kveikju í hendinni hjálpar Anna manni sínum úr gæru-
8 JÓLABLAÐIÐ
kuflinum og tekur af honum pokann, gætir þess óróleg,
hvort hann sé nokkurs staðar kalinn, en léttir, þegar hún
verður þess áskynja að hann er í einu svitabaði. Hann
er sveittur af áreynslunni síðasta spölinn heim.
„Og nú ferðu undir eins í baðhúsið, Antti. Það er ylur
þar enn, og ég get bætt á eldinn.“
Antti lætur konuna fara með sig eftir geðþótta. Hún
leiðir hann til baðhússins, hitar það að nýju, þótt nægur
sé hitinn, fær honum heitt vatn og baðvendi og er svo
önnum kafin, að hún veitir því ekki eftirtekt að Antti er
ekki í skyrtu næst sér. Inn fer hún ekki fyrr en Antti er
kominn upp á bálkinn og liggur þar endilangur, húðin
farin að roðna og liðamót að mýkjast í heitri gufunni.
Hún flýtir sér aftur inn í stofu og innan skamms skíð-
logar í bökunarofninum. Börnin vakna og fá að vita, að
jólin eru komin með pabba úr kaupstaðnum. Hún klæð-
ir þau í sparifötin og segir þeim, að nú skuli þau bráð-
um fá nóg að borða.
En sá fögnuður!
Hún sækir Antti ekki fyrr en klukkustund er liðin.
Hann er svo örmagna, að hann getur naumast staðið
stuðningslaust, en samt tekur hann skíðin sín um leið
og hann gengur hjá og reisir þau upp við vegginn. Inni
er mikil breyting orðin á. Það skíðlogar á arninum, snjó-
hvítur dúkur er á borðinu, trékveikjur snarka á stjökum
og í veggjunum, og á miðju borði standa fjögur dásam-
leg næfratrog, kúfuð nýbökuðu brauði úr mjöli og mjólk.
Börnin sitja í röð eftir aldri kringum borðið og halda að
sér höndum, og Anna tekur yngsta barnið úr vöggunni í
faðm sér.
„Komdu nú, góði Antti, og látum okkur blessa jóla-
brauðið.“
Þegar búið er að lesa borðbænina, tekur Antti til
matar síns og opnar nú munninn í fyrsta skipti frá því að
hann kom:
„Helminginn af mjölinu varð ég að grafa niður í
stndgryfju eina mílu héðan. Annars hefði ég aldrei
komizt heim. Eg sæki það einhvern tíma seinna."
„En þá verður kominn sandur í það,“ segir Anna.
„Onei, kelli mín, —-- ég lét það í skyrtuna mína.“
Þegar sárasta hungrið er sefað, minnist Anna þess, að
nú muni fólk vera að fara til kirkju á jóladagsmorgun,
og hún nær í sálmabókina sína.
„Við skulum taka einhvern sálm, sem við kunnum ut-
an bókar,“ segir Antti.
Sálmurinn, sem heiðafólkið kann utan bókar, er þessi:
„Heimur allur herrann lofi . . . .“
Börnin fá að taka undir í þeim versum, sem þau
kunna, og syngur hvert með sínu nefi. Það truflar ekki
hátíðablæinn, einkum af því að sálmalagið, sem foreldr-
amir syngja, yfirgnæfir raddir barnanna.