Jólablaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 9
★ ★★★★★ ★★★★★★
mína, þá er eins og mér batni magaveikin. Það var tó-
bakið, sem hjálpaði mér hingað í gær, en nú á ég ekkert
eftir til að reykja á heimleiðinni.“
Kaupmaðurinn hlær og er rausnarlegur, af því að
margir eru inni. Hann lætur tvær kippur af blaðtóbaki á
búðarborðið fyrir framan Antti. Þetta gerir hann af því
að Antti var órétti beittur í gær, segir kaupmaðurinn.
„Þú skalt fá þetta borgað í vor,“ segir Antti og þúar
kaupmanninn í gleði sinni og réttir honum höndina að
skilnaði. Um leið og hann hverfur út um dyrnar litur
hann um öxl:
„Það er nefnilega svoleiðis, að ég hef ekki alltaf verið
fátækur og verð það ekki heldur að eilífu.“
Síðan kveður hann vinnumanninn, kunningja sinn,
lætur í pípuna sína, stígur á skíðin og hverfur fyrir
næstu bugðu á veginum. Tóbaksreykurinn þyrlast út úr
honum, og ekki er að sjá að fjögra lísipunda byrðin
þyngi hann mikið. Enn er ekki áliðið dags, og hann fer
allt of hart af stað undir áhrifum tóbaksins og góðra er-
indisloka og gerir sér góðar vonir um að komast heim
fyrir miðnætti. Færið er gott og lítið um lausamjöll í
skóginum. Harðsperrurnar frá því í gær mundu hverfa,
þegar hann færi að liðkast.
Veður er mildara en í gær. í suðri gægist sólin yfir
fjarlæga skóga, og honum fer að verða heitt í gærukufl-
inum. Þess vegna fer hann úr honum, vefur saman og
leggur hann ofan á pokann og heldur áfram snöggklædd-
ur. Honum kemur í hug gömul vísa, sem timburfleyti-
menn syngja, og raular hana, og þegar hún er búin, byrj-
ar hann á sálmi. Þegar sólin er hnigin til viðar og stjörn-
urnar tindra í rökkrinu, verður skógurinn gisnari og
framundan blasir við stórt, ísilagt stöðuvatn, og nú veit
Antti, að hann er kominn þriðjung leiðar. Skapið er ekki
eins létt og það var, honum hefur miðað hægt, og nú
smýgur þreytan um öll liðamót, svo að hann hefði helzt
viljað fleygja sér niður í fönnina og sofna frá öllu sam-
an. Til þess að hressa sig rennir hann sér í snarkasti ofan
bakkann og niður á ísinn. Þar kemur á móti honum nap-
ur vindur og næðir um hann. Frostið hefur hert með
kvöldinu, hálsmálið á skyrtunni hans var blautt af svita
en er nú gaddað og meiðir hann í hálsinn. Mjölpokinn
er eins og bjarg á baki hans og snærin skerast inn í axlir
honum.
í f jarska handan við vatnið sér hann blika ljós í glugga
á einmana bæ. Sem snöggvast stendur hann gagntekinn
hugsuninni um að fá að teygja úr sér í hlýjunni og hvíla
sig ofurlitila stund, áður en hann heldur áfram ferðinni út
í næturmyrkrið, en á næsta augnabliki hefur hann unnið
bug á freistingunni, leysir af sér byrðina og fer í kaldan
gærukuflinn. Það er orðið of kalt til þess að ganga
snöggklæddur alla jólanóttina. Hann sópar snjónum af
svellinu, þar sem hann stendur, og pjakkar gat á það
með broddstafnum, svo að vatnið seytlar upp. Síðan tek-
ur hann varlega nokkrar mjöllúkur úr pokanum, hrærir
mjölið út í vatnið og spænir upp í sig aðfangadagskvöld-
matinn. Svo lyftir hann á sig pokanum að nýju, kveikir í
pípu sinni, spyrnir við broddstafnum og markar beina
línu skáhallt yfir snævi þakið, skuggalegt vatnið, meðan
jólastjörnurnar tindra á heiðskírum himni, í nepjunni, og
mjó rönd mánans skyggnist yfir dökkan sjóndeildar-
hringinn, en hverfur aftur að vörmu spori. Hann er hætt-
ur að hugsa um þær fjórar mílur vegar um eyðiheiði,
sem hann á eftir ófarnar áður en hann nær heim. Hann
dreymir aftur reikula drauma heiðabúans, alveg eins og
hann lægi heima á ofninum.
í Metsántakoti væntir Anna bónda síns í rökkrinu, því
að hún gerir ráð fyrir, að hann hafi lagt af stað frá
kirkjuþorpinu jafn snemma og hann fór að heiman.
Hún hefur skipt nytinni úr kúnni frá því í gær á milli
barnanna, en unnað sjálfri sér einskis dropa. Hún bíður
hugrökk og vonglöð. Kýrin hefur fengið ábæti á gjöfina,
af því að jólin eru að koma, og mjólkar nú óvenju mik-
ið. Anna ber mjólkina sigri hrósandi inn í stofu, setur
fötuna inn í skáp, þar sem hún geymir næfratrogin tand-
urhrein til þess að baka í þeim brauð, þegar Antti kem-
ur með mjölið. Hún hlakkar til jólanna og klappar börn-
unum á kollinn enn blíðlegar en venjulega.
Aður en dimma tekur er hún búin að hita baðhúsið,
svo að hún geti boðið Antti heitt bað, þegar hann kem-
ur heim úr þessari erfiðu för. Svo er hamingjunni fyrir
að þakka, að nóg er til í eldinn, og þegar heitt er orðið
í baðhúsinu, leggur hún í stóra bökunarofninn, svo að
jólaylur hlýi stofuna og allt sé tilbúið undir jólabakstur-
inn. Að þessu loknu baðar hún sig og börnin, svo að þau
séu hrein á jólunum, en á meðan á hún von á því á
hverri stundu, að heyra Antti hrista snjóinn af skíðun-
um sínum úti á hlaðinu. Og kvöldið kemur og myrkrið,
en Antti kemur ekki. Það er komið að háttatíma, og
börnin, sem hafa beðið óþreyjufull og orðið þess
áskynja, að eitthvað óvenjulegt var á seyði, fást ekki til
þess að fara í rúmið. Þau vilja hafa jól, segja þau, því
að mamma sagði, að þau kæmu í kvöld.
„Jólin koma ekki fyrr en pabbi kernur," segir hún.
„Hvenær kemur hann þá?“ kalla þrír spurulir munnar.
Henni tekst að sefa börnin en sjálfa sig ekki. Þegar
hún er búin að koma þeim í rúmið, tekur hún rokkinn,
fer að spinna þráðinn sinn, sem aldrei tekur enda, og
raular sálmalag til að blíðka guð, vegna þess að hún er
að vinna á slíkum helgidegi. Hún getur ekki beðið án
þess að hafa eitthvað haft fyrir stafni. En hugsanir henn-
ar snúast samt bitrar og blandnar angist um Anitta og
JÓLABLAÐIÐ 7