Jólablaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 43
★ ★★★★★ itf ★★★★★★
Gef
ið góða bók í jólagjöf!
y,Móðirin" er af sumum helztu ritdómurum
atlin ein af allra fremstu listaverkum höf-
undarins. — Sagan bregður upp skýrri og
hugþekkri mynd af lífi bændanna í kín-
versku sveitaþorpi, og er aðalsöguhetjan,
móðirin, ein heilsteyptasta persóna í nú-
tímabókmenntunum. Margt drífur á dagana
fyrir hinni ungu kínversku konu, frá því hún
gekk í litfögrum brúðarklæðum inn í hús
MÓÐIRIN
EFTIR PEARL S. BUCK
ER BÓK HINNA VANDLÁTU
Tryggið yður eintak í tíma, því
að upplagið er á þrotum!
eiginmanns síns og þangað til hún hampar
yndi sínu og eftirlæti, sonarsyninum. Áður
en lýkur, fær hún að reyna hverfulleik ham-
ingjunnar, ekki sízt í ástamálum. Eldheitar
tilfinningar þessarar dóttur hinnar austrænu
sólar leiða hana á glapstigu, en guðirnir
leggja á hana grimmúðlega refsingu. Að
síðustu brosir þó gæfan við henni og upp-
fyllir drauma hennar.
S kjaldarií tgáfan
JÓLABLAÐIÐ 41