Jólablaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 18
★ ★★★★★ ★★★★★★
lotningarskyni við þessa síðustu kennslustund, og nú fór
mér að skiljast, hví gamlir bæjarmenn sátu aftast í skóla-
húsinu. Það hlaut að vera vegna þess, að þeir sæi líka
eftir að hafa ekki fært sér skólann betur í nyt. A þann
hátt voru þeir að tjá kennaranum okkar þakkir fyrir
fjörutíu ára trúa og dygga þjónustu og að sýna um leið
lotningu fyrir landinu, sem þeir áttu ekki lengur.
Meðan ég sat í heilabrotum um allt þetta, heyrði ég
nafn mitt kallað. Það átti að hlýða mér yfir. Dýrt hefði
ég nú viljað kaupa, að geta komið með regluna hræði-
legu um hluttaksorðin alla saman, háum og hreinum
rómi, án þess að reka í vörður. En ég ruglaðist í fyrstu
orðunum, stóð þarna og hélt mér í borðið, heyrði hjart-
slátt sjálfs mín og dirfðist eigi upp að líta. Ég heyrði, að
Hamel sagði við mig:
„Ég ætla ekki að veita þér neinar ákúrur, Franz litli.
Þér hlýtur að líða nógu illa samt. Sér þú nú, hvemig það
er? Á hverjum degi höfum við sagt með sjálfum okkur:
O, ég hefi nógan tíma. Ég skal læra það á morgun! Og
nú sjáið þið, hvert við erum komin. O, þetta er meinið
hér í Elsaz; hér hafa menn frestað lærdómnum til morg-
uns. Nú hafa þessir kumpánar þarna úti ástæðu til að
segja við ykkur: Hvernig stendur á því? Þið látizt vera
Frakkar, og þó kunnið þið hvorki að tala né rita málið
ykkar. En þú ert ekki sá lakasti, vesalings Franz. Við
höfum allir mikið að ásaka okkur um.
Foreldrar ykkar létu sér ekki nógu annt um, að þið
lærðuð. Þeir vildu heldur, að þið færuð að vinna bænda-
vinnu, eða læra mylnustörf, til þess að hafa meiri pen-
ingaráð. Og ég? Sjálfum mér hefi ég mikið um að kenna
líka. Hefi ég eigi stundum sent ykkur til að vatna blóm-
unum mínum, í stað þess að láta ykkur læra? Og þegar
mig langaði til að veiða fisk, — gaf ég ykkur þá ekki
frídag?"
Hamel hvarf frá einu til annars. Hann talaði um frakk-
neska tungu, taldi hana fegurst tungumál í víðri veröld,
ljósast og rökréttast. Brýndi fyrir okkur að varðveita
það og gleyma því aldrei, því eins lengi og ánauðug
þjóð héldi fast í tungu sína, hefði hún lykilinn að prís-
undinni. Hann opnaði mállýsingarbókina og las fyrir
okkur kaflann fyrirsetta. Mig furðaði, hvað vel ég skildi.
Allt, sem hann sagði, virtist mér svo auðvelt, svo auð-
velt. Ég held líka, að ég hafi aldrei hlustað eins vel, og
að hann hafi aldrei skýrt neinn hlut með svo mikilli
þolinmæði. Það leit út, eins og vildi vesalings maðurinn
troða í okkur öllu, sem hann vissi, áður en hann hyrfi
brott, og gera það allt í einu.
Næst málmyndalýsing, lét hann okkur skrifa um
stund. Hamel hafði gefið nýjar forskriftarlínur þann dag
með yndisfagurri rithendi: Frakkland, Elsaz, Frakkland,
Elsaz. Þær voru yfir skólaborðunum okkar þarna í saln-
16 JÓLABLAÐIÐ
um, eins og fánar. Þið hefðuð átt að sjá, hvernig allir
kepptust við; allt var kyrrlátt. Eina hljóðið var frá
pennunum, er þeir fóru yfir pappxrinn. Eitt sinn komu
nokkrar stórar flugur inn; enginn veitti þeim nokkra at-
hygli, eigi heldur minnstu snáðarnir, þeir héldu áfram
að draga öngla, eins og það væri frakkneska líka. Úti á
þakinu kurruðu dúfur lágt, og ég hugsaði með sjálfum
mér:
„Skyldu þeir láta þær kurra á þýzku — dúfurnar
líka?“
Hvert sinn, er ég leit upp frá skriftinni, sá ég Hamel
sitja hreyfingarlausan á stóli og hvima frá einu til ann-
ars, eins og hann væri að festa í huga sér, hvernig allt
liti út í skólaherberginu litla. Hugsið ykkur um! Fjöru-
tíu ár hafði hann verið þarna á sama stað, með garðinn
fyrir utan gluggann og skólabörnin fyrir framan sig,
öldungis á sama hátt og nú. Aðeins höfðu borð og bekkir
slitnað. Valhnotutrén í garðinum höfðu hækkað og hum-
allinn, er hann hafði gróðursett, vafðist um glugga og
þak. Hve það hefir skorið hann í hjarta, vesalings mann-
inn, að yfirgefa það. Að heyra hana systur sína vera x
önnum uppi á lofti, að koma öllu niður í koffort. Því
næsta dag ætluðu þau að fara úr landi.
En hann hafði þrek til að hlýða yfir í öllu, unz allt
var búið. Á eftir skriftinni hlýddi hann yfir í sögu. Þar
á eftir fóru yngstu krakkarnir að stafa: ba, bé, bí, bó,
bú. Aftast í herberginu var Hósi gamli búinn að setja
upp gleraugun, hélt á stafrófskverinu báðum höndum
og stafaði með krökkunum. Allir sáu, að hann var líka að
reyna; röddin skalf af geðshræringu, og það var svo
skrítið að heyra til hans, að við ætluðum öll að fara að
hlæja og skæla. O, hve vel eg man eftir henni, þessari
síðustu kennslustund.
Allt í einu sló kirkjuklukkan tólf. Svo Angelus. I sama
bili dundi hljóðið í bumbum Prússa undir gluggunum
okkar. Hamel skólameistari stóð á fætur fölur, náfölur,
upp úr stólnum. Ég sá hann aldrei jafn-hávaxinn.
„Vinir mínir,“ sagði hann. „Ég — ég.“ En kökkur reis
upp í háls á honum. Hann fékk eigi haldið áfram.
Þá sneri hann sér að töflunni, tók krítarmola og reit
með hraða, eins stórum stöfum og hann mátti:
„Vive La France!“ (Lifi Frakkland!)
Svo stóð hann kyrr, hallaði höfði upp að veggnum,
og án þess að segja eitt orð, bandaði hann hendi frá sérr
„Skólinn er úti — þið megið fara!“
★ ★